„Í mínum huga er það Taramar og svo allt hitt. Það er engin snyrti- eða húðvara í heiminum sem kemst nálægt Taramar. Við erum svo sannarlega sérstök því Taramar notar eingöngu náttúruleg efni sem hafa afgerandi áhrif á húðina og er þar að auki í takt við bylgju vitundarvakningar sem nú er í heiminum, þar sem æ fleiri verða meðvitaðri um slæm innihalds- og eiturefni í matvælum og snyrtivörum sem þeir nota dagsdaglega,“ segir Viðar Garðarsson, markaðsstjóri Taramar.

Upphaf Taramar má rekja til óþols dr. Guðrúnar Marteinsdóttur, prófessors í fiskalíffræði, á hvers kyns snyrti- og húðvörum, en Rúna, eins og hún er alltaf kölluð, þoldi ekkert af þeim vörum sem í boði voru.

„Upplegg Rúnu hjá Taramar er að við segjum alltaf satt og fullyrðum ekkert nema að geta staðið við það, og það vinnur sannarlega með okkur. Rúna á sér engan líka, en það vita ekki margir hver hún er. Hún er einstakur kvenfrumkvöðull sem er að gera hluti sem enginn annar í heiminum hefur uppgötvað fyrr og það er gjörsamlega að slá í gegn,“ segir Viðar.

Viðar Garðarsson, markaðsstjóri Taramar, með Elizu Reid, forsetafrú Íslands. MYND/AÐSEND

Bylting í snyrtivöruheiminum

Viðar hefur starfað lengi við sölu- og markaðsmál en segist aldrei hafa upplifað þvílíkar viðtökur og nú með Taramar.

„Það er nánast sama í hvaða keppni við förum með Taramar; vörurnar vinna alltaf til verðlauna, og það er mjög óvenjuleg og sérstök staða. Ég segi gjarnan við Rúnu að við séum alltof feimin, því það er eins og allur heimurinn sé að uppgötva að eitthvað mjög einstakt sé að eiga sér stað í snyrtivöruheiminum á Íslandi. Framleiðsla Taramar er allt öðruvísi en tíðkast í snyrtivöruiðnaðinum, enda byggð á þróun matvæla frekar en efnafræðilegum aðferðum sem er vanalega raunin. Mín upplifun er sú að heimurinn sé að uppgötva eitthvað alveg nýtt og erlendis er bæði skrifað og fjallað af miklum áhuga, undrun og aðdáun um það sem Rúna hefur áorkað, og þar er talað um að uppfinning hennar eigi eftir að breyta framleiðslu snyrtivara til framtíðar á heimsvísu,“ greinir Viðar frá.

„Það er auðvitað ótrúlega gaman að taka þátt í þessu ævintýri og finna þessa jákvæðu strauma streyma inn í Taramar. Við höfum lengi verið lítið sprotafyrirtæki í háskólasamfélaginu en erum nú að taka fyrstu skrefin á erlendum markaði og fáum að launum stórkostleg viðbrögð sem er auðvitað gríðargaman og ánægjulegt.“

Dr. Kristberg Kristbergsson, prófessor og annar stofnenda Taramar, hér að undirbúa prufukeyrslu á lífvirku Iceblu-kremi í Sandgerði. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR

Samfelld sigurganga Taramar

Velgengni Taramar erlendis hefur farið eins og stormsveipur um heiminn og á innan við ári hafa vörur Taramar hlotið tólf verðlaun í virtum keppnum um bestu snyrti- og húðvörurnar.

„Meðal annars var Taramar valið besta snyrtivörumerkið á Norðurlöndunum og pakkningarnar hafa líka fengið verðlaun fyrir að vera vandaðar og skemmtilegar. Við erum einnig með TARAKIDS-línuna fyrir börn og verðandi mæður, sérstaklega hannaðar til að auka teygjanleika húðarinnar og krem fyrir sára húð og bruna á bleiusvæðinu. Það er afleiða af öðru kremi sem við bjuggum til fyrir mörgum árum fyrir þá sem hafa brunnið í sól og í krabbameinsmeðferðum, og hefur gefið mjög góðan árangur. Við sendum TARAKIDS í Toddlers Awards-keppnina og unnum þar strax til verðlauna og það er alveg sama hvað; ef við sendum vöru til keppni lendum við í toppsætunum einn, tveir og bingó, sem er ótrúlega skemmtilegt,“ segir Viðar kátur.

Nú er Taramar komin í úrslit í tveimur keppnum til viðbótar: Free From Skincare Awards og Nordic Natural Beauty Awards.

„Í aðdraganda Nordic Natural Beauty Awards sendum við fimmtíu eintök af hverri vöru út og keppnin úti sendir þær áfram til frægra áhrifavalda sem prófa vöruna og leggja á hana dóm. Því er nú fullt af fólki um veröld víða að prófa Taramar og við trúum vart hvaða viðbrögð við fáum; þetta er svolítið eins og að vera lentur í Öskubuskuævintýri,“ segir Viðar og hlær.

Hann segir Rúnu og Taramar-teymið alltaf hafa vitað að þau væru með framúrskarandi húðvörur, og sem neytendur myndu staðfesta við notkun þeirra.

„En það hefur tekið tíma hér heima því markaður fyrir snyrti- og húðvörur kvenna er mjög þéttur hér á landi. Það er mikið framboð af misgóðum vörum og sökum þess að hér er lítið regluverk í kringum snyrtivörur komast framleiðendur upp með að fullyrða ýmislegt um vörur sínar en þurfa aldrei að standa við þær fullyrðingar,“ segir Viðar og heldur áfram:

„Vörurnar frá Taramar fara til óháðra og viðurkenndra rannsóknaraðila í Frakklandi og Kanada þar sem virkni þeirra og hreinleiki er staðfest. Svo sjáum við önnur snyrtivörufyrirtæki slá um sig með prósentum og könnunum, án þess að segja frá því hvar kannanirnar eru gerðar. Það bendir til þess að þær séu gerðar af fyrirtækjunum sjálfum en ekki óháðum og viðurkenndum rannsóknarstofum, og fólk gleypir við því. Íslenski markaðurinn er því enn að uppgötva hversu ótrúlega merkileg vara Taramar er, á meðan snyrtivöruheimurinn ytra hefur strax kveikt á því. Við breyttum því um aðferðafræði hér heima og höfum boðið góð tilboð á vörunum okkar, sem hefur sín áhrif. Fólk kemur aftur og aftur því það finnur mjög fljótt mun á sér eftir að það byrjar að nota Taramar.“

Augnkremið Day Treatment frá Taramar endurræsir húðina og dregur fljótt úr baugum og augnfellingum.

Húðfrumurnar endurræstar

Innihaldsefni snyrti- og húðvara geta verið flókin lesning fyrir neytendur að skilja.

„Markmið okkar hjá Taramar er að vera eins hrein og mögulegt er. Þar erum við í sérflokki og að baki þrjátíu ára vísindastarf hjónanna Rúnu og Kristbergs Kristbergssonar, sem bæði eru prófessorar við Háskóla Íslands. Það er staðreynd innan snyrti- og húðvöruframboðs heimsins að vörur með virkum innihaldsefnum eru í flestum tilvikum búnar til úr alls kyns gerviefnum, á meðan náttúrulegar vörur innihalda sjaldnast mjög virk innihaldsefni. Í raun hefur mjög fáum í heiminum tekist að sameina þetta tvennt, en það er einmitt það sem Taramar gerir. Við bjóðum í einu og öllu náttúrulegar vörur, erum kaþólskari en páfinn um það sem fer í vörurnar og náum samt að gera þær svona ótrúlega virkar,“ segir Viðar.

Dagkremið frá Taramar er beinlínis hannað til að endurræsa orkukerfi húðfruma.

„Með dagkreminu er húðfrumunum sparkað af stað til að endurnýja sig hraðar og vinna í að hreinsa húðina. Öll sú þróunarvinna hefur farið fram á rannsóknarstofum Háskóla Íslands í árafjöld en nú er þetta allt í einu að springa út. Margir hafa samband og vilja dreifa vörunum ytra, en við viljum fara rólega af stað og vanda skrefin út í heim með því að velja samstarfsaðila okkar vandlega,“ segir Viðar.

Nú eru tilboð í gangi þar sem frítt dagkrem fylgir hverju augnkremi á taramar.is og í Hagkaup, Íslandsapóteki og Lyfjaveri. Hagkaupsbúðir sem eru með TARAMAR eru í Smáralind, Kringlunni, Garðabæ og Akureyri. Sjá taramar.is.

Þessa dagana fæst dagkremið Day Treatment og augnkremið Eye Treatment saman á tilboði.

Augnfellingar, baugar og þroti minnka hratt

ICEBLU er ný húðvörulína á teikniborðinu hjá Taramar. Hún byggir á heiðbláum andoxandi efnum úr örþörungnum spíru­línu.Mikill kraftur er í rannsóknum og þróun hjá íslenska snyrti- og húðvöruframleiðandanum Taramar sem kom með sína fyrstu húðvöru­línu á markað árið 2015. Í dag eru húðlínurnar orðnar tvær, Taramar Beauty og TaraKids. Nú er verið að þróa tvær línur til viðbótar hjá Taramar, en önnur er Iceblu sem byggir á afar merkilegum heiðbláum andoxandi efnum úr spíru­línu og er unnin í samstarfi við VAXA Life á Hellisheiði.

„Taramar Seeds, móðurfyrirtæki Taramar, fékk á dögunum styrk úr Lóu-sjóðnum til að halda áfram þróun á Iceblu-línunni og vonumst við til að vera komin með fyrstu vörur í prófanir í haust,“ segir dr. Guðrún Marteinsdóttir (Rúna), prófessor við Háskóla Íslands, og frumkvöðull að baki íslensku Taramar-húðvaranna sem nú eru að slá í gegn um allan heim.Rúna bendir þeim sem vilja taka þátt í prófunum á Iceblue að skrá sig í Vildarklúbb Taramar, en á taramar.is verður auglýst eftir þátttakendum í prófanirnar hjá Vildarklúbbnum.

„Í nýju Iceblu-línunni, eins og öllum Taramar-vörunum okkar, beinum við fyrst og fremst sjónum að hreinleika og lífvirkni. Þannig verða Iceblu-vörurnar unnar með NoTox®-tækni sem var þróuð af vísindateymi Taramar og innihalda engin efni sem ekki má leggja sér til munns,“ greinir Rúna frá.

Hvað lífvirkni varðar rannsaka Rúna og vísindateymi Taramar nú hvernig hafa má jákvæð áhrif á allan líkamann með heilsusamlegum húðvörum.

„Við nýtum okkur langtímarannsóknir dr. Kristbergs Kristbergssonar, prófessors og annars stofnenda Taramar, og samstarfsaðila hans á náttúrulegum ferjum, svo sem liposomum og fitukúlum (e. solid lipid particles) sem aðstoða við að ferja lífvirku efnin inn í dýpri lög húðarinnar. Þessar náttúrulegu ferjur hefja vörurnar okkar upp á æðra svið og valda því að jákvæð áhrif lífvirkninnar á húðina eru sjáanleg með berum augum og í sumum tilfellum geta þau gerst nokkuð hratt þannig að fyrstu breytingar sjást á fjórum til átta dögum,“ upplýsir Rúna.

Ísblátt Iceblu-serum er nú á rannsóknarstigi hjá Taramar. MYND/AÐSEND

Nýtt augnkrem sem framkallar jákvæðar breytingar á augnsvæði

Rannsóknir á náttúrulegum efnum sem hafa getu til að þétta húðina gáfu af sér formúluna Eye Treatment sem nú er hluti af vörulínu Taramar.

„Í augnkreminu Eye Treatment eru efni úr alparós, þrenningarfjólum, þangi og sjávarörverum notuð til að vinna með signa og litaða húð. Eftir nokkrar vikur kemur árangur í ljós og munur sést á stærð og slappleika augnfellinga sem myndast oft með aldrinum fyrir ofan augun,“ vitnar Rúna um.Lífvirku efnin í Eye Treatment valda því að augnfellingarnar dragast saman og sé kremið notað reglulega í dálítinn tíma má sjá hvernig augnlokin koma aftur í ljós undan fellingunum.

„Augnkremið hefur einnig góð áhrif á bauga og mislitun fyrir neðan augun, sérstaklega ef baugarnir stafa af leka á gallrauða (e. bilirubin) úr fíngerðu æðunum fyrir neðan augun, en það svæði getur orðið dimmblátt af gallrauða. Í mörgum tilvikum vinnur Eye Treatment einnig vel á þrota,“ útskýrir Rúna.

Þess má geta að Eye Treatment hefur þegar unnið alþjóðleg gullverðlaun hjá Global Makeup Awards og er nú komið í úrslit hjá Natural Nordic Beauty Awards.