Sportís er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem hefur frá stofnun þess, árið 1983, verið eitt öflugasta fyrirtæki landsins í innflutningi og sölu á íþrótta- og útivistarfatnaði og tengdum vörum. Fyrir rúmlega ári flutti Sportís sig um set í sjöfalt stærra húsnæði í Skeifunni 11 þar sem vöruúrvalið fær að njóta sín mun betur, þar á meðal frábært úrval af hlaupaskóm og ýmsum hlaupavörum frá þekktum og vönduðum framleiðendum, segir Skúli Jóhann Björnsson, sem er annar eigandi Sportís ásamt konu sinni Önnu Sigríði Garðarsdóttur.

Hann segir vinsælustu merkin hjá þeim í hlaupaskóm vera frá HOKA og Asics. „HOKA eru eitt flottasta merkið í hlaupaskóm í dag. Þeir eru mjög léttir með mikilli dempun en um leið með miklum styrk og stöðugleika. Skórnir eru með lágu „droppi“ eða 4 – 5 mm og eru tæknilega byggðir til að tryggja hámarksárangur notenda. HOKA skórnir henta jafnt í götu- og utanvegahlaup og í göngum og í vinnu.“

Hlaupaskórnir frá HOKA eru eitt flottasta merkið í hlaupaskóm í dag.

Hoka var stofnað árið 2009 og þýðir nafnið „Svífðu yfir jörðina“. „Við verðum líka reglulega vör við að það sé einmitt upplifun fólks sem hleypur í skónum, að það svífi yfir jörðina. Það má því segja að betri og léttari hlaupaskór séu vandfundnir enda hlaupa margir þekktir hlauparar í Hoka-teyminu okkar ásamt fjölda hlaupahópa.“

Sportís selur mikið úrval af hlaupaskóm og ýmsum hlaupavörum auk úrvals útivistarvara. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR

Asics skórnir vinsælir

Asics skórnir eru annað þekkt vörumerki sem hefur notið mikilla vinsælda meðal hlaupara hér á landi undanfarin ár, að sögn Skúla. „Asics hlaupaskórnir eru mjög sterkir og stöðugir skór sem innihalda gelpúða í sólanum. Gelið hefur reynst afar vel og gerir það að verkum að Asics hlaupaskórnir halda góðri dempun í mjög langan tíma.“

Hoka var stofnað árið 2009 og þýðir nafnið „Svífðu yfir jörðina“. MYND/AÐSEND

Hlaupafatnaður í miklu úrvali

Það er ekki nóg að vera í góðum hlaupaskóm, góður hlaupa­fatn­aður skiptir líka máli í landi þar sem allra veðra er von, meira að segja yfir hásumarið. „Sportís býður upp á mikið úrval af hlaupa- og útivistarfatnaði frá merkjum eins og Björn Dæhlie, Kari Traa, Casall og Johaug. „Þar má meðal annars nefna boli, peysur, jakka, hlaupabuxur, hanska, húfur og margt fleira. Einnig bjóðum við upp á gott úrval af bakpokum og hlaupavestum frá Ultraspire sem er algjör staðalbúnaður fyrir lengri utanvegahlaup og hágæða hlaupasokka frá Stance svo það helsta sé talið upp.“

Skúli segir starfsfólk Sportís alla tíð hafa lagt mikla áherslu á að veita viðskiptavinum sínum fyrsta flokks þjónustu. „Starfsfólk okkar býr að mikilli reynslu og góðri þekkingu á þörfum viðskiptavina okkar. Því leggjum við áherslu á að bjóða eingöngu fyrsta flokks vörumerki sem höfða til sem flestra.“

Verslun Sportís í Skeifunni er einstaklega rúmgóð.

Spennandi nýjungar í vændum

Sportís er stöðugt að bjóða upp á nýjar vörur í ólíkum vöruflokkum og er veturinn fram undan engin undantekning. „Í haust koma fjölmargar nýjar gerðir af HOKA og Asics hlaupaskóm, þar á meðal nýjar týpur af HOKA Speedgoat og Bondi. Auk þess erum við að auka enn frekar úrvalið með nýjum gerðum af Carbon gönguskóm. Magic Speed skórnir frá Asics eru á leiðinni í verslun okkar og í haust bætast í vöruúrval okkar Icebug hlaupa- og gönguskór með göddum, sem hentar mjög vel fyrir íslenska veturinn.“

Sportís selur hjól frá Nukeproof, Giant og Liv. MYND/AÐSEND

Þekkt og traust hjóla- og snjóbrettamerki

Á sama tíma og Sportís flutti í Skeifuna var opnuð ný deild sem ber nafnið Kuldi. „Kuldi er sérhæfð jaðaríþróttadeild með flott úrval af reiðhjólum og snjóbrettum ásamt öllu tengdu þeim íþróttum. Í reiðhjólunum erum við með Giant, Liv og Nukeproof hjólin. Giant og Liv er sama fyrirtækið en karla- og kvenna útfærslur af hjólunum. Nukeproof er sérhæft fjallahjólamerki sem á stóra og góða sögu í fjallahjólakeppnum, tóku m.a. heimsmeistaratitill í Enduro World Series þrjú ár í röð ásamt ótal sigrum og komust á pallinn í öðrum keppnisgreinum. Rafhjólið þeirra er rafmagnsfjallahjól ársins, Enduro hjólið þeirra er Enduro fjallahjól ársins og Trail hjólið þeirra er í öðru sæti á listanum. Nukeproof eru mjög framarlega í þróun og nýjungum í hjólum en þessi hjól eru á mjög hagstæðu verði miðað við gæðin á íhlutunum sem fara í þau.

Einnig seljum við þar Nitro snjóbretti og allt sem tengist þeim, Sweet Protection hjólafatnað, hjálma og aukahluti, Ride Concept hjólaskó og ýmsan búnað og fatnað sem fylgir jaðarsporti.“

Gott úrval skiptir máli

Að sögn Skúla einkennir það helst Sportís að hún er fyrst og fremst sérverslun með hágæða vörumerki á góðu verði. „Sportís býður upp á mjög gott úrval af bæði fatnaði og skóm fyrir útihlaup og við veitum toppþjónustu við val á slíkum búnaði. Fyrir vikið erum við með stóran fastakúnnahóp sem þekkir gæðin og kemur til okkar aftur og aftur.“

Nánari upplýsingar á sportis.is og Kuldi.net.