Nesdekk, sem er fjölskyldufyrirtæki með yfir 40 ára sögu, leggja alla áherslu á persónulega þjónustu, bestu fáanlegu vörumerki og hófsemi og skynsemi í vexti. „Stígandi lukka er alltaf best og við pössum upp á að eiga alltaf fyrir því sem við byggjum,“ segir Ólafur Benediktsson, framkvæmdastjóri Nesdekkja.

Ólafur Benediktsson, framkvæmdarstjóri hjá Nesdekkjum, segir að dekkin hafi heilmikið að segja um aksturseiginleika bifreiðarinnar og því veltur öryggi ökumanna og farþega á gæðum þeirra.
Ernir

Hvergi betri aðbúnaður til dekkjaskipta

Nesdekkjaverkstæðin eru í dag orðin sex talsins í Reykjavík, Garðabæ, Reykjanesbæ og á Akureyri. „Þessu til viðbótar erum við nú komin með yfir 80 endursöluaðila um land allt þannig að allir ættu að geta fundið þjónustuaðila í sinni heimabyggð. Í höfuðstöðvum fyrirtækisins á Breiðhöfða er svo búið að opna stærsta og nútímalegasta verkstæði landsins þar sem atvinnumenn njóta þess að geta keyrt bíla sína beint í gegnum húsið en hægt er að þjónusta allt að fjóra vörubíla af stærstu gerð ásamt nokkrum sendibílum í einu. Á fólksbílaverkstæðinu eru svo niðurgrafnar dekkjalyftur þannig að engin hætta er á að reka bílinn upp undir, engin dekkjavél er eldri en tveggja ára (en á sumum dekkjaverkstæðum þekkist að menn séu að nota upp undir 30 ára gamlar vélar). Auk þess bjóðum við upp á snertilausar umfelgunarvélar þannig að óhætt er að segja að þú finnur ekki betri aðbúnað til dekkjaskipta,“ segir Ólafur.

Nesdekk eru með verkstæði á sex stöðum á landinu. Þau eru á nokkrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ og á Akureyri. Á Breiðhöfða 13 er nú opið frá 06.00 – 23.00 alla virka daga til að mæta eftirspurn.

Netverslun, einfalt og öruggt

„Á seinasta ári opnuðum við svo fyrir vefverslun á heimasíðunni okkar nesdekk.is þar sem neytendur geta á einfaldan hátt séð allt úrvalið fyrir þeirra bíla og auðveldlega pantað dekk heim að dyrum.“ Mjög mikið úrval er í boði á síðunni og auðvelt er að bera saman dekk og verð.

Tímapantanir létta fólki lífið

Samhliða er einnig hægt að panta tíma í dekkjaskipti bent á vefsíðunni og því hægt að koma áhyggjulaus á staðinn þar sem allt er tilbúið. „Nú er tími til að skipta yfir í sumardekkin og hefur þessi tími alla jafna einkennst af löngum biðröðum. Við í Nesdekkjum höfum brugðist við þessum vanda með því að bjóða fólki þann valkost að panta tíma fyrir bílinn í dekkjaskipti fyrir fram á verkstæðunum á Breiðhöfða og Fiskislóð. Þetta er spurning um að létta fólki lífið. Viðskiptavinir okkar eru mjög ánægðir með þessa nýjung, enda er fólk almennt vant því að bóka tíma fyrir fram þegar um annars konar þjónustu er að ræða, samanber klippingu eða læknavitjun.“ Ólafur bendir líka á að eftir sem áður geti fólk valið að fara í röð á öðrum Nesdekkjaverkstæðum.

Viðskiptavinir eru ánægðir með þann kost að geta nú bókað í dekkjaskipti á netinu, enda er fólk almennt vant því að geta bókað tíma fyrir fram til þess að sleppa við langar biðraðir

Fagmenn í öllum stöðum

Hjólbarðaverkstæði Nesdekkja eiga það sameiginlegt að veita dekkjakaupendum fyrsta flokks þjónustu. Þar finna bíleigendur sömuleiðis einhverja breiðustu línu af hjólbörðum sem völ er á. Að sögn Ólafs er það viðurkennd staðreynd að dekkin hafa heilmikið að segja um aksturseiginleika bílsins og því veltur öryggi ökumanna og farþega á gæðum þeirra. „Þess vegna skiptir miklu máli að velja réttu dekkin fyrir réttar aðstæður og fyrir farartækið þitt. Við kappkostum að hjá Nesdekkjum séu fagmenn að störfum sem geti veitt bestu ráðgjöf við dekkjaval og þjónustu sem völ er á. Viðskiptavinirnir geta treyst okkar mönnum fyrir bílum sínum og atvinnutækjunum þegar dekkin eru annars vegar.“

Hjólbarðar frá helstu framleiðendum

Hjá Nesdekkjum finnur þú hjólbarða frá mörgum af þekktustu framleiðendum í heimi. Má þar nefna Toyo, Pirelli, Laufenn, Maxxis, Mastercraft, Nangkang, GT radial og Interstate. Jafnframt miklu úrvali af dekkjum undir fólksbíla hafa Nesdekk lagt mikinn metnað í að bjóða upp á vörubíladekk í breiðu úrvali og miklum gæðum frá framleiðendunum Pirelli, Laufenn og Doublecoin.

Dekkjaverkstæði Nesdekkja að Breiðhöfða 13 er stærsta og eitt fullkomnasta hjólbarðaverkstæði landsins með tækjabúnaði og aðstöðu til að veita bílum af öllum stærðum og gerðum fyrsta flokks hjólbarðaþjónustu.

Allir á dekki frá kl. 6.00–23.00 að Breiðhöfða 13

Óhætt er að segja að mikið gangi á þessa dagana hjá Nesdekkjum á Breiðhöfða. „Þessi tími er okkar vertíð og þegar eftirspurnin eftir þjónustu er mikil er brýnt að skipuleggja starfsemina vel. Við erum því á fullu gasi frá kl 6.00 á morgnana til 23.00 á kvöldin í vortörninni. Þannig náum við að þjóna enn fleiri viðskiptavinum,“ segir Ólafur. Lengri opnunartími að Breiðhöfða er einnig hugsaður út frá því að færri viðskiptavinir séu á staðnum á sama tíma. Þá áréttar Ólafur að nú á COVID-19 tímum séu allir starfsmenn vel sprittaðir, beri grímur og hanska. Þá fari enginn starfsmaður inn í bílana og að eigendur aki bílum sínum sjálfir inn á gólf.

Nánari upplýsingar á nesdekk.is og í síma 561-4200.