Arna segir að þótt hún hafi ekki verið orðin ársgömul þegar ofnæmisins varð fyrst vart hafi það ekki verið fyrr en árið 2019 sem hún gekkst undir stórt ofnæmispróf sem beindist sérstaklega að innihaldsefnum í hreingerningar- og snyrtivörum. „Þá kom í ljós að ég er með ofnæmi fyrir innihaldsefnum sem finnast í allflestum hreingerningarefnum og snyrtivörum. Samkvæmt læknisráði þurfti ég því að yfirfara allar snyrtivörur og hreinlætisvörur á heimilinu. Læknirinn benti mér á að ég gæti notað þvottaefni frá Sonett svo að ég fór rakleitt í verslun og keypti nokkrar tegundir, auk þess sem ég keypti handsápu og uppþvottalög úr sama merki. Það voru mín fyrstu kynni af Sonett-vörunum,“ segir hún.

Jákvæð reynsla

Arna segist hafa fundið fljótt jákvæðan mun á húðinni eftir að hún fór að nota Sonett-vörurnar. Það varð til þess að hún ákvað að prófa fleiri vörur frá vörumerkinu. „Ég nota núna eingöngu handsápur, uppþvottalög, þvottaefni og hreingerningarefni fyrir heimilisþrif frá Sonett. Ég nota fyrst og fremst vörurnar úr Sensitive-línunni þar sem ég þarf að varast ilmefni vegna snertiofnæmis, en ég er einnig farin að nota þvottaefni og handsápur með lavender-ilminum og virðist þola það vel,“ segir hún.

Lavender þvottaefni fyrir allan þvott.

Sonett-vörurnar eru vottaðar mildar sápur og hreinsiefni. Þær brotna 100% niður í náttúrunni ásamt því að vernda náttúrulegar vatnsauðlindir sem eru undirstaða lífs. Hráefnin eru unnin úr jurtum og steinefnum og innihalda engin ensími. Sonett er þýskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur það að leiðarljósi að vera 100% umhverfisvænt og umhyggjusamt gagnvart náttúrunni. Fyrirtækið er með allar bestu mögulegu vottanir sem hægt er að fá á hreinlætisvörur. Sonett hefur verið brautryðjandi í þvotta- og hreinsiefnum úr lífrænt ræktuðum hráefnum frá því árið 1977.

Arna segist ekki fyrr hafa kynnst heilli vörulínu sem henti henni sérstaklega og hafi hún þó prófað ýmislegt. Hún hafði lengi leitað að vörum sem hentuðu þeim sem ættu við sama vandamál og hún að etja.

Sensitive línan sérstaklega fyrir þá sem að hafa ofnæmi og viðkvæma húð.

Gott fyrir alla fjölskylduna

Arna útskrifaðist úr vöruhönnun frá LHÍ árið 2009 en undanfarið hefur hún starfað sem löggiltur fasteignasali. Hún segist vera mikill umhverfissinni auk þess sem hún hefur mikinn áhuga fyrir allri hönnun. „Það hefur alveg reynst mér erfitt að finna umhverfisvænar vörur og það gleður mig að hafa loksins fundið það sem hentar mér og minni fjölskyldu,“ segir hún en Sonett-vörur henta öllum þeim sem eru með viðkvæma húð. Arna er í sambúð og móðir tveggja barna.

Mýkjandi handsápa með lavender lykt.

„Mér finnst Sonett-vörurnar mjög góðar vörur fyrir utan að þær henta vel fyrir exemið og ofnæmið hjá mér. Mér finnst þvottaefnin góð og gallsápan hefur gert töfra fyrir blettótt föt af börnunum mínum. Einnig finnst mér lyktin af hreingerningarefnunum frá Sonett betri en sú sem ég er vön af sambærilegum efnum en vörurnar innihalda lífrænar ilmkjarnaolíur. Við reynum að velja umhverfisvæna kosti, nota bílinn sparlega, minnka matarsóun, kaupa föt í hófi, nota fjölnota þar sem því er komið við og svo erum við mjög dugleg í endurvinnslu á heimilinu,“ segir hún.

Uppþvottalögur.

100% umhverfisvænt

Hreingerningarvörur frá Sonett innihalda eingöngu hreinsiefni unnin úr jurtahráefnum og eru þess vegna 100% niðurbrjótanlegar í náttúrunni. Í Sonett-línunni eru allar þær hreinlætisvörur sem þarf fyrir heimilið, þvottinn, sumarhúsið eða vinnustaðinn. Við framleiðsluna á Sonett eru hvorki notuð rotvarnarefni, ilmefni né kemísk litarefni. Vörurnar innihalda heldur ekki ensím og yfirborðsvirk efni og bleikiefnin eru án klórs. Vegna þessarar samsetningar á innihaldsefnum er 100% niðurbrot á Sonett-vörunum í náttúrunni og þær skaða þá hvorki jarðveg, ferskvatn né sjó.

Sonett vörur fást í Nettó, Fjarðarkaup, Hagkaup, Melabúðin, Húsasmiðjan-Blómaval, Matarbúr Kaju og Heilsuveri.

Gallsápa fyrir erfiða bletti.
Sóthreinsisprey fyrir yfirborðsfleti.
Yfirborðs alhreinsir - Einnig fyrir gler og spegla.
Þvottefni fyrir íþrótta- og útivistarföt.