Í Húsasmiðjunni er hægt að fá vandaðar rafmagnsvespur sem henta ólíkum þörfum og aldurshópum. Fyrirtækið hefur fært út kvíarnar í sölu á vespum og býður fólk velkomið að koma og skoða úrvalið í fimmtán verslunum um allt land.

„Við erum komin með frábæra vöru sem við erum tilbúin að bjóða landanum,“ segir Egill Björnsson, sem vinnur á vörustýringarsviði. „Við erum komin í samstarf við fyrirtækið Enox, sem er með stærstu verksmiðju fyrir tvíhjóla farartæki í heimi og framleiðir Yadea-hjól. Þar tryggir þýskt-kínverskt samstarf hágæða framleiðslu og ótrúlega hagstætt verð. Okkur bauðst samstarf við Enox um að selja þessi farartæki hér á landinu og slógum til og það hefur gengið mjög vel. Við höfum ekki selt þessi farartæki áður og erum því að færa út kvíarnar á þessu sviði.“

Frábær hjól og flott útlit

„Við erum bæði með EM-215 og nýjar V7-vespur frá Enox, sem henta ólíkum aðilum. EM-215 er skráningarskylt og hefur hámarkshraðann 45 km/kls. en V7 er minni og takmörkuð við 25 km/klst. hraða og hentar því unglingum betur,“ segir Egill.

„Þetta eru frábær hjól. V7-vespan er með flott útlit, hún er þægileg og meðfærileg og rafhlöðurnar hafa góða drægni og endast vel. Hjólið hefur allt að 80 km drægni og rafgeymirinn endist að lágmarki í 800 hleðslur. Það tekur bara um 3-4 tíma að ná fullri hleðslu, þannig að þetta er hentugt fyrir fólk á ferðinni,“ útskýrir Egill. „Þetta hjól er nýkomið af færibandinu og það er skemmtilega stíliserað, vandað og flott og við erum rosa spennt að sjá hvernig því verður tekið.

EM-215 er ekki glæný græja, en það er hefðbundin og vönduð, flott vespa á frábæru verði sem við höfum mikla trú á. Hjólið hefur allt að 60 km drægni og rafgeymirinn endist í minnst 1.000 hleðslur. Það er hægt að ná 80% hleðslu á 1-2 tímum, en 100% hleðsla næst á á 3-4 tímum,“ segir Egill. „Vespan hentar ekki fyrir hraða umferð, en við sjáum fyrir okkur að hún henti vel í miðbænum og gæti verið snilld í minni bæjarfélögum þar sem hraðinn er minni og vegalengdir eru styttri en fólk vill komast leiðar sinnar á öruggan og skilvirkan máta. Bæði hjólin ganga fyrir rafmagni, þannig að þetta eru græn farartæki. Þróunin er í þá átt í heiminum og við viljum ekki bara taka þátt heldur vera leiðandi í þeirri þróun,“ segir Egill.

„Við erum með verslanir á fimmtán stöðum um allt land, þannig að sama hvar þú ert á landinu á að vera auðvelt að kíkja til okkar.“

Sjá nánar á husa.is