Dýralæknirinn Þórunn Lára Þórarinsdóttir, betur þekkt sem Tóta, er alin upp á hestaleigunni í Laxnesi og hefur unnið með dýr allt sitt líf. Hún vissi það frá því hún var mjög ung að hún ætlaði sér að verða dýralæknir og rekur nú dýralæknastofuna.

„Ég lærði í Danmörku og fór svo að vinna þar í landi á mjög flottum dýraspítala, þar sem ég naut mín mjög,“ segir Tóta. „En ég saknaði fjölskyldunnar, vina minna, hestanna minna og íslensku náttúrunnar, þannig að við fjölskyldan ákváðum að flytja heim í Mosó. Vegna þeirrar góðu reynslu sem ég fékk í Danmörku sem dýralæknir ákvað ég að opna stofu hérna heima. Það var áskorun að koma upp svona spítala. Í dag veit ég ekki alveg hvernig ég fór að þessu, alein og tiltölulega óreynd. Jóhanna dýralæknir kom til starfa nokkrum árum eftir að ég opnaði og hefur staðið með mér eins og klettur og byggt upp þetta fyrirtæki með mér. Í dag er stofan mjög flott og verð ég að þakka góðu og traustu starfsfólki fyrir það hvernig til hefur tekist.“

Gefandi að bjarga og lækna

„Það má segja að stofan sé búin að festa sig í sessi og hér hefur byggst upp gríðarleg reynsla,“ segir Tóta. „Við stækkuðum við okkur fyrir tveimur árum og fluttum í frábært nýtt húsnæði sem býður upp á mjög gott aðgengi.

Dýralæknirinn Mosfellsbæ rekur dýraspítala með öllum tilheyrandi tækjum. Þar eru meðal annars blóðrannsóknartæki, röntgentæki, sónar og góðar tannhreinsi- og tanntökugræjur.

Enginn dagur er eins og að vinna sem dýralæknir er mjög fjölbreytt starf en starfið er líka erfitt og því getur fylgt mjög mikið álag,“ segir Tóta. „En að sama skapi er það mjög gefandi, sérstaklega þegar maður nær að bjarga lífum og lækna mein. Það er líka mjög gaman að vera í samskiptum við skemmtilegt fólk og alls kyns dýr.“

Víðtæk reynsla er mikilvæg

„Dýralæknirinn Mosfellsbæ rekur dýraspítala fyrir smádýr að Urðarholti 2 í Mosfellsbæ með öllum tilheyrandi tækjum. Við erum meðal annars með blóðrannsóknartæki, röntgentæki, sónar, góðar tannhreinsi- og tanntökugræjur og við elskum að tannhreinsa. Skurðstofan okkar er vel tækjum búin og nýlega endurnýjuðum við svæfingartækin okkar, sem er alveg frábært. Við erum mjög opin fyrir öllum nýjungum og höfum til dæmis verið að nota fiskroðin frá Ísafirði í húðígræðslur með góðum árangri,“ segir Tóta. „Svo seljum við líka fyrsta flokks dýrafóður, leikföng, beisli og ólar í búðinni okkar. Við gerum okkar allra besta til að bjóða upp á góða þjónustu og vörur.

Tóta ásamt Jóhönnu dýralækni sem kom til starfa nokkrum árum eftir að Tóta opnaði spítalann. Hún hefur staðið með Tótu eins og klettur síðan þá.

Við sinnum einnig hrossum, svínum, kindum og kúm. Ég er líka að sinna Húsdýragarðinum og þá getur maður þurft að lækna seli, hreindýr og önnur villt dýr. Ég man eftir tveggja metra langri, feitri kyrkislöngu upp á borði hjá mér í Danmörku og ýmsum eðlutegundum en við sjáum ekki mikið af skriðdýrum hérna heima,“ segir Tóta. „Það að sinna öllum dýrategundum gefur okkur nokkra sérstöðu, því það eru ekki allar stofur sem gera það. Það er mjög gefandi og þessi víðtæka reynsla gerir manni kleift að gera vel úr alls kyns erfiðleikum.“

Góð þjónusta batnar

„Eitt af því erfiðasta sem við stöndum frammi fyrir er að þurfa að kveðja dýrin,“ segir Tóta. „Við reynum mikið að vanda okkur við þessar aðstæður hérna á stofunni en við höfum einnig boðið viðskiptavinum okkar upp á að svæfa dýrin heima og eru margir mjög ánægðir með þá þjónustu. Við erum alltaf að bæta þjónustuna og núna erum við að bíða eftir brennsluofni og ætlum að opna fyrstu brennslustofuna í Mosfellsbænum fyrir dýr sem þurfa að kveðja.

Tóta sinnir öllum dýrategundum, en hún hefur sinnt öllu frá íslenskum húsdýrum yfir í kyrkislöngur.

Markmið okkar er að bjóða upp á persónulega og góða þjónustu. Við erum búin að vera að í mörg ár og okkar góða starfsfólk tekur vel á móti öllum. Það eru allir velkomnir sem þurfa á aðstoð að halda fyrir dýrin sín,“ segir Tóta að lokum.


Nánari upplýsingar fást í síma 566 5066 og í gegnum netfangið dyralaeknirinn@dyralaeknirinn.is.