Verslunin Bóel leggur áherslu á fatahönnun frá Rundholz og Studiob3 sem hlotið hefur frábærar viðtökur hér á landi. Bóel selur líka sláandi flotta skó frá heimþekktum skóhönnuðum sem leggja mikið upp úr þægindum og töff útliti og eru ýmist handgerðir á Ítalíu eða í Þýskalandi.

Í haust bættist við þýska skómerkið Trippen sem margir þekkja.

„Þar sem fatalína Bóel er tímalaus fyrir konur sem vilja bæði vera töff og flottar hafa margar konur komið til okkar í Bóel íklæddar flottum Trippen-skóm sem passa sérstaklega vel við fatastílinn í Bóel. Því var engin spurning um að taka inn Trippen við mikinn fögnuð viðskiptavina,“ segir Þuríður Ottesen, eigandi verslunarinnar Bóel.

Einnig bættust við handgerðir skór frá austurríska skóframleiðandanum Puro.

„Hjá Puro er töffaraskapurinn í botni enda hafa margar konur sem koma inn í Bóel fallið fyrir þeim. Skórnir eru léttir og handsaumaðir úr Napa-leðri á Ítalíu. Það er einstaklega gaman að sjá Puro-skó mátaða því þeir láta ekki mikið yfir sér en eru sérstaklega fallegir á fæti og þægilegir,“ segir Þuríður innan um glæsilegt úrval eftirsótts skófatnaðar í Bóel.

„Lofina-skórnir hafa gjörsamlega slegið í gegn. Þeir eru dönsk skóhönnun sem er handgerð á Ítalíu. Eða eins og tryggur viðskiptavinur á besta aldri sagði: „Lofina eru ekki bara flottir skór heldur svo undur þægilegir að manni líður eins og í heimsins bestu íþróttaskóm,“ segir Þuríður en allir skór í Bóel eiga sammerkt að vera vandaðir og þægilegir.

„Falleg skóhönnun er eins og listmunur og skófatnaður undirstrikar iðulega persónuna sem klæðist honum og stílinn,“ segir Þuríður.

Nú er tækifæri til að koma við í Bóel og krækja sér í uppáhalds skóna því allir skór í Bóel eru á 25 prósenta vikuafslætti til 30. nóvember.

Bóel er á Skólavörðustíg 22. Sími 834 1809. Skoðið úrvalið á boel.‌is og á Facebook undir Bóel og Instagram undir boelisland.