„Síðustu ár hefur Múlalundur vinnustofa SÍBS lagt sífellt meiri áherslu á þjónustu við fyrirtæki með umsjón ýmissa verkefna sem fyrirtæki þurfa að láta framkvæma og henta starfsgetu starfsfólks Múlalundar. Einnig hefur sala á áletruðum dagbókum, minnis- og fundabókum aukist verulega,“ segir Sigurður Viktor Úlfarsson, framkvæmdastjóri Múlalundar.

Varmá bókaútgáfan sameinast Múlalundi

Nú hefur Varmá bókaútgáfa sameinast Múlalundi. „Varmá hefur til fjölda ára gefið út afar vinsælar dagbækur, funda- og minnisbækur. Um er að ræða innbundnar bækur í ýmsum stærðum og litum með og án teygju. Á hverri síðu eru mikilvægar upplýsingar ásamt skemmtilegum málsháttum sem lífga upp á daginn. Við hjá Múlalundi höfum lengi haft þessar veglegu og fallegu dagbækur frá Varmá til sölu hjá okkur, en einnig dagbækur frá öðrum framleiðendum.

Bækurnar góðu þekkja margir enda afar vinsælar og fást í mörgum litum.

Þessi nýja starfsemi Múlalundar mun skapa aukna vinnu fyrir okkar starfsfólk, en eins og margir vita starfa hjá Múlalundi einstaklingar með skerta starfsorku. Starfsemi Múlalundar er mikilvægur hlekkur í því að veita þessum hópi fólks tækifæri til atvinnu og að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.

Það þekkja líklega flestir þessar bækur í sjón, enda eru þær seldar í þúsundatali á ári hverju í verslunum um allt land. Mörg fyrirtæki kaupa þær fyrir starfsfólkið, og sum láta enn fremur áletra nafn fyrirtækisins og heiti starfsmanns á bækurnar. Það fylgir því töluvert gagnaöryggi að útvega starfsfólki sérmerktar minnisbækur enda minnkar það líkurnar á því að bókin fari á flakk innan fyrirtækisins eða utan. Sum fyrirtæki sem vilja gera vel við kúnnahóp sinn hafa líka keypt dagbækurnar sem gjafir til viðskiptavina,“ segir Sigurður.

Fjölbreytt úrval dag- og minnisbóka

„Nú eru á leið til landsins dagbækur fyrir árið 2023 og eru mörg fyrirtæki þegar byrjuð að panta sína árlegu sendingu. Brynjólfur Schram, sem hefur séð um starfsemi Varmár undanfarin ár, verður okkur til halds og trausts fyrstu árin á meðan við tökum við starfsemi Varmár, svo allt gangi nú smurt fyrir sig. Fyrirtæki geta því komið hingað á Múlalund og keypt sinn árlega skammt af dagbókunum góðu, og enn fremur látið okkur áletra þær. Við verðum að sjálfsögðu með aðrar vinsælar dagbækur til sölu á Múlalundi og bjóðum áfram upp á þann kost að letra á þær einnig. Þau fyrirtæki sem hafa keypt þær dagbækur af okkur munu geta gert það áfram.

Þessi nýja starfsemi Múlalundar mun skapa aukna vinnu fyrir okkar starfsfólk, en eins og margir vita starfa hjá Múlalundi einstaklingar með skerta starfsorku. Starfsemi Múlalundar er mikilvægur hlekkur í því að veita þessum hópi fólks tækifæri til atvinnu og að leggja sitt af mörkum til samfélagsins.“

Múlalundur leggur sífellt aukna áherslu á verkefni sem unnin eru fyrir fyrirtæki.

Fyrirtækjaþjónusta Múlalundar

Múlalundur hefur til nokkurra ára boðið upp á ýmsa þjónustu fyrir fyrirtæki og stofnanir. „Við erum sífellt að leggja aukna áherslu á þennan þátt starfsemi okkar, það er, verkefni sem við vinnum fyrir fyrirtæki. Við bjóðum í dag upp á afar fjölbreytta þjónustu sem gerir fyrirtækjum kleift að einblína á reksturinn frekar en handavinnuna. Við framleiðum sérsniðnar vandaðar matseðlakápur fyrir veitingastaði, sérmerkta bréfpoka, áletrum á dag- og minnisbækur og margt fleira.

Í mörgum tilfellum sjáum við um strikamerkingar á varningi, einnig pökkum við inn eða endurpökkum, límum upplýsingar eða merkingar á vörur eða pakkningar og margt fleira. Sum fyrirtæki flytja inn vörur og þá þarf oft að strikamerkja þær eða merkja þær með íslenskum leiðbeiningum, sem við gerum með glöðu geði. Einnig höfum við tekið að okkur að raða í umslög ýmsum bæklingum og öðrum varningi til dæmis fyrir bankana, upplýsingabæklingum og fleiru sem fylgir rafmagnshleðslustöðvum og margt fleira.

Starfsfólk Múlalundar sér um frágang pantana fyrir Ávaxtabílinn.

Þá sjáum við um frágang pantana fyrir Ávaxtabílinn sem útvistaði til okkar þeim hluta starfseminnar hjá sér, svo fátt eitt sé nefnt.

Það er um að gera fyrir fyrirtæki að hafa samband við okkur þegar tímafrek verkefni af þessu tagi koma upp. Við tökum við þeim með glöðu geði. Þetta skapar enn fleiri og fjölbreyttari störf fyrir fólk með skerta starfsorku á Múlalundi.“

Einfaldasta samfélagsverkefni fyrirtækja

Múlalundur hefur frá árinu 1959 verið rekinn af SÍBS með stuðningi Happdrættis SÍBS. Á Múlalundi hafa þúsundir einstaklinga með skerta starfsorku fengið annað tækifæri á vinnumarkaði. „Með því að versla við Múlalund og kaupa vörur og þjónustu af okkur, styrkja fyrirtæki enn fremur mikilvæga samfélagsstarfsemi. Hjá okkur starfa dugmiklir einstaklingar sem í kjölfar slyss eða heilsubrests hafa þurft að takast á við andlega eða líkamlega fötlun eða veikindi. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer 8 tekur til þess að vinna skuli vera „í boði fyrir alla, þar á meðal ungt fólk og fatlað fólk“.

Æskilegast er að samfélagsleg ábyrgð sé fléttuð inn í hefðbundna starfsemi fyrirtækja. Þegar fyrirtæki kaupa rekstrarvörur, dagbækur eða aðra þjónustu hafa þau val um að kaupa þær af Múlalundi vinnustofu SÍBS, og stuðla þannig að fjölbreyttum störfum fyrir fólk með skerta starfsorku. Við segjum stundum að það að panta vörur af Múlalundi sé einfaldasta samfélagsverkefnið. Þetta eru vörur sem þarf hvort eð er að kaupa inn og svo koma þær með sendibíl daginn eftir. Með því að versla við Múlalund lætur fyrirtækið gott af sér leiða í leiðinni,“ segir Sigurður.

Störfin á Múlalundi eru sífellt að verða fjölbreyttari með nýjum verkefnum.

Varmá komin heim

„Það er ánægjulegt að bókaútgáfan Varmá, sem í upphafi var stofnuð í Mosfellsbæ og dregur nafn sitt af ánni okkar sem rennur hérna neðan við lóðina, sé nú aftur komið heim.

Við hlökkum til að þjónusta viðskiptavini Varmár sem munu hjálpa okkur að skapa mikilvæg störf á Múlalundi.“

Á Múlalundi vinnustofu SÍBS er glæsileg verslun á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ. Hægt er að skoða úrvalið á mulalundur.is. Sími 562- 8500.