Bókhalds- og upplýsingakerfið STÓLPI hefur lengi verið þekkt meðal annars fyrir öflugt verkbókhald og tímaskráningar sem skilar sér í ítarlegum eða samandregnum sölureikningi til viðskiptavina. Guðmundur Ingi Hauksson, forstjóri STÓLPA, segir appið bæði fljótvirkt og öruggt. „Skráningar skila sér samstundis inn í bókhalds- og upplýsingakerfið Stólpa þar sem skráningar eru yfirfarnar áður en endanlegur sölureikningur er gefinn út.“

Appið er einfalt og öruggt í noktun.

Notendavænt og einfalt

Appið hæfir öllum gerðum verkefna. „Appið hentar öllum sem þurfa að halda utan um verk eða verkefni sem fyrirtækið vinnur að fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru iðnaðarmenn, verktakar, arkitektar, hönnuðir, lögfræðingar, endurskoðendur eða aðrir sem þurfa að halda utan um verk eða verkefni. Appið er mjög notendavænt og einfalt í notkun,“ skýrir Guðmundur Ingi frá.

Appið auðveldar notendum að halda utan um allar skráningar sem annars eiga á hættu að gleymast. „Í dag er orðið nauðsynlegt að geta skráð jafnóðum vinnutíma, akstur, efni, tæki eða útlagðan kostnað sem fer í hvert og eitt verk. Notendur appsins eiga mjög auðvelt með að sjá yfirlit yfir allar skráningar sínar fyrir daginn, vikuna eða mánuðinn og því minnkar verulega sú hætta, að skráningar gleymist. Einnig er hægt að fá yfirlit yfir öll opin verk eða skoða eldri lokuð verk og þannig getur notandi fengið gott yfirlit yfir það sem áður hefur verið gert.“

Það eina sem þarf er snjallsími. „Auðvelt er að taka myndir með snjallsímanum og hengja á verkið. Hvort sem það er mynd af sölureikningum á aðkeyptu efni eða útlögðum kostnaði, mynd af framvindu verks eða annað sem þarf að mynda í tengslum við verkið,“ segir Guðmundur Ingi.

„Appið getur skannað strikamerki með myndavél snjallsímans til að flýta fyrir skráningum en einnig er auðvelt að leita í söluskrá eftir vörunúmeri og/eða vörulýsingu í söluskrá félagsins svo skráningar séu einfaldar og fljótlegar. Appið vistar GPS-staðsetningar á hverri skráningu ef notandi heimilar slíkt sem hægt er að skoða á korti.“

Einfalt og öruggt utanumhald.

Auðveld og skýr yfirsýn

Þá nýtist appið verkstjórum við gerð reikninga. „Verkstjóri getur úthlutað verkum á starfsmenn, sent þeim skilaboð og séð yfirlit yfir nýtingu þeirra. Verkstjóri getur einnig yfirfarið og lagfært skráningar, yfirfarið kostnað og arðsemi verksins áður en endanlegur sölureikningur er gefinn út. Við útgáfu sölureiknings sendist hann sjálfkrafa sem rafrænn reikningur með eða án sundurliðunar á skráningum verksins sem viðhengi við reikninginn. Reikninginn er auðvitað einnig hægt að senda sjálfkrafa sem PDF-skjal með tölvupósti eða prenta út og senda með dýrum og seinlegum sniglapósti eins og áður.“

Enn fremur er hægt að nota appið til þess að reikna út laun. „Launakerfið í STÓLPA fær jafnframt yfirlit yfir skráða tíma hjá hverjum starfsmanni og reiknar laun hans í samræmi við samning hans, hvort sem starfsmaður er á tímakaupi, í mælingakerfi eða á föstum launum.“

Appið verður tilbúið á komandi vormánuðum.