Undanfarna mánuði hefur stór og öflugur hópur sjálfboðaliða unnið að undirbúningi Unglingalandsmóts UMFÍ á Selfossi.

Í raun má segja að undirbúningurinn hafi hafist haustið 2019 en vegna Covid-faraldursins var mótinu frestað í tvö ár. Síðasta haust var svo þráðurinn tekinn upp að nýju og nú verður loksins blásið til móts.

Gera má ráð fyrir að hátt í 400 sjálfboðaliðar komi að mótinu á einn eða annan hátt. Við eigum ykkur allt að þakka!

Við hvetjum þátttakendur og aðra mótsgesti til að bera virðingu fyrir sjálfboðaliðum á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Mótshaldarar Unglingalandsmóts

Mótshaldarar Unglingalandsmótsins á Selfossi um verslunarmannahelgina 2022 eru Ungmennafélag Íslands (UMFÍ), Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK) og Sveitarfélagið Árborg.