Nokian Hakkapeliitta 10 nagladekkið veitir mesta mögulega öryggi við aðstæður þar sem mest er þörf á. Nýjasta kynslóð af öryggi er í Nokian Hakkapeliitta 10 þar sem blandast saman framúrskarandi grip, akstursþægindi og vistvæn efni, segir Sigurjón Árni Ólafsson, framkvæmdastjóri MAX1. „Nokian Tires Double Stud Technology veitir hámarksöryggi á ís og í snjó, þar sem miðpinnar nagla bæta hemlagrip og hröðun og naglar á öxulsvæðum hámarka grip í beygjum og við akreinaskipti. Dekkin koma einnig í sérhæfðri útgáfu fyrir rafbíla: Hakkapeliitta 10 EV, og jeppa: Hakkapeliitta 10 SUV.“

Helstu eiginleikar Nokian Hakkapeliitta 10

  • Framúrskarandi öryggi á ís og í snjó
  • Stöðug og nákvæm stýring
  • Hámarks akstursþægindi með lágmarks veghljóði
  • Minni orkunotkun

Sigurjón segir Nokian Hakkapeliitta 10 nagladekkið vera hannað og framleitt til að virka í allri vetrarfærð, þar sem það þolir vel hitabreytingar frá mildu vetrarveðri í krefjandi aðstæður. „Dekkið er unnið úr vistvænum efnum og lögð var áhersla á að dekkið myndi draga úr orkunotkun. Nokian Hakkapeliitta 10 var auk þess valið besta nagladekkið samkvæmt dekkjaprófunum Mootori.“

Nokian Hakkapeliitta var valið besta nagladekkið.

Frábær alhliða vetrarkostur

Nokian harðkorna vetrardekk er frábær alhliða vetrarkostur, t.d. í borgarumferð þar sem mikil ísing er ekki algeng eða varir í stuttan tíma og býður fullkomna blöndu öryggis og þæginda. „Harðkorna vetrardekk veita mikið grip, eru einstaklega hljóðlát, sparneytin og draga úr vegsliti.“

Nokian Hakkapeliitta R3 er harðkorna vetrardekk sem einnig henta einstaklega vel í borgarumferð að sögn Sigurjóns og bjóða um leið upp á einstaka blöndu öryggis og þæginda. „Þetta dekk er besti valkosturinn á móti nagladekki. Dekkið er byggt upp af Arctic Sense Grip hugmyndafræðinni þar sem áhersla er lögð á stöðugleika, nákvæmni og áhyggjulausan akstur í vetrarfærð. Nokian Hakkapeliitta R3 er til fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla og eru einnig ætluð rafbílum og hybrid-bifreiðum. Við akstur á ísilögðu yfirborði eru nagladekk þó enn besti kosturinn.“

Jeppadekk í miklu úrvali

Hágæða Nokian jeppadekkin fást í miklu úrvali hjá MAX1. „Nokian Hakkapeliitta LT3 er hágæða jeppadekk fyrir vetraraðstæður. Fyrsta flokks öryggi, styrkur og stöðugleiki einkenna Nokian Hakkapeliitta LT3 neglda jeppadekkið. Dekkjaúrval Nokian fyrir sportjeppa og jeppa verður síðan enn fjölbreyttara með Nokian Rotiiva AT (All Terrain). Um er að ræða frábært heilsársdekk fyrir jeppa með grófu mynstri.“

Nokain Hakkapeliitta 10 veitir framúrskarandi öryggi á ís og í snjó.

Fyrsta flokks kostur

Nokian WR Snowproof vetrar- og heilsársdekkið er snilldarlega samsett, segir Sigurjón. „Þar kemur sterkt inn áralöng reynsla af vetraraðstæðum á norðlægum slóðum. Upplifðu algera stjórn, frábært vetraröryggi og yfirvegaðan akstur við fjölbreyttar vetraraðstæður frá snjó til krapa og bleytu. WR Snowproof og önnur dekk í WR línunni eru hönnuð til að geta nýst allar árstíðir, þar sem þau eru gerð fyrir hitastig frá -20°C til +20°C sem fellur því vel að íslenskum aðstæðum. Nokian WR Snowproof er til fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla og einnig fyrir rafbíla og hybrid-bifreiðar.“

Sendibíladekk fyrir kröfuharða

Sendibíladekkin frá finnska framleiðandanum Nokian eru þróuð til þess að standast allar kröfur sem gerðar eru til atvinnubíla. Þau veita framúrskarandi veggrip, þola mikið álag, hafa mikla endingu og veita framúrskarandi akstursánægju. „Nokian WR Snowproof C vetrar- og heilsársdekkið fyrir sendibíla er snilldarlega samsett. Snowproof C er byggt til þess að þola mikið álag og mismunandi vegaástand á öruggan og áreiðanlegan hátt. Nokian WR Snowproof C eru einnig fyrir rafsendibíla og hybrid-sendibíla.“

Öryggi mikilvægasti þátturinn

Þegar ökumenn voru spurðir hvað það væri sem þeir vildu að vetrardekkin þeirra gæfu þeim var öryggi efst á listanum, segir Sigurjón. Könnunin var gerð árið 2020 og tóku um 3.000 manns þátt í henni í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi. „Þú verður að velja gæðadekk undir bílinn því dekk eru mikilvægt öryggistæki. Það er mikilvægt að geta treyst eiginleikum dekkja í krefjandi aðstæðum. Nokian gæðadekk fást í miklu úrvali hjá MAX1 Bílavaktinni og eru einnig seld hjá Brimborg á Akureyri.“

Nokian dekk eru prófuð á 700 hektara fullkomnu prófunarsvæði Nokian í Finnlandi, að sögn Sigurjóns. „Á svæðinu eru um 50 mismunandi brautir þar sem þeir prófa og sannreyna Nokian dekk á mismunandi undirlagi í afar erfiðum og krefjandi vetraraðstæðum. Hjá MAX1 Bílavaktinni getur þú valið um negld, ónegld eða harðkorna vetrardekk frá Nokian. Þú finnur réttu vetrardekkin á max1.is.“

Nánari upplýsingar á max1.is.

nokian logo