„Fyrirtækið Hringrás á sér áratugalanga sögu í söfnun og útflutningi á brotajárni og alls konar málmum, en við tókum við rekstri þess um síðustu áramót,“ segir Alexander G. Edvardsson, framkvæmdastjóri Hringrásar. Alexander var starfsmaður og meðeigandi hjá KPMG í samtals 40 ár og sinnti þar endurskoðun fyrir fjölda stórfyrirtækja áður, en starfar nú fyrir fjölskyldufyrirtækið.

„Nýr eigandi Hringrásar er Hópsnes í Grindavík, sem hefur rekið HP gáma í fjöldamörg ár. Þessi kaup áttu að tengja saman reksturinn á þessum tveimur fyrirtækjum og það hefur gengið vonum framar að samþætta rekstur þeirra,“ segir Alexander. „Við endurvinnum ekkert sjálf, heldur erum við milliliðir, en við segjum stundum að við séum sérfræðingar í að láta hluti hverfa, sem kemur sér sannarlega vel í þessum rekstri.

Alexander G. Edvardsson, framkvæmdastjóri Hringrásar, segir að áherslur fyrirtækisins hafi lítið breyst við eigendaskiptin í byrjun árs, en að unnið sé að því að auka flokkun og vinna meira það hráefni sem berst til fyrirtækisins og ná þannig meiri verðmæ

Áherslurnar hafa ekki breyst mikið eftir að við tókum við, en við erum að vinna að því að auka flokkun og vinna meira það hráefni sem berst til okkar og ná þannig meiri verðmætum úr því,“ segir Alexander.

Endurvinnsla í stað urðunar

„Við höfum lagt áherslu á móttöku bíla, en félagið tekur við miklu magni af bílum til förgunar. Hringrás er eina fyrirtækið sem býður upp á afskráningu á bílum á netinu, en það er hægt að gera það á vefnum okkar og fá skilagjaldið, sem er 20 þúsund krónur, lagt inn á sig frá Samgöngustofu. Það vita þetta ekki allir og sumir halda að þeir þurfi að borga til að losna við gamla og ónýta bíla,“ segir Alexander. „Við höfum verið að afskrá um 2-300 bíla á mánuði og tökum líka við bílum frá öðrum aðilum, þannig að í heild tökum við á móti um 5-600 bílflökum á mánuði.

Hringrás tekur við miklu magni af brotajárni, flokkar það og vinnur til útflutnings. Fyrirtækið flytur út um 35-40 þúsund tonn af brotajárni á þessu ári og það skiptir miklu fyrir umhverfið að þetta sé endurnýtt.

Flestir bílarnir sem koma til okkar hafa hjólbarða og að auki leggjum við áherslu á að kaupa ónýta hjólbarða af hjólbarðaverkstæðum. Hjólbarðarnir eru baggaðir hjá okkur og fluttir úr landi til endurvinnslu,“ útskýrir Alexander. „Þetta er gríðarlegt magn, en á þessu ári munum við flytja út um 4.000 tonn af hjólbörðum. Áður voru þessir hjólbarðar tættir niður og settir ofan í jörðina hér í Álfsnesi, en nú taka viðurkenndir aðilar við þeim og endurvinna þá. Við teljum mjög mikilvægt að nýta þetta efni betur og losna við urðun þess.“

Geta látið ýmislegt hverfa

„Við tökum líka við miklu magni af brotajárni, flokkum það og vinnum til útflutnings, en við flytjum út um það bil 35-40 þúsund tonn af brotajárni á þessu ári,“ segir Alexander. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir því hversu mikið magn fer í gegn hjá okkur, en þetta fer allt til endurvinnslu úti í heimi, þannig að við erum að losa landið við gríðarlega mikið af úrgangi. Það skiptir miklu fyrir umhverfið að þetta sé endurnýtt en endi ekki sem úrgangur á sorphaugum eða á víð og dreif um landið.

Í heild tekur Hringrás við um 5-600 bílflökum á mánuði. Hjólbörðum af þeim og ónýtum hjólbörðum frá hjólbarðaverkstæðum er safnað saman og þeir fluttir út til endurvinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK

Við höfum verið í samstarfi við sveitarfélög og einkaaðila úti á landi til að taka við brotajárni og ætlum í frekara hreinsunarátak í samstarfi við þau. Þannig höfum við til dæmis flutt um 1.000 tonn af brotajárni frá Vestmannaeyjum í haust og í þessari viku erum við að hefja samstarf við sveitarfélag á Suðausturlandi til að losa þaðan brotajárn og dekk sem hafa safnast upp,“ segir Alexander. „Á þessu ári höfum við látið rússneskan togara sem hafði verið til vandræða í Njarðvíkurhöfn og krana sem hafði verið í höfninni í Straumsvík í meira en hálfa öld, hverfa. Kraninn var yfir 400 tonn og það komu um 1.300 tonn af brotajárni úr skipinu.

Við eigum færanlega brotajárnspressu, en hún er 50 tonna skrímsli sem við notum til að pressa brotajárn úti á landi þar sem verulegt magn er af því. Þannig getum við pakkað málminum saman og minnkað rúmmál hans, sem eykur hagkvæmni við flutning þess,“ segir Alexander. „Við erum líka með sérfræðinga í að taka niður og fjarlægja stóra hluti, hvort sem það eru byggingar eða önnur mannvirki. Við leggjum mikla áherslu á að ganga vel frá og skilja vel við svæði þar sem við vinnum.“

Hringrás hefur verið í samstarfi við sveitarfélög og einkaaðila úti á landi til að taka við brotajárni og ætlar í frekara hreinsunarátak í samstarfi við þau.

„Þar sem félagið tekur við miklu magni af bílum, flytjum við einnig út umtalsvert magn rafgeyma úr bílum og lyfturum. Það fara hundruð tonna af rafgeymum úr landi í gegnum okkur á ári,“ segir Alexander.

Raftæki í stríðum straumum

„Við erum líka með samning við Sorpu og tökum á móti raftækjum úr söfnunargámum þeirra. Þetta eru mestmegnis hlutir sem borgar sig ekki að gera við og við flokkum og flytjum þessa hluti úr landi til endurvinnslu,“ segir Alexander. „Þetta eru um 3.000 tonn á ári, sem er gríðarlegt magn og við segjum stundum að þetta sé eins og fljót, þar sem hér virðist um endalausan straum að ræða.“

Kaupa efni fyrir milljónir í hverri einustu viku

„Þeir sem ætla að rífa byggingar, skipta um járn á þökum, farga ónýtum tækjum eða annað slíkt geta haft samband og við útvegum gáma eða ílát fyrir efni sem við kaupum,“ segir Alexander. „Við kaupum brotajárn, hjólbarða og góðmálma af einstaklingum og fyrirtækjum. Aðilar sem koma með efni fá það greitt næsta föstudag og við greiðum milljónir króna í hverri viku fyrir innlagt efni.“