Brandtex er danskt gæðamerki sem selt er í meira en 2.500 verslunum um allan heim. Vörumerkið tilheyrir BTX Group sem er einn af stærstu tískuframleiðendunum í Danmörku. BTX Group hefur verið leiðandi á Norðurlöndum á sviði vörumerkja og fatnaðar fyrir konur.

Í tilefni þess að verslunin flytur í nýtt húsnæði verður slegið upp heljarinnar veislu og stórglæsileg opnunarhátíð verður dagana 18. til 21. ágúst. Þeir 30 fyrstu sem mæta á morgun fá veglegan kaupauka en í honum er meðal annars 5.000 króna gjafabréf í verslunina. Þá verða frábær opnunartilboð þessa daga. Boðið verður upp á léttar veitingar, Sigga Kling mætir og spáir fyrir gestum og gefur gjafir, Bylgjan verður í beinni útsendingu og deilir út gjöfum og þá verður hægt að taka þátt í glæsilegu happdrætti þar sem vinningarnir eru meðal annars gjafabréf frá Icelandair.

Hluti af vörum í happdrætti í tilefni opnunarhátíðar Brandtex.

Haustlínan einstaklega falleg í ár

„Síðan við opnuðum verslun okkar í Kringlunni höfum við mikið heyrt á viðskiptavinum okkar, sem eru konur á besta aldri, að þær kjósi síður að fara inn í stóru mollin þar sem er mikill umgangur og mikið áreiti. Konurnar okkar kjósa frekar að gera sér ferð í verslun í úthverfi með minna áreiti og meira næði. Með minna áreiti og meira næði ættum við að ná að veita þeim enn betri þjónustu, þar sem við leggjum ríka áherslu á að veita góða þjónustu,“ segir Berglind Ásgeirsdóttir, einn eigenda Brandtex.

„Þegar tækifærið gafst til að færa okkur í úthverfi ákváðum við að láta slag standa. Síðustu mánuðir hafa verið krefjandi við að flytja verslunina en nú loksins erum við klár og erum rosalega spennt að taka á móti konunum okkar og sýna þeim nýju og stórglæsilegu verslunina okkar í Skipholti.

Ný verslun Brandtex er til húsa í Skipholti 33.

Verslunin er hreint út sagt stórglæsileg og sjón er sögu ríkari. Hún skartar svo sannarlega sínu fegursta og fallegu haustlitirnir eru allsráðandi. Haustlínan hjá Brandtex er einstaklega falleg í ár. Þetta er uppáhaldstími ársins hjá okkur þegar við tökum inn nýju haustvörurnar eftir sumarið og útsölurnar. Við bjóðum alla velkomna að kíkja til okkar í Skipholt 33, fagna þessum breytingum og upplifa frábæra stemmingu með okkur,“ bætir Berglind við.

Sjá nánar á heimasíðu Brandtex.is

Það er margt fallegt í boði fyrir viðskiptavini Brandtex.