Leifur Dam Leifsson stofnaði sérverslunina GG Sport til að bjóða Íslendingum upp á virkilega svala útivistarverslun með spennandi og vandaðar vörur. Þar fást útvistarvörur fyrir allar mögulegar þarfir, meðal annars einir vinsælustu gönguskór landsins.

„Nú er kominn sá tími árs þar sem fólk fer að ferðast um landið og þá skiptir að sjálfsögðu máli að vera vel skóaður. Við bjóðum upp á hefðbundna gönguskó sem duga um árabil. Langvinsælasti skórinn hjá okkur er AKU Superalp og ég held að hann sé vinsælasti gönguskórinn á Íslandi,“ segir Leifur. „Þessir skór lögðu líka grunninn að því að gera AKU að einu vinsælasta skómerkinu á Íslandi, en lægri og léttari útgáfur af AKU skóm hafa notið sömu vinsælda.

GG Sport býður upp á ýmsar gerðir af gönguskóm sem endast árum saman. AKU Superalp eru þeir allra vinsælustu.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Í gegnum tíðina höfum við haft það að leiðarljósi að bjóða einfaldlega upp á AKU gönguskóna sem valkost. Við höfum alltaf hvatt fólk til að fara á alla staði til að prófa sig áfram og finna réttu skóna, því það sem hefur skipt okkur mestu máli er að fólk finni rétta parið af skóm, ekki að það finni endilega skó hjá okkur,“ segir Leifur. „En það vill svo skemmtilega til að yfirleitt kemur fólk aftur, þannig að við bjóðum greinilega skó sem eru réttir fyrir marga.“

Úrval en enginn óþarfi

„Við bjóðum upp á úrval af skóm fyrir fólk á öllum aldri,“ segir Leifur. „En á sama tíma viljum við ekki bjóða upp á of margar gerðir, því það þarf ekkert margar ólíkar gerðir til að mæta aðstæðum á Íslandi. Við viljum ekki flækja hlutina að óþörfu og bjóðum því bara réttu gerðirnar.

Góðir skór geta skipt sköpum í útivist. Starfsfólk GG Sports hjálpar hverjum og einum að finna réttu gerðina fyrir sig.

Það er í góðu lagi þó að fólk viti ekki hvað það vill þegar það kemur til okkar, því við getum hjálpað fólki mikið við að velja rétt par af skóm,“ segir Leifur. „Við erum fljót að átta okkur á þörfum fólks og vísa því í rétta átt, því starfsfólk GG Sports hefur mikla þekkingu á vörunum sem við seljum. Fyrir vikið getur fólk komið til okkar og treyst því að fá skó sem munu þjóna því vel í íslenskum aðstæðum til lengri tíma, án þess að það sé flókið.

Þekking starfsmanna skiptir miklu máli af því að skótækninni fleygir fram. Í dag eru leðurskór ekki bara leðurskór, heldur hafa þeir fullt af aukahlutum og búa oft yfir mörgum flóknum eiginleikum sem saman gera skóinn frábæran,“ segir Leifur. „Það skiptir til dæmis mjög miklu máli hvað gerist í miðsólanum, sem er á milli innleggsins og sólans sjálfs, þegar maður gengur. Þetta er algjört lykilatriði, því þangað fer allt álagið. Fáir gera sér grein fyrir þessu og skósölumenn skortir oft þekkingu á því af hverju skórnir samanstanda og hver hugsunin er á bak við þá. Við pössum hins vegar vel að halda öllu svona til haga.“