Veiðifélagar Fish Partner er skemmtilegur félagsskapur veiðimanna. Veiðifélagar fá árskort í fjölda veiðivatna auk afsláttar af fleiri veiðileyfum, fjölbreyttum vörum og þjónustu.

Veiðifélagar er nýjung hjá Fish Partner, ferðaskrifstofu sem sérhæfir sig í veiðiferðum. Með því að gerast veiðifélagi fær fólk ýmiss konar fríðindi. Árgjald veiðifélaga er 6.000 krónur og fyrir það fá veiðifélagar árskort í tólf vötn víðs vegar um landið.

„Það fylgja líka ýmis auka fríðindi því að gerast veiðifélagi. Veiðifélagar fá meðal annars betra verð á veiðileyfum annars staðar. Þegar veiðifélagar kaupa veiðileyfi í gegnum vefverslun Fish Partner, safna þeir líka veiðikrónum sem hægt er að nýta upp í veiðileyfi annars staðar,“ segir Kristján Páll Rafnsson, forstjóri Fish Partner.

Auk afsláttar af veiðileyfum veitir fjöldi fyrirtækja veiðifélögum afslátt af vörum og þjónustu.

„Veiðifélagar fá afslátt á yfir 100 stöðum. Til dæmis á veitingastöðum, hótelum og ýmiss konar fyrirtækjum. Þetta eru mjög fjölbreyttir afslættir, frá kajakferðum yfir í afslátt hjá fatahreinsun í Reykjavík,“ segir Kristján.

„Veiðifélagar fá líka forgang á öll námskeið hjá íslensku fluguveiðiakademíunni sem er skóli innan félagsins. Við erum einnig með skipulagðar ferðir fyrir veiðifélaga á veiðisvæði. Þar er yfirleitt fararstjóri og oft erum við með grillara. Þetta eru mjög skemmtilegar ferðir og nokkrar slíkar eru á dagskrá í sumar. Einhverjar eru orðnar uppseldar en það er laust pláss í nokkrar. Við hittumst líka stundum yfir vetrartímann og leigjum sal. Þá er oft mikið húllumhæ.“

Mikil aðsókn

Kristján segir að það sé mikil aðsókn í veiðifélagið. Fjölmargir hafa skráð sig og þeim fjölgar daglega.

„Við tökum á móti ferðagjöfinni. Það er mjög auðvelt að nota hana í bókunarkerfinu hjá okkur. Þegar þú notar hana upp í árgjaldið þá borgar þú bara 1.000 krónur á milli,“ útskýrir hann.

Árgjaldið gildir fyrir einn fullorðinn en börn veiða frítt með fullorðnum í veiðifélagavötnunum.

Kristján segist hafa haft hugmyndina um veiðifélaga á teikniborðinu í nokkur ár, en þegar COVID skall á vannst loks tími til að hrinda henni í framkvæmd.

„Það getur sparað fólki fullt af peningum að vera veiðifélagi. Veiðifélagar eru meðlimir í einum stærsta vildarklúbbi landsins. Svo er þetta líka svo skemmtilegur félagsskapur.“ ■

Nánari upplýsingar á fishpartner.is/veidifelagar/

Hægt er að safna sér veiðikrónum þegar keypt eru veiðileyfi.