„Unbroken inniheldur vatnsrofið laxaprótein sem er unnið úr 100% náttúrulegum ferskum laxi frá Noregi,“ segir María Ögn Guðmundsdóttir, sölu- og markaðsstjóri Unbroken á Íslandi. „Þetta er frábær lausn fyrir alla þá sem vilja vera vissir um að vöðvarnir fái sína næringu og vilja halda góðri heilsu og góðum kropp út allt lífið. Unbroken er framleitt í Noregi, en aðaleigendur fyrirtækisins eru íslenskir. Unbroken hefur verið fáanlegt í þessu formi fyrir almennan markað í tæp tvö ár en rannsóknarferli og notkun á því hefur verið í gangi í mun lengri tíma. Unbroken er selt á alþjóðavísu og er komin mikil og góð reynsla á notkun vörunnar.

Unbroken er fyrir mig og þig, hinn almenna notanda og afreksíþróttafólk, en upphaflega sagan á bak við einstaka virkni Unbroken er sú að vísindamenn fundu þetta upp til að leysa næringarvandamál geimfara,“ segir María. „Það virkaði svo vel að það var farið að horfa til þess að nota þetta í læknisfræðilegum tilgangi og nú hafa verið gerðar miklar rannsóknir með vatnsrofið laxaprótein. Þær hafa leitt í ljós að þetta vinnur meðal annars gegn vöðvarýrnun hjá krabbameinssjúklingum og virkar vel fyrir sjúklinga sem stríða við meltingarvandamál eins og iðraólgu, erfiðleika í upptöku næringarefna og annað slíkt.“

Kemur næringunni til skila

„Amínósýrur sinna próteinmyndun í vöðvunum og Unbroken inniheldur þessar 20 lífsnauðsynlegu amínósýrur sem tengjast próteinmyndun í líkamanum og fimm aðrar sem gegna hlutverki í efnaskiptum líkamans,“ segir María. „Það sem tryggir einstaka virkni Unbroken er að það er náttúrulega formelt með ensímum frá ferskum laxi. Það gerir það að verkum að amínósýrurnar þurfa ekki að meltast í maganum og fyrir vikið hefst frásogið strax 5-10 mínútum eftir að þú drekkur, þá fer þetta út í blóðrásina og beint í vöðvana. Þannig getur fólk með 99,6% vissu verið öruggt um að fá allar nauðsynlegar amínósýrur, steinefni og vítamín úr Unbroken.

Unbroken inniheldur sjálfkrafa ýmis önnur góð vítamín og steinefni sem fylgja því að nota þá gæðavöru sem ferski laxinn er. Í einni töflu er til dæmis að finna 60% af ráðlögðum dagskammti af B-12 vítamíni og gott magn af sinki og seleníum, sem eru aðalvarnir ónæmiskerfisins,“ útskýrir María. „Síðast en ekki síst getur Unbroken haft góð áhrif á svefninn þar sem það inniheldur amínósýruna tryptófan sem er hvati í myndun melatóníns.“

Fólk dugar lengur

„Unbroken er fyrir afreksíþróttafólk, fólk sem stundar ýmiss konar hreyfingu, vinnur erfiðisvinnu, jafnt sem þá sem sinna einfaldlega daglegu amstri og einstaklega gott fyrir fólk á miðjum aldri sem vill viðhalda úthaldi í vöðvum en finnur að það er farið að hægjast á endurheimt í kerfinu,” segir María. „Unbroken bætir endurheimt, líkamlegan styrk og úthald, þú finnur síður fyrir harðsperrum, vöðvaþreytu og stirðleika og er einnig góður styrkur við ónæmiskerfið. Unbroken er með alþjóðlega gæðastimpilinn frá Informed Sport og fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á ólíkum notkunarhópum, eins og maraþonhlaupurum og öldruðum.“

Unbroken blandast í vatn

„Við mælum almennt með að fólk taki á bilinu 1-3 töflur af Unbroken á dag, gott er að stýra því í kringum hreyfingu dagsins, fá þér ýmist fyrir, á meðan eða eftir æfingu en Unbroken vinnur vel með þér í þinni hreyfingu og tekur ekki orku frá þér á meðan í meltingu. Einnig mælum við með því að taka Unbroken sem næringu hvern dag, t.d. að morgni og svo seinnipart dags eða fyrir svefn,“ segir María. „Unbroken er í töfluformi og þær leysast upp í vatni, gott er að brjóta töfluna til helminga svo þær leysist hraðar upp, en það skiptir ekki máli hversu mikið eða lítið vatn þú notar. Það er frískandi að setja þær í klakavatn eða í heitt vatn og fá sér sítrus te, því töflurnar hafa sítrusbragð.

Við erum með fjölmarga útsölustaði sem þú finnur á heimasíðunni okkar, www.unbroken.is. Þú getur einnig keypt Unbroken á vefsíðunni okkar og fengið sent heim, þar bjóðum við líka upp á magnafslátt, tíu töflur eru í hverjum stauk en hver drykkur kostar á bilinu 160-210 krónur, sem er frábært verð fyrir þessi einstöku gæði,“ segir María að lokum.