Það er mörgum afar mikilvægt að sjúkraþjálfunarstofur haldi áfram starfsemi sinni, enda skiptir sjúkraþjálfun sköpum í hreyfigetu og vellíðan fjölda fólks.

Til þess að halda stofunum opnum þurfa starfsmenn þeirra að gæta ítrustu varkárni og fylgja í hvívetna sóttvarnaleiðbeiningum heilbrigðisyfirvalda. Þar sem meðferðir krefjast nándar, og minna en tveir metrar eru milli viðskiptavinar og meðferðaraðila í 15 mínútur eða lengur, verða aðrar sóttvarnir enn mikilvægari. Rík áhersla er lögð á grímunotkun, handþvott, handspritt og sótthreinsun snertiflata. Sjúkraþjálfarar nýta sér allar tiltækar sóttvarnir Hjá Sjúkraþjálfuninni í Sporthúsinu var ákveðið að skoða betur sóttvarnaúrræði fyrir bæði meðferðaraðila og skjólstæðinga. Eftir að Hildur Kristín Sveinsdóttir, sjúkraþjálfari og eigandi og framkvæmdastjóri Sjúkraþjálfunarinnar, hafði heyrt um Viruxal munn- og nefúðana frá Kerecis, ákvað hún að kynna sér málið betur. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um að nota Viruxal á sjúkraþjálfunarstofunni ásamt hefðbundnum sóttvörnum til þess að auka öryggi allra, hvort heldur er meðferðaraðila eða skjólstæðinga. „Ég sá að með notkun úðanna værum við enn betur varin gegn COVID-19 og auk þess væru okkar skjólstæðingar líka í öruggara umhverfi þegar þeir koma til okkar,“ segir Hildur og bætir við: „við fengum fræðslu um úðana, um verkun og notkun, áður en við byrjuðum að nota þá, þannig að við erum öll mjög meðvituð um hvenær og hvernig best er að nota Viruxal. Með því að nýta allar tiltækar sóttvarnir teljum við okkur og skjólstæðinga okkar vera öruggari og þannig minnkum við einnig líkur á smiti sem annars gæti leitt til lokunar á stofunni,“ segir Hildur.

ViruxNasal og ViruxOral eru viðbót við hefðbundnar sóttvarnir. Myndir/aðsendar

Áhrif fitusýrusameinda í úðaformi gegn SARS-CoV-2

Lækningavörufyrirtækið Viruxal, dótturfyrirtæki Kerecis, hefur nú þróað áhugaverða virucidal (veiruafvirkjandi) tækni með náttúrulegum fitusýrum. Tvær lækningavörur í úðaformi, ViruxNasal og ViruxOral, hafa verið settar á markað, sem viðbótarvörn gegn kórónaveirunni SARS-CoV-2.

Þegar Viruxal fitusýrunum er úðað í nef og munn myndast tímabundið varnarlag sem getur dregið úr veirumagni með því að afvirkja sjúkdómsvaldandi loftbornar veirur og hindra þær þannig í því að festast við yfirborð slímhimnu.

Brýtur upp og eyðir

Fitusýrurnar í Viruxal úðunum virka á veirur á svipaðan hátt og sápa gerir þegar við þvoum okkur. Dr. Hörður G. Kristinsson matvælalífefnafræðingur er vísindaráðgjafi Viruxal og segir: „Úðarnir innihalda örfínar fitusýrusameindir sem með sína skautuðu eiginleika, geta smeygt sér inn í fituhjúp SARS-CoV-2 veirunnar og skemmt fitulagið þannig að veiran brotnar upp og óvirkjast áður en hún sýkir frumur og fjölgar sér.“ Hörður segir jafnframt að þessi verkun sé staðfest með niðurstöðum á rannsóknarstofu við Utah State University, sem er mjög virt á sínu sviði. „Í rannsókninni sem gerð var á Viruxal með því að blanda því saman við SARS-CoV-2 veiruna sást að fitusýrurnar afvirkjuðu 99,97% af SARS-CoV-2 í frumuræktinni, án þess að hafa neikvæð áhrif á frumurnar sjálfar.“

Ofangreind virkni Viruxal® byggir á niðurstöðum úr prófunum á rannsóknarstofu.

Aðalsmitleið SARS-CoV-2 er með dropasmiti í gegnum nef og munn og því hefur Viruxal þróað tvær vörur, úða sem úðað er annars vegar í nef og hins vegar í munn.

ViruxNasal er nefúði sem býr til tímabundið varnarlag í nefi og nefkoki gegn kórónaveirunni.

ViruxNasal er nefúði sem býr til tímabundið varnarlag í nefi og nefkoki. Best er að nota hann yfir daginn þegar einstaklingur er útsettur fyrir smiti. Til dæmis áður og eftir að farið er í matvöruverslun eða á aðra staði þar sem líkur á að smitast eru miklar. Nefúðann má nota allt að 6 sinnum á dag (1 sinni í hvora nös í hvert sinn).

ViruxOral er munnúði sem býr til tímabundið varnarlag í munnkoki og getur eytt þeim veirum sem hafa tekið sér bólfestu í hálsi.

ViruxOral er munnúði sem býr til tímabundið varnarlag í munnkoki og getur eytt þeim veirum sem hafa tekið sér bólfestu í hálsi. Þegar munnúðinn er notaður er mælt með því að setja stútinn inn í munn, beina í átt að hálsi og koki og úða 3 sinnum aftast í háls og kok. Munnúðann má nota tvisvar á dag.

Hér má sjá á mynd virkni úðanna tveggja, hvort tveggja í nefholi og í koki.

Til að verjast sjúkdómsvaldandi veirum er best að nota báða úðana. Þannig býrðu til tímabundið varnarlag á þeim stöðum sem eru þekktir fyrir að vera helsta smitleiðin.