Aðaláhersla Nettóverslananna er „Lægra verð og léttari innkaup,“ að sögn Halls Geirs Heiðarssonar, „en í því felst að við leitum leiða til þess að einfalda innkaupin fyrir viðskiptavini okkar á besta verðinu og leggjum áherslu á ferskt og fyrsta flokks grænmeti og ávexti, lífrænar vörur sem og heilsuvörur. Kjötborð er enn fremur nafnið á kjötlínu Nettó, en við erum með fyrsta flokks og ávallt ómeðhöldlaðar, íslenskar, pakkaðar kjötvörur undir vörumerkinu Kjötborð,“ segir Hallur, sem hefur verið rekstrarstjóri hjá Nettó síðan 2013. „Þá hef ég verið hjá Samkaupum mun lengur, en ég hef verið viðloðandi Nettóvörumerkið síðan 1994.“

Samkaup rekur rúmlega 60 matvöruverslanir um allt land og keyrir á fjórum verslanakeðjum, það eru Nettó, Krambúðin, Kjörbúðin og Iceland. Verslanir Samkaupa eru staðsettar um land allt og Nettó er með verslanir allan hringinn, á öllum stærri stöðum.

Nettó í Sunnukrika er afar skemmtilega hönnuð búð með nóg af plássi. Viðskiptavinir í Mosfellsbæ hafa tekið versluninni fagnandi.
Eyþór Árnason

Nettó í Mosfellsbæ

Nettó í Sunnukrika í Mosfellsbæ var opnuð þann 4. júní síðastliðinn, en sú verslun hefur lengi verið í undirbúningi. „Viðskiptavinir í Mosfellsbæ hafa tekið versluninni afar vel. Verslunin er staðsett í glæsilegri nýbyggingu í Sunnukrika, undir heilsugæslustöðinni. Sölusvæðið í Nettó er 750 fermetrar og er þetta miðlungsstór búð. Hönnunin er þá bæði skemmtileg og opin. Þarna í kring er lítill kjarni með kjötbúð, apóteki og Atlantsolíu.

Aðaláhersla verslunarinnar er áfram á fyrsta flokks grænmeti og ávexti sem og lífrænar vörur og heilsuvörur. Þá erum við með nýbakað brauð sem við bökum á staðnum.“

Heilsudagar hefjast í Nettó 23. september og verður þá mikið húllumhæ í gangi í verslununum.
Eyþór Árnason

Nettó á grænum hosum

Nettóbúðin í Mosfellsbæ er önnur tveggja grænna Nettóverslana, en allar verslanir Nettó flokka enn fremur í lífrænt, pappa og almennt sorp. „Öll tæki og starfsemi verslunarinnar er með grænu skrefin í huga. Kælikerfið okkar er keyrt á koltvísýringi (CO2 ) í stað þess að keyra á öðrum kælimiðlum sem eru slæmir fyrir umhverfið. Koltvísýringur er umhverfisvænn kælimiðill og má nálgast víða. Að sama skapi eru öll kælitæki lokuð, sem kemur í veg fyrir óþarfa orkueyðslu. Við erum að sjá gríðarmikinn orkusparnað hjá þessari tegund kælitækja miðað við hefðbundnari tæki sem við erum með í öðrum verslunum. Þegar fram í sækir munum við vinna að því að skipta út öllum okkar kælitækjum fyrir þessa gerð kælitækja.

Næsta verkefni hjá okkur er verslun Nettó í Grindavík, þar sem ætlunin er að gera verslunina algerlega græna. Þetta er skemmtileg þróun sem mun halda áfram í hvert sinn sem tækifæri gefst og þegar verslanir þurfa uppfærslu.“

Allir kælar í Sunnukrika ganga á umhverfisvænum koltvísýringi.
Eyþór Árnason

Græn skref gegn matarsóun

Nettó hefur vakið athygli á landsvísu fyrir sitt framtak í að sporna gegn matarsóun. „Í stað þess að henda vörum á síðasta söludegi gefa allar Nettóverslanir stighækkandi afslátt eftir því sem nær dregur síðasta neyslu- eða söludegi. Viðtökur við þessu framtaki hafa verið gífurlega góðar og fara þessar vörur alltaf strax, um leið og afsláttarmiðinn er settur á þær. Þannig forðum við þessum vörum frá því að enda í ruslinu.“

Nettó er þekkt fyrir frábært vöruúrval af heilsuvörum og lífrænum vörum.
Eyþór Árnason

Það má geta þess að Nettó er að detta inn í Heilsudaga. „Heilsudagar hefjast fimmtudaginn 23. september og verður mikið húllumhæ í gangi í verslunum okkar í tilefni þess.“

Nettó í Nóatúni

Verslun Nettó var svo opnuð í Nóatúni þann 23. júní. „Það tók ekki nema sex daga að gera verslunina tilbúna til opnunar, enda var þetta töluvert öðruvísi verkefni en í Mosfellsbæ. Við fengum búðina svo til upp í hendurnar, enda hafa matvöruverslanir áður verið reknar í húsnæðinu. Sölusvæðið er um 500 fermetrar og því er búðin aðeins minni en flestar Nettóbúðir. Vöruúrvalið er þó gott og á staðnum er bakarí. Viðskiptavinir geta því fengið allar okkar helstu áhersluvörur eins og ferskt grænmeti, lífrænar vörur, heilsuvörur, fyrsta flokks kjöt og nýbakað og ilmandi brauð.“

Það má geta þess að Nettó er að detta inn í Heilsudaga. „Heilsudagar hefjast fimmtudaginn 23. september og verður mikið húllumhæ í gangi í verslunum okkar í tilefni þess.“

Í Samkaupaappinu safnast 2% af öllum innkaupum sem inneign í búðunum.
Eyþór Árnason

Samkaup í símann

Nettóbúðirnar eru nítján talsins í dag og eru allar, ásamt netverslun Nettó hluti af Samkaupaappinu. Samkaupaappið er vildarvinakerfi sem allir viðskiptavinir Samkaupa hagnast á. „Samkaup reka verslanir um allt land og í fjórum keðjum, það eru Nettó, Kjörbúðin, Krambúðin og Iceland. Appið okkar er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og í fyrsta sinn safna viðskiptavinir inneign í verslanir Samkaupa. Þú færð 2 prósent af öllum innkaupum sem safnast saman í inneign, sem má svo nota í öllum verslunum Samkaupa. Vikulega eru sértilboð í appinu sem gefa notendum aukaafslátt. Appið heldur enn fremur utan um allar kvittanir viðskiptavina og auðveldar þeim allt utanumhald.“

Opnunartími verslana Nettó í Sunnukrika í Mosfellsbæ og Nóatúni í Reykjavík er frá kl. 10-21 alla daga. Nettó á Granda og í Mjódd eru opnar allan sólarhringinn en allar upplýsingar um opnunartíma má finna á Netto.is. Einnig er þar hægt að versla í netverslun Nettó sem er opin allan sólarhringinn.