Um námið segir hann: „Með árunum hefur námið sífellt orðið öflugra. Við byrjuðum með átta daga grunnnámskeið sem kennd voru á ensku. Síðan fengum við bandaríska kennara, svo sem Roy Hunter og dr. Edwin Yager, til að halda námskeið í þáttameðferð, endurliti og Yager-meðferð. Árið 2016 kom svo út kennslubókin sem við notum núna á grunnnámskeiðinu, Listin að dáleiða,“ segir Ingibergur sem þýddi tvær bækur eftir Roy Hunter og gaf út með þessu nafni.

Ingibergur heldur áfram: „Grunnnámskeiðið varð mun öflugra þegar kennt var eftir þessari bók. Námið er afar skemmtilegt en um leið krefjandi þar sem nemendur byrja strax að æfa dáleiðsluinnleiðingar hver á öðrum. Ég tek líka alla sem koma á grunnnámskeið í meðferðartíma, bæði til að sýna þeim aðferðirnar og byrja það ferli að nemendur upplifa miklar og jákvæðar breytingar á námskeiðinu.“

Framhaldsnám í Dáleiðsluskóla Íslands hefur líka þróast mikið.

„Við kenndum upphaflega fjórar mismunandi aðferðir frá fjórum höfundum en með tilkomu bókarinnar Hugræn endurforritun, sem varð kennslubók framhaldsnámsins í fyrrahaust, varð til afar öflug meðferð, þótt hún byggist á hinum fjórum. Ég bætti líka við þekkingu sem hefur komið fram við rannsóknir taugavísindamanna undanfarin ár.“

Út fyrir kassann

Ingibergur heldur áfram:

„Hugræn endurforritun er meira en bara dáleiðsla, þótt dáleiðsluinnleiðingin sé vissulega lykill að undirvitundinni og þar með lækningunni,“ segir Ingibergur.

„Hugræn endurforritun byggir að miklu leyti á brautryðjendastarfi sálfræðinga og geðlækna sem hafa farið óhefðbundnar leiðir. Helstir þeirra eru sálfræðiprófessorinn dr. Edwin Yager og geðlæknarnir John G. Watkins og Colin A. Ross, en þeir eru höfundar Subliminal Therapy, Ego State Therapy og The Trauma Model,“ upplýsir Ingibergur.

Ingibergur er því næst spurður hverjir geti lært hugræna endurforritun.

„Þau sem ná bestum árangri er fólk með mikla lífsreynslu, fólk sem hefur þroskast í lífinu sjálfu og er opið,“ svarar hann.

Kraftaverk eftir pöntun

Ingibergur segir síðan:

„Dáleiðandinn Charles Tebbetts skrifaði bókina „Miracles on Demand“ eða „Kraftaverk eftir pöntun“, en Tebbettes var upphafsmaður þáttameðferðar. Ég hef einmitt upplifað í mínu starfi að þar verði oft kraftaverk þegar meðferðarþeginn losnar undan því fargi sem hefur gert líf hans óbærilegt árum eða áratugum saman. Þetta gerist reyndar svo oft að með tímanum verða kraftaverkin hversdagsleg.“

Hvaða vandamálum sinna klínískir dáleiðendur?

Aðspurður hverjir leiti helst til dáleiðenda svarar Ingibergur:

„Flestir koma í dáleiðslumeðferð þegar læknar, sálfræðingar, hugleiðsla og aðrar meðferðir hafa ekki getað leyst málin. Þá er dáleiðslumeðferð oftast síðasta stopp.“

Alvarleikinn sé oft í samræmi við það.

„Afleiðingar áfalla eru oft mikill kvíði og þunglyndi, sem og hvers konar fíkn, til dæmis spilafíkn, ástar- og kynlífsfíkn, sykurfíkn og svo framvegis. Margir koma líka til að losna við fælni og meðferðin virkar mjög vel á hvers konar fælni; flughræðslu, prófhræðslu, félagsfælni, ótta við að tala opinberlega og fjölmargt annað,“ greinir Ingibergur frá.

Klínískir dáleiðendur

Ingibergur segir að eftir að farið var að kenna samkvæmt bókinni Hugræn endurforritun hafi ótrúlega margir af útskriftarnemum úr Dáleiðsluskóla Íslands hafið störf sem klínískir dáleiðendur.

„Um það bil 80 prósent nemenda fara þessa leið, sumir í fullu starfi en aðrir í hlutastarfi. Reynslan í nágrannalöndunum hefur verið sú að eftir dáleiðslunámskeið snúi aðeins um fimm prósent nemenda sér að starfi við dáleiðslu,“ upplýsir Ingibergur og heldur áfram:

„Ég fylgi nemendum svo eftir þegar þeir fara að starfa við dáleiðslu, veiti þeim handleiðslu og er til halds og trausts. Þetta hefur gefið mjög góða raun og nú er hægt að komast til klínískra dáleiðenda víða um land, meðal annars á Egilsstöðum, Akureyri og í Reykjanesbæ, auk höfuðborgarsvæðisins. Hægt er að komast í samband við dáleiðendurna og panta tíma á daleidsla.is, þar sem flipinn „meðferð“ er valinn,“ útskýrir Ingibergur.

Hvernig er komist í dáleiðslunám?

Dáleiðsluskóli Íslands heldur að jafnaði tvö grunnnámskeið og eitt framhaldsnámskeið á ári, undir leiðsögn frábærra kennara. Námskeiðin eru afar krefjandi og fólk upplifir miklar breytingar á sjálfu sér og kynnist sér miklu betur.

Næsta grunnnámskeið hefst 15. október og næsta framhaldsnámskeið hefst 8. apríl 2022. Hægt er að bóka á síðunni daleidsla.is

Ingibergur segir nám við Dáleiðsluskóla Íslands vera krefjandi og að fólk upplifi miklar breytingar á sjálfu sér og kynnist sér miklu betur. MYND/ÁSTA KRISTJÁNSDÓTTIR

Hvaða vandamál er hægt að vinna með í meðferðardáleiðslu?

Það er hægt að vinna með ótal margt í meðferðardáleiðslu. Hér eru nokkur dæmi sem sum koma örugglega á óvart:

  • Afleiðingar áfalla

Við áföll virkjast kerfi í huganum sem valda því að minningar geymast á annan hátt en aðrar minningar. Mandlan (e. amgydala) stjórnar því að slíkar minningar verða skýrar og varanlegar. Það veldur því að áhrifin eru alltaf til staðar og valda meðal annars kvíða.

#MeToo-byltingin hefur orðið til þess að margir hafa stigið fram og sagt frá reynslu sinni. Átakanlegt er að heyra sögurnar og ekki síður að afleiðingarnar séu langvarandi og hafi mikil áhrif á lífið, löngu eftir atburðinn.

Aðrar afleiðingar áfalla eru til dæmi kvíði, þunglyndi, fíkn, frestunarárátta, svefnleysi og vefjagigt.

Með Hugrænni endurforritun er hægt að eyða þessum tilfinningum og leysa fólk undan farginu sem á því hvílir.

  • Fælni

Flughræðsla, lofthræðsla, félagsfælni og önnur fælni hverfa oftast alveg með þessari meðferð.

  • Ofnæmi

Reynsla er komin á meðferð við ofnæmi fyrir köttum, hundum og öðrum dýrum og fyrir frjókornaofnæmi og hefur meðferðin skilað mjög góðum árangri.

  • Mígreni

Í flestum tilfellum hefur reynst auðvelt að lækna mígreni með dáleiðslumeðferð.

  • Lesblinda

Hugræn endurforritun hefur gefist vel í meðferð lesblindu.

  • Verkir

Oftast er hægt að minnka króníska verki mikið.

Á síðunni daleidsla.is er hægt að bóka Hugræna endurforritun og klíníska dáleiðslu hjá fjölda klínískra dáleiðenda.