Að vera „kinky“ þýðir í raun bara að stunda eða taka þátt í óhefðbundnu kynlífi og það sem einum finnst óhefðbundið getur verið fullkomlega eðlilegt fyrir þann næsta. Því segi ég alltaf að við séum öll pínu kinky, bara mismikið, og sem betur fer er fólk alltaf að opna sig meira fyrir því hvað það fílar í kynlífi og prufa sig áfram,“ segir Fríður Esther Pétursdóttir, eigandi vefverslunarinnar Kinky.is, sem hún stofnaði í byrjun árs 2019.

„Hugmyndin kviknaði þegar mér fannst vanta á markaðinn ódýr, en vönduð og falleg undirföt í fjölbreyttum stærðum, og þar sem ég var heimavinnandi átti þetta að vera svona lítið gæluverkefni. Ég fann framleiðanda að vönduðum og sexí undirfatnaði sem ég flyt inn milliliðalaust, fötin koma flest í stærðunum small til 5XL og ég er stolt af því að geta boðið svona gæðavöru á frábæru verði,“ segir Fríður.

Falleg og vönduð undirföt í öllum stærðum fást á Kinky.is

Elska að vera á jaðrinum

Í upphafi stóð ekkert endilega til að fara út í kynlífstæki, en þegar Fríður sá að lénið Kinky.is var laust, varð ekki aftur snúið.

„Við byrjuðum afar rólega og höfum hægt og bítandi aukið úrvalið. Íslendingar tóku rosalega vel á móti okkur og þetta er löngu hætt að vera lítið og krúttlegt gæluverkefni og er algjörlega sprungið í höndunum á mér. Elstu dætur mínar hafa hjálpað mér heilmikið og sjá meðal annars um samfélagsmiðlana okkar, en við erum mjög virk á Instagram. Við höfum reynt að gera hlutina öðruvísi en allir hinir og höfum meðal annars haldið konukvöld Kinky með undirfatasýningu, PubQuiz og parakvöld,“ upplýsir Fríður, sem hafði planað eins árs afmælisveislu með undirfatasýningu, ásamt kynningu á BDSM í samstarfi við BDSM-samtökin, þegar COVID-19 skall á. Það bíður nú betri tíma eins og margt fleira spennandi.

„Við elskum að vera á jaðrinum og gera eitthvað nýtt. Kúnnarnir hafa verið duglegir að hafa samband og óska eftir því að við sérpöntum alls konar öðruvísi fyrir þá og það er að sjálfsögðu velkomið, enda getur oft verið bæði dýrt að taka inn staka vöru, sem og viðkvæmt hjá sumum að senda inn kvittun til tollsins,“ segir Fríður.

Kinky.is býður upp á gott úrval af gjafasettum fyrir flest tilefni.

Kinky rúta á leiðinni

Nýjasta verkefni Kinky.is er að útbúa færanlega míníverslun, sem heldur jafnframt utan um lagerinn sem hefur sprengt allt utan af sér.

„Við erum að breyta lítilli rútu í verslun og vonumst til að koma henni á götuna seinna í sumar. Hugmyndin er að fara með rútuna út á land, á bæjarhátíðir og slíkt, til að þjónusta landsbyggðina betur og mögulega geta verið með opið eitt til tvö kvöld í viku á höfuðborgarsvæðinu, fyrir fólk að koma og skoða eða sækja pantanir. Ég held að það yrði nýjung á Íslandi og er spennt að sjá hvernig fólk tekur á móti okkur,“ segir Fríður og hlakkar til.

„Við seljum auðvitað mikið af hefðbundnum kynlífstækjum: Satisfyer-sogtækin hafa selst eins og heitar lummur, sem og sleipiefni. Þá höfum við tekið inn æ meira af BDSM-vörum, en fólk virðist almennt áhugasamt um að prófa sig áfram þar og sérstaklega eru fetish- og bindisettin rosalega vinsæl, enda á frábæru verði og frábær byrjendasett. Alls konar endaþarmsvörur eru líka mjög vinsælar og við erum alltaf að stækka úrvalið í þeim vöruflokki.“

Skoðaðu úrvalið á kinky.is