Ákveðin svæði líkamans eru útsettari fyrir þrýstingssárum en önnur. Virkni Repose byggist á því að dreifa þrýstingi jafnt á þann hluta líkamans sem varan er notuð á.

Vöruúrvalið samanstendur meðal annars af yfirdýnum, fótahlífum og mismunandi tegundum af sessum sem henta til notkunar bæði á sjúkrastofnunum og í heimahúsum. Vörurnar eru gerðar úr teygjanlegu plastefni og kemur áferðin á því í veg fyrir tog og núning.

„Repose býður upp á gæðavörur sem eru einfaldar í notkun og á góðu verði en jafnframt hefur verið sýnt fram á virkni varanna með fjölda klínískra rannsókna. Vörunum er pakkað í pumpu sem notuð er til að fylla þær af lofti og eru þær því tilbúnar til notkunar innan nokkurra sekúndna. Repose vörurnar hafa verið notaðar erlendis til fjölda ára við góðar undirtektir og eru nú loksins fáanlegar á Íslandi,“ segir Sigríður Hulda Árnadóttir, viðskiptastjóri hjá Icepharma.

Repose er 100% niðurgreitt af Sjúkratryggingum Íslands fyrir þá einstaklinga sem eiga rétt á.

Hægt er að skoða Repose vörurnar á vörutorgi Icepharma, vorutorg.icepharma.is.

Fyrir frekari upplýsingar er hægt að hafa samband við Sigríði í gegnum netfangið sigridurh@icepharma.is.

Repose yfirdýna en einnig er hægt að fá sessur í nokkrum gerðum.