Þegar eru nokkrar staðlaðar BYKO skemmur komnar til landsins og eru nú í byggingarferli. „Staðlaðar stálskemmur stytta byggingartímann verulega þar sem hönnun húsanna er fullkláruð þegar gengið er frá kaupum,“ segir Halldór Þ. W. Kristinsson, söluráðgjafi tæknivara hjá BYKO.

Skemmurnar eru hannaðar af íslenskum verkfræðistofum, Eflu og Faglausn, og taka mið af ýtrustu kröfum byggingarreglugerðar. „Í gegnum árin höfum við selt ýmsar gerðir og stærðir af stálgrindarhúsum en fundum út að mikill áhugi var á litlum og meðalstórum vélaskemmum á viðráðanlegu verði. Svo við ákváðum að slá til og láta hanna fyrir okkur staðlaðar skemmur í fjórum stærðum. Viðskiptavinurinn sparar bæði tíma og fjármuni við kaupin því hönnun húsanna er þegar til staðar. Viðbrögðin hafa verið vonum framar,“ segir Halldór.

Svona líta húsin út fullgerð. Mögulegt er að gera smávægilegar breytingar á skemmunum, til dæmis að fjölga hurðum og gluggum.

„Stálskemmurnar eru hannaðar sem vélaskemmur eða geymsluskemmur og uppfylla allar kröfur byggingarreglugerðar um slík hús. Mögulegt er að gera smávægilegar breytingar á skemmunum, til dæmis að fjölga hurðum og gluggum eða nota þykkari einangrun, svo eitthvað sé nefnt. Mögulegt er að bæta við rennum ef þess er óskað. Gríðarlegur áhugi er á þessum stálskemmum, enda bæði einfaldara og hagstæðara að byggja staðlaðar byggingar fremur en sérhannaðar,“ greinir Halldór frá og bætir við: „Stálgrindurnar eru heitgalvaniseraðar og eru sérsmíðaðar fyrir íslenskar aðstæður. Húsin standast mestu snjó- og vindálagskröfur sem gerðar eru í byggð á Íslandi og henta því sem geymslu- og vélaskemmur í öllum landshlutum. Húsin eru í fjórum stærðum; 80 m², 150 m², 250 m² og 350 m². Þau eru klædd 60 mm PIR- yleiningum á veggi og 80/125 mm yleiningum á þök.“

Mögulegt er að velja liti á klæðningarnar að utan sem innan. Húsunum fylgja svo allar áfellur svo hægt er að ganga frá húsunum án þess að þurfa að sérsmíða þær hér heima.

Yleiningarnar festast á galvaniseraða z-prófíla. Húsunum fylgja allar nauðsynlegar teikningar til að fá byggingarleyfi ásamt teikningum af grunni og vinnuteikningum, einni keyrsluhurð, einum glugga og tveimur gönguhurðum. Reyklosunargluggar eru á þaki sem hleypir inn birtu.

Nánari upplýsingar um þessar nýju stálgrindarskemmur má fá með því að senda fyrirspurn á netfangið bondi@byko.is. „Við sendum þá um hæl kynningarteikningar og svokallað samanburðarblað sem viðskiptavinurinn getur notað til þess að bera saman verð við aðra söluaðila,“ segir Halldór.

Húsin eru í fjórum stærðum; 80 m², 150 m², 250 m² og 350 m². Húsið á myndinni er 150 fermetrar.
Þetta er 250 fermetra hús.
Þetta er stærst, 350 fermetrar.