Rúnar Kristmannsson markaðstjóri Joe & The Juice segir að starfsfólkið hafi lengi ætlað sér að gera eitthvað í tengslum við maraþonið en aldrei tekist það fyrr en núna.

„Núna erum við komin með stóran hóp starfsmanna sem ætlar að slá til og hlaupa saman. Við völdum málefni sem við ætlum að hlaupa fyrir en það er Hugrún geðfræðslufélag. Það er félag stofnað af nemendum í hjúkrunarfræði, læknisfræði og sálfræði við Háskóla Íslands. Þau eru að vinna geggjað starf og eru að fara í framhaldsskóla og grunnskóla með geðfræðslu fyrir ungmenni,“ segir Rúnar.

Við erum með allan skalann af hlaupurum í hópnum og ætlum að hlaupa allt frá maraþoni niður í skemmtiskokk

Hugrún geðfræðslufélag hefur, auk þess að ferðast um landið og halda ókeypis fyrirlestra fyrir nemendur í framhaldsskólum, staðið fyrir árlegum fræðslukvöldum í Háskóla Íslands, haldið kynningar í félagsmiðstöðvum fyrir foreldra- og nemendafélög og ýmislegt fleira. Í dag taka nemendur úr Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Akureyri einnig þátt í starfseminni. Félagið er rekið á styrkjum, frjálsum framlögum og fjáröflunum, allur ágóði rennur í fræðslu ungmenna um geðheilbrigði

Fyrir hlaupið verður tilboð á orkuskotum á stöðum Joe & The Juice í miðbænum sem opna fyrr en venjulega í tilefni Reykjavíkurmaraþonsins.

„Við erum vinnustaður sem veitir ungu fólki atvinnu. Við stuðlum alltaf að heilsusamlegu líferni, hreyfingu og hollu mataræði. Okkur fannst þetta passa vel fyrir okkur að hlaupa fyrir þetta félag.“

Söfnun starfsfólksins er ekki hafin ennþá. Rúnar segir að þau séu að ganga frá skráningu og ætli svo að gera eitthvað skemmtilegt úr söfnuninni í samstarfi við Hugrúnu en hvað það verður á eftir að koma í ljós.

„Við erum allavega 15 sem ætlum að hlaupa. Við erum með allan skalann af hlaupurum í hópnum og ætlum hlaupa allt frá maraþoni niður í þriggja kílómetra skemmtiskokk,“ útskýrir Rúnar.

Á maraþondaginn sjálfan verður nóg um að vera á báðum stöðum Joe & The Juice í miðbænum, á Laugaveginum og á nýja staðnum á Hafnartorgi.

Joe & The Juice veitingastaðirnir í miðbænum opna sérstaklega snemma þann 22. ágúst og bjóða kaffiþyrsta viðskiptavini velkomna.

„Miðbærinn verður líklega fullur af hlaupafólki allan daginn og líka af fólki sem saknar menningarnætur. Við erum með tvo staði í miðbænum beggja megin við hlaupið og við munum opna snemma og vera með tilboð fyrir hlaupara,“ segir Rúnar.

„Við ætlum að vera með geggjuð tilboð á kaffi og skotunum okkar, rauðrófuskoti, túrmerikskoti og engiferskoti, um morguninn fyrir hlaupið. Svo verða geggjuð tilboð af matseðli út daginn. Það verða tónlistaratriði á báðum stöðunum og mikið fjör. Við mælum með að mæta á Joe & The Juice laugardaginn 22. ágúst og fagna góðu hlaupi og góðri stemningu.“

Fram eftir degi verða ýmis spennandi tilboð á réttum af matseðlinum.
Joegurt er frábær morgunmatur eða millimál fyrir hressa hlaupara.