„Stærri hlaðborðin eru miðuð við 80 manns að lágmarki. Þá mætum við á staðinn og fylgjum hlaðborðinu alveg eftir. Við komum með leirtau og jafnvel þjóna sé þess óskað,“ útskýrir Jóhannes Steinn Jóhannesson, yfirkokkur hjá Nomy.

„Í fyrra byrjuðum við svo með mjög vinsælt tilbúið jólahlaðborð. Það er hugsað fyrir frá 10 manns. Við afgreiðum það tilbúið frá okkur í einnota umhverfisvænum umbúðum. Jólahlaðborðið er afhent þannig að fólk geti sett það beint á borðið eða hent því í smástund í ofninn ef hlaðborðið hefst eitthvað aðeins seinna en það er afhent.“

Tilbúnu hlaðborðin voru mjög vinsæl í fyrra hjá vinahópum, fjölskyldum og minni fyrirtækjum að sögn Jóhannesar.

„Það voru auðvitað engin hefðbundin jólahlaðborð í fyrra. En við veðjum á að þessi tilbúnu hlaðborð verði vinsæl áfram í ár, það eru margir ekki tilbúnir að fara á stór hlaðborð ennþá,“ segir hann.

Á tilbúna hlaðborðinu er meðal annars boðið upp á hreindýrapaté, tvíreykt hangikjöt, síld, reykta önd, reyktan silung, grafna gæs og grafinn lax. Í aðalrétt er kalkúnn og purusteik með tilheyrandi meðlæti og að lokum eftirréttur.

„Þetta er hugsað þannig að það sé einfalt fyrir gestgjafann að hafa til. Að hann þurfi ekki að vera í tvo tíma að taka upp hlaðborðið og setja á diska. Þetta á að vera lítil fyrirhöfn,“ segir Jóhannes.

Jólasmáréttirnir hafa verið mjög vinsælir.

„Þegar hefðbundið hlaðborð er pantað fyrir stórar veislur, þá erum við fyrst með forrétta­hlaðboð, í framhaldi af því koma nokkrir aðalréttir ásamt meðlæti og að lokum nokkrir eftirréttir. Við erum að sjálfsögðu á staðnum og skerum kjötið og sjáum um allt. Þetta er bara venjulegt jólahlaðborð eins og fólk þekkir. Við höfum lagt áherslu á að vera með örlítið færri en vandaða rétti. Við gerum allt sjálfir, gröfum lax og gæs, reykjum önd og bleikju og búum til paté. Áherslan er á að búa allt til frá grunni frekar en að bjóða upp á 100 tegundir.“

Jólasmáréttir vinsælir

Kokkarnir hjá Nomy veisluþjónustu bjóða líka upp á jólasmárétti sem hafa verið mjög vinsælir.

„Við erum með tvenns konar jólasmáréttapakka. Annar er alveg full máltíð og hinn er örlítið minni og hentar fyrir léttari hittinga. Þetta er kalt borð svo það þarf ekkert að hita. Við setjum réttina bara upp á borðið, þeir eru tilbúnir á diskum og bökkum og við þjónustum við matinn frá a-ö,“ segir Jóhannes.

„Jólasmáréttirnir eru mjög vinsælir og eru svolítið að taka yfir þessi hefðbundnu hlaðborð. Lágmarkspöntun fyrir jólasmárétti er fyrir 10 manns en við veitum þjónustu við allt frá litlum veislum upp í risastórar.“

Nomy býður upp á nokkrar tegundir af spennandi gjafakörfum.

Auk jólahlaðborða býður Nomy veisluþjónusta upp á nokkrar tegundir af gjafakörfum. Gjafakörfurnar hafa verið vinsælar, bæði sem starfsmannagjafir og almennar gjafir.

„Þetta eru tilbúnar körfur sem fólk getur pantað hjá okkur. Í jólakörfunni er kjöt, graflax, gæs, paté og þess háttar en svo erum við líka með gjafakörfur með blönduðu úrvali. Það er hægt að skoða hvað við bjóðum upp á, á nomy.is,“ segir Jóhannes.

Bókanir þegar hafnar

Jólahlaðborðin hjá Nomy byrja 19. nóvember og bókanir eru nú þegar hafnar.

„Það er hægt að bóka okkur bæði um helgar og virka daga. Tilbúna hlaðborðið var vinsælt á virkum dögum í fyrra, hvort sem það var í hádeginu eða eftir vinnu. En það er yfirleitt venjan að hafa þessi hefðbundnu jólahlaðborð um helgar, á föstudögum eða laugardögum,“ segir Jóhannes.

Kokkarnir hjá Nomy hafa áralanga reynslu í bransanum.

Eigendur Nomy veisluþjónustu eru þrír kokkar með mikla reynslu. Þeir eru, auk Jóhannesar, Bjarni Siguróli Jakobsson og Fannar Vernharðsson.

„Við höfum allir verið lengi í bransanum og unnið á helstu veitingahúsum bæjarins undanfarin 15-20 ár. Auk þess höfum við allir starfað mikið með kokkalandsliðinu,“ segir Jóhannes.

Þeir stofnuðu Nomy í júlí 2019 og hafa síðan þá boðið upp á alhliða veisluþjónustu og taka að sér allar gerðir viðburða. Auk jólahlaðborða taka þeir að sér árshátíðir, brúkaup, afmæli, útskriftir, fyrirtækjapartí og ferðaþjónustupakka úti í náttúrunni svo eitthvað sé nefnt.Serbl_Info: Allar nánari upplýsingar má finna á vefsíðunni nomy.is eða með því að hringja í síma 777 1017.