„Ég ætla að segja eins og amma mín, Róshildur: hún óskaði aldrei til hamingju með afmælið heldur sagði alltaf „gleðilegt nýtt ár“ og lagði drög að næstu sókn,“ segir Guðrún Högnadóttir, framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi og framkvæmdastjóri og stofnandi FranklinCovey á norðurslóðum, en félagið fagnar 10 ára afmæli í maí sem markar 10 ár af þjálfun, þróun, vexti og trausti á íslenskum markaði. Á þessum áratug hafa starfsmenn FranklinCovey unnið með meira en 300 vinnustöðum á Íslandi í einka-, opinbera og þriðja geiranum og hafa ráðgjafar félagsins starfað að verkefnum í 30 löndum.

Ný námskeið

„Við ætlum á þessu afmælisári aðeins að horfa fram á veginn og minna á mikilvægi lífstíðarlærdóms og afgerandi hlutverks vinnustaða í að rækta fólk. Við fögnum þessum tímamótum með því að kynna til leiks stafrænan kampus eins og við köllum AllAccessPass; námskeið sem eru hönnuð til þess að efla íslenska starfsmenn í þeim lykilfærniþáttum sem við þurfum til að vinna í okkar þekkingarsamfélagi.“

Um er að ræða stafrænt fræðslusetur á íslensku og 23 öðrum tungumálum en AllAccessPass akademían býður upp á allt efni FranklinCovey með hagnýtum og áhrifaríkum námskeiðslotum, æfingum, glósum og könnunum í þeim færniþáttum sem rannsóknir sýna að þjóni árangri í atvinnulífinu á þekkingaröld. Þetta markar stór tímamót í íslensku atvinnulífi þar sem FranklinCovey verður fyrsta fyrirtækið á Íslandi til að bjóða upp á stafrænt fræðsluefni og námskeið á íslensku sem eru vottuð með alþjóðlegum endurmenntunareiningum (CEU) en þær eru stöðluð mælieining á ávinning þjálfunar og nú er krafa hjá mörgum atvinnugreinum að skila vottuðum tímafjölda í endurmenntun á hverju ári. Allt efni FranklinCovey er byggt á tímalausum lögmálum um mannlegan árangur sem er hannað til að hjálpa fólki til að bæta bæði viðhorf og hegðun.

Guðrún Högnadóttir segist vera bæði auðmjúk og stolt af að hafa fengið að vinna með framúrskarandi vinnustöðum á Íslandi síðastliðin tíu ár.

„Þetta eru fleiri hundruð gagnvirk örnámskeið sem eru áhrifarík og skemmtileg og byggja á fjölda myndbanda, æfinga, handbókum og stuðningi. Það sem gerir þau líka einstök er að fyrir utan að vera á íslensku þá eru þau einnig aðgengileg á 23 öðrum tungumálum, eins og þegar hefur komið fram, þannig að margir okkar viðskiptavina hér heima eru að nota þetta efni til að þjálfa hópa á ýmsum tungumálum auk íslenskunnar.“

Áhugaverðar breytingar

Fyrir utan stafræna grunninn er FranklinCovey á Íslandi að kynna nýja ásýnd á starfi sínu og þjónustu. „Við viljum vera traustasta leiðtogafyrirtæki í heimi og erum að skerpa á því bæði hvernig við vinnum með okkar viðskiptavinum, hvaða árangri við erum að ná og hvaða lausnir við bjóðum upp á. Þetta verður kynnt í lotum í sumar.“

Um er að ræða breytingar á nálgun fyrirtækisins í þjónustu, framtíðarsýn og ásýnd FranklinCovey og er einblínt á fjögur lykilsvið: Einstaklingsárangur, leiðtogahæfni, sigurmenningu og framkvæmd stefnu.

„Við sjáum vöxt fólks leggja grunn að farsælum vexti vinnustaða – og bjóðum spennandi leiðir til að flétta þjálfun inn í daglega starfsemi, meðal annars með þjálfun þjálfara, stafrænum mentor, handhægum leiðbeiningum auk vinnustofa og markþjálfunar.“

FranklinCovey var stofnað í Bandaríkjunum árið 1997.

Í hundrað og sextíu löndum

FranklinCovey var stofnað í Bandaríkjunum árið 1997. „Stephen Covey varði doktorsritgerð sína við Harvard-háskólann og birti rétt fyrir sextugt bókina 7 venjur til árangurs (The 7 Habits of Highly Effective People) sem er mest selda bók frá upphafi á sviði stjórnunar og persónulegrar forystu. Hann stofnaði í kjölfar félagið the Covey Leadership Center sem sameinaðist seinna tímastjórnunarfyrirtækinu Franklin Quest sem er með tilvísun í Benjamin Franklin sem var náttúrlega mikill vísindamaður og einn af höfundum bandarísku stjórnarskrárinnar. Franklin og Covey voru tveir miklir vísinda- og forgöngumenn sem horfðu til lögmála árangurs og arfleifð þeirra leggur grunninn að árangri um heim allan með félag sem er skráð í kauphöllinni í New York. Við byggjum allt okkar efni á tímalausum og tímanlegum lögmálum sem þjóna þvert á landamæri.

Okkar fólk fer fram úr á morgnana til að þjóna árangri einstaklinga og vinnustaða með lausnum sem eru hannaðar til þess að hafa áhrif á hegðun fólks. Og það er kannski það sem aðgreinir okkur frá öðrum, að við höfum áhrif á hvernig fólk sér sjálft sig, vinnuna sína og tækifæri og breytir þar af leiðandi hegðun sinni. Við mælum þetta alltaf fyrir og eftir okkar vinnustofur og sjáum ótrúlega breytingu til betri samskipta, menningar og frammistöðu.“

Allt efni FranklinCovey er byggt á tímalausum lögmálum um mannlegan árangur og er hannað til að hjálpa fólki til að bæta bæði viðhorf og hegðun. Nemendur ná færni í leiðtogahæfni og einstaklingsárangri.myndir/AÐSENDAR

Guðrún segist vera bæði auðmjúk og stolt af að hafa fengið að vinna með framúrskarandi vinnustöðum á Íslandi síðastliðin 10 ár. „Það er unun að hafa getað lært af, lært með og hjálpað öðrum að vaxa og ná auknum árangri. Það er merkilegt þegar maður horfir til baka sem eiginlega frumkvöðull að hafa fengið að starfa við það sem maður elskar í öll þessi ár og geta skapað störf í kringum það og skilið eftir sig einhver fingraför á íslensku atvinnulífi. Það eru líka mikil forréttindi að fá að vinna í svona alþjóðlegu fyrirtæki í samstarfi við fremstu háskóla heims og með fremstu arkitektum heims að hönnun námsefnis, leiðtogahæfni og ræktun fólks.“

Guðrún er framkvæmdastjóri FranklinCovey á Íslandi og framkvæmdastjóri og stofnandi FranklinCovey á norðurslóðum.