Mjög batnandi ástand er í Valencia-héraðinu á Spáni með tilliti til veirunnar, og er fólk orðið mun meira frjálst ferða sinna. Veitingastaðir og barir eru nú opnir til klukkan 22 á kvöldin og von er á enn frekari opnunum 9. maí. Allir golfvellir eru opnir sem og strandir, og að sjálfsögðu virða allir grímuskylduna. Helgafell Rentals býður upp á glæsilegar leiguíbúðir í Allegra-klasanum við Quesada á Spáni. Þessi heillandi bær er staðsettur í Valencia-héraði við suðausturströnd Spánar, í kortersakstri frá einni glæsilegustu strandlengju Spánarveldis, Costa Blanca, sem upp á íslensku merkir Hvíta ströndin. „Við erum hér í faðmi Miðjarðarhafsins, hitinn er kominn upp í 20°C í forsælu, sólin skín alla daga og sjórinn er orðinn 13°C heitur. Megináhersla okkar er að þjónusta Íslendinga sem vilja komast í sólina, og það gerum við með brosi á vör,“ segir Ólafur Þórarinsson, hótelstjóri Helgafells Turistic Apartments.

Íbúðirnar er hægt að leigja allt árið um kring en að sögn Ólafs er háannatíminn yfir sumarið, þegar Íslendingar taka út sumarleyfin. „Spánverjar frá Norðurhéruðunum koma hingað til að sleikja sólina allt árið um kring,“ segir Ólafur.

Hvíta ströndin, eða Costa Blanca, við Miðjarðarhafið heillar margan ferðalanginn enda eru baðstrendurnar þjóðarstolt Spánverja sem kappkosta að halda þeim ávallt hreinum og bjóðandi fyrir gesti.

Glæsilegar lúxusíbúðir

Íbúðir Helgafells eru 20 talsins, allar 2-3 herbergja, yfir 100 fermetrar að stærð og fallega innréttaðar. Um er að ræða tvö tveggja hæða hús með átta íbúðum hvort um sig, sem og parhús á tveimur hæðum með tveggja herbergja íbúð. Þá eru eignirnar allar gríðarlega vel útbúnar með fullkominni eldunaraðstöðu, fríu wi-fi og sjónvarpi með fjöldanum öllum af sjónvarpsrásum, þar á meðal RÚV.

Íbúðir Helgafells eru allar rúmgóðar, fallega innréttaðar og vel útbúnar með eldunar­græjum, fríu interneti og sjónvarpi. Þá er nóg af bílastæðum.

Allar íbúðir eru útbúnar glæsilegu útisvæði. Á jarðhæðum eru heillandi flísalagðir sérgarðar með fallegum útihúsgögnum og á efri hæðum eru svalir. Þá er einnig firnastór þakverönd úthlutuð hverri íbúð á efri hæðum. Í Allegra-klasanum eru þrjár sundlaugar sem gestum Helgafells er frjálst að nýta að vild, en hús Helgafells eru staðsett við stærstu laugina. Þá er nóg af bílastæðum enda er það vinsælt hjá gestum að leigja sér bílaleigubíl og ferðast um þetta gífurlega fallega svæði, kíkja á ströndina niðri við Miðjarðarhafið, skella sér í golf eða í vatnsrennibrautagarð.

Á svæðinu eru þrjár laugar og hús Helgafells eru staðsett við þá stærstu. Gestum er þó velkomið að nýta sér allar þrjár laugarnar.

„Nú er næstum ár síðan ég flutti alfarið hingað til Spánar og bý ég í göngufjarlægð frá Helgafelli. Við leggjum áherslu á að vera til taks fyrir gesti okkar og kappkostum að þjónustan sé eins persónuleg og ánægjuleg og hægt er. Þá hjálpum við fólki að finna eitthvað að gera eða skoða, mælum með innlendum ferðaskrifstofum sem bjóða upp á fjölbreyttar menningar- og skemmtiferðir og margt fleira. Við erum svo fús til þess að svara öllum þeim spurningum sem vakna fyrir dvölina og meðan á dvölinni stendur,“ segir Ólafur.

Allar íbúðir eru útbúnar sér útisvæði, á neðri hæðum er flísalagður garður og á efri eru svalir. Einnig er þakverönd fyrir hverja íbúð fyrir sig.

Hvíta ströndin í seilingarfjarlægð

Costa Blanca er 200 kílómetra löng og spannar Miðjarðarhafsströnd Spánar frá Denia til Pilar de la Horada. Þar er að finna aragrúa stranda af öllum stærðum og gerðum. „Ströndin er í stuttri akstursfjarlægð frá Helgafellsíbúðunum og á tíu mínútum geturðu ekið til Torrevieja og fundið eitt vinsælasta strandsvæði á Spáni. Einnig er hellingur af ströndum í námunda við Guardamar del Segura. Strandgestir geta valið um að koma sér fyrir á hljóðlátri strönd með lautarferðarteppi og nesti eða leigja sólbekki á fjörugri strandlengju með alla þjónustu innan handar, fjölda verslana, veitingastaði, bari og alls konar afþreyingu og vatnasport.“

Strendurnar við Costa Blanca eru allt frá því að vera stórar ferðamannastrendur með spennandi vatnasporti og kokteilstöðum yfir í að bjóða upp á ró og næði fyrir þá sem vilja slaka á og hlusta bara á sjávarniðinn.

Heillandi miðbær

Quesada er heillandi bær með margt í boði fyrir ferðamenn. „Þar er lítil verslunargata sem Íslendingar hafa að sjálfsögðu nefnt Laugaveginn þar sem finna má ýmsa þjónustu, fjölda verslana, hárgreiðslustofur og fleira. Þar er aragrúi veitingastaða með fjölþjóðlegan mat. Einnig er í boði hefðbundin spænsk matargerð, en Spánverjar eru heimsþekktir fyrir matseld sína hvort sem um er að ræða tapasrétti eða sjálfan þjóðarréttin; paella.

Miðbærinn í Quesada er skemmtilegur og býður upp á allt sem ferðamannshjartað þráir. Menningu, mat, verslun og ýmislegt fleira.

Í bænum er einnig hjólaleiga mikið af skemmtilegum hjólaleiðum í kring. Þá er keilusalur og 18 holu minigolfvöllur sem er einn af þeim stærstu í Evrópu. Völlurinn er skemmtilega hannaður, iðar af lífi með streymandi lækjum og fossaskúlptúrum. Svo hafa gestir val um ýmsa súpermarkaði og matvöruverslanir sem selja dýrindis ferska matvöru fyrir þá sem hafa hug á að kynna sér frekar matseld héraðsins. Um þessar mundir er verið að opna gríðarstóran Go-Cart völl. Völlurinn hefur verið í smíðum í á annað ár og er nú á lokametrunum. Rétt hjá eru tvö heimsfræg vötn, annars vegar ferskvatn og hins vegar saltvatn þar sem er stunduð saltvinnsla og má þar oft sjá flokka af flamingóum. WHO (World Health Organisation) hefur gefið það út að í kringum vötnin sé eitt hið heilsusamlegasta loftslag í Evrópu.

Allt þetta er í stuttri göngufjarlægð frá Allegra-klasanum. „Svo má ekki gleyma verðinu, en hér í Quesada færðu morgunmat fyrir tvo á litlar 10 evrur, sem er ekki nema rétt um 1.500 krónur.“

Golfvellir

Helgafell við Quesada er mjög miðsvæðis þegar kemur að því að ferðast inn í land eða niður að sjó. Umferðin á svæðinu er eitthvað sem Íslendingar mættu taka sér til fyrirmyndar. Hér er einfalt að rata, umferðin er létt og er auðvelt að keyra á milli staða. Á svæðinu er að finna fjóra til fimm 18 holu golfvelli í hæsta gæðaflokki. „Vellirnir eru allir afar vel hannaðir og skemmtilegir og Íslendingar og Evrópubúar streyma niður eftir á vellina til að spila golf í sumarblíðunni. La Marquesa er í Rojales í 5 mínútna akstri frá Helgafelli. La Finca er næstur í um 15 mínútna akstri frá okkur. Svo kemur Las Colinas um 20 mínútur frá okkur. Compamanor er svo í 20-25 mínútna akstri frá Helgafelli. Allir eru þeir útbúnir golfskálum og í kringum La Finca er einnig fjöldi veitingastaða.“

Valencia er alger golfparadís. Fimm átján holu golfvellir eru á svæðinu og er á þeim boðið upp á frábæra afþreyingu fyrir byrjendur sem lengra komna.

Verslun

Svæðið býður upp á fjölbreytta verslunarmöguleika fyrir þá sem vilja nýta sér hagstætt verðlag Spánar. Til dæmis má nefna verslunarmiðstöðina La Zenia þar sem finna má fjölda tískuverslana, veitingastaða og leiktæki og svo er El Corte Ingles vöruhúsið þar sem finna má öll helstu vörumerki í fatnaði og fleiru.

Torgið í La Zenia verslunarmiðstöðinni er vinsælt hjá krökkunum.

Kastali og Paradís

Fyrir þá sem víla ekki fyrir sér að keyra í um klukkustund gegnum heillandi krákustíga fjallahéraðanna er alltaf gaman að koma í kastalann í Guadalest. Í kringum kastalann eru lítil hús með fallegum minjagripum og úr kastalanum er gífurlega fallegt útsýni yfir dalina. Einnig má skoða Algar-fossana í sömu ferð, en svæðið er að margra mati alger paradís á jörðu. Þá er tilvalið að koma með sundfötin og skella sér í vatnið.

Sveigjanleg bókun

„Það kemur mikið af fyrirspurnum frá Íslandi og er greinilegt að Íslendingurinn er orðinn mjög ferðaþyrstur. Eftir að bólusetningarferlið hófst finnur maður að vonir og áhugi hafa kviknað aftur hjá fólki. Það er farið að bætast verulega í bókanir hjá okkur og enn um sinn munum við halda ferlinu óbreyttu frá því sem hefur verið á faraldurstímanum. Fólk bókar hjá okkur og við tökum frá. Ef fólk kemst ekki út af einhverjum orsökum þá getum við fellt niður bókunina gegn vægu gjaldi. Við viljum gera allt sem við mögulega getum svo að fólk komist út í sólina í sumar.“

Bókunarsíða Helgafells er bæði einföld og þægileg og er auðvelt að finna hvað er laust og hvenær. „Vitaferðir hafa verið að bjóða upp á flugferðir beint til Alicante sem er næsti alþjóðaflugvöllur við okkur. Næsta flug er 1. maí og svo kemur önnur vél seinnipartinn í maí. Í júní eru áætlaðar fimm ferðir og svo fer þetta stigvaxandi eftir því sem á líður á sumarið og árið.“

Bókaðu núna á helgafellrentals.‌is. Upplýsingar í síma: 0034-684462451 og booking@helgafellrentals.com.