Hrönn Bjarnadóttir, sölu- og markaðsstjóri, segir að Óskaskrín sé 10 ára gamalt fyrirtæki en fyrstu Óskaskrínin voru kynnt til sögunnar árið 2011. „Óskaskrín eru þemabundnar gjafaöskjur sem virka þannig að sá sem hefur eignast Óskaskrín getur valið úr fjölda ólíkra upplifana,“ segir hún. „Þannig hefur Gourmet Óskaskrín að geyma úrval veitingastaða þar sem hægt er að velja úr og borða dýrindis mat. Í Rómantík er boðið upp á gistinótt á fjölda hótela með kvöldmat og morgunmat víða um land. Í Dekurstund er boðið upp á margar mismunandi dekurmeðferðir. Eins erum við með sérhannaða fyrirtækjapakka í nokkrum verðflokkum þar sem búið er að blanda saman upplifunum úr ólíkum öskjum og búa þannig til Óskaskrín með mun fleiri og fjölbreyttari valmöguleikum. Þau eru hugsuð fyrir fjölbreytta starfsmannahópa svo allir finni eitthvað við sitt hæfi. Við erum með 19 tegundir af almennum Óskaskrínum og 5 verðflokka í fyrirtækjapökkunum okkar,“ upplýsir Hrönn og bætir við:

Mikil fjölbreytni

„Sá sem fær Óskaskrín að gjöf velur einn af valmöguleikum sem í boði eru, bókar sína upplifun hjá þjónustuaðilanum, mætir svo á staðinn og greiðir með því að afhenda gjafakortið við komu á hótelið, á veitingastaðinn, á snyrtistofuna eða allt í takt við þá tegund af Óskaskríni sem viðtakandinn fékk að gjöf.“

Hrönn segir að sérstaða Óskaskríns sé hin mikla fjölbreytni og hið mikla val sem handhafi öskjunnar hefur. „Óskaskrín er ekki eins og hefðbundið gjafakort sem gildir einungis á einn tiltekinn stað. Óskaskrín er hægt að nota á mörgum stöðum og er því ólíkt öllu því sem er í boði á markaðnum. Við höfum líka bent á að þó svo að einum eða fleiri stöðum sé lokað þá sjáum við til þess að ætíð séu til staðar margir valkostir að velja úr og við erum stöðugt að bæta við nýjum samstarfsaðilum. Við veljum samstarfsaðila okkar af mikilli kostgæfni því við viljum vera örugg um að handhafi Óskaskríns fá ætíð góðar viðtökur þegar hann mætir til að njóta. Við erum líka ótrúlega stolt að segja frá því að upplifun korthafa er nánast undantekningarlaust góð og samstarf okkar við alla okkar samstarfsaðila er mjög gott,“ segir hún.

„Við höfum orðið vör við mikla aukningu í því að fyrirtæki gefi Óskaskrín til starfsmanna sinna, bæði sem jólagjafir og aðrar tækifærisgjafir. Óskaskrín er til dæmis frábær jólagjöf fyrir stór fyrirtæki með fjölbreyttan starfsmannahóp þar sem gjöfin gefur starfsmanninum val á milli fjölmargra ólíkra valkosta í stað þess að geta aðeins valið um eitt eins og er venjan með hefðbundin gjafabréf. Við bjóðum fyrirtækjum upp á að sérmerkja öskjurnar með lógói og litum fyrirtækisins ásamt persónulegri kveðju að eigin vali. Eins eru kortin öll með sérstakt heimasvæði á heimasíðunni okkar þar sem hægt er að skoða alla valmöguleikana. Þessar gjafir hafa notið mikilla vinsælda. Eins bjóðum við nú í fyrsta sinn upp á inneignarkort með tiltekinni fjárhæð að eigin vali hjá sérvöldum verslunum og þjónustuaðilum.

Glaðningur og bröns

Öll Óskaskrínin okkar seljast mjög vel. Af hefðbundnu Óskaskrínunum okkar eru það Glaðningur og Bröns fyrir tvo sem seljast alltaf mjög vel, ásamt dekurpökkunum okkar tveimur, Dekurstund og Eðal Dekur. Eins erum við tvö Óskaskrín með hótelgistingum, Rómantík og Góða Helgi sem eru alltaf jafn vinsæl enda alveg frábær gjöf,“ segir Hrönn.

Hrönn segir að Óskaskrín sé frábær gjöf sem henti öllum. „Úrvalið er fjölbreytt og upplifanir ólíkar og eigandi Óskaskríns hefur mikið um það að segja hvað hann vill upplifa. Að gefa Óskaskrín er líka frábær leið til að minnka sóun og hugsa um umhverfið og gefa frekar upplifun sem býr til minningar í stað hluta sem skilja mun minna eftir sig og flestir eiga alveg nóg af. Að gefa Óskaskrín tónar líka mjög vel við ástandið í dag með hvatningunni um að ferðast innanlands og styðja við bakið á íslenskum fyrirtækjum. Með því að gefa Óskaskrín er gefandinn að styðja við bakið á veitingastöðum, hótelum, snyrtistofum og fyrirtækjum í ferðaþjónustu sem mörg hver hafa verið að berjast í bökkum vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Með Óskaskríni er verið að gefa upplifun, upplifun sem á að skilja eftir sig fallegar minningar um stund og stað og hlýlegar hugsanir til þeirra sem gáfu gjöfina.

Öll Óskaskrín koma í fallegri öskju og inni í henni er gjafakortið sjálft ásamt handbók með lista yfir alla valmöguleikana sem í boði eru. Við bjóðum einnig upp á að senda Óskaskrín beint til þess sem á að fá gjöfina og getum bæði pakkað fallega inn ásamt því að senda persónulega kveðju með gjöfinni. Starfsmenn Óskaskríns veita ráðgjöf um val á hinni fullkomnu gjöf.“

Óskaskrín fæst í öllum verslunum Pennans Eymundsson og Hagkaups. Einnig á oskaskrin.is. Boðið er upp á heimsendingu hvert sem er á landinu og innan 24 klst. heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Hægt er að sækja og kaupa á skrifstofunni að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð. Til að fá nánari upplýsingar um fyrirtækjapakkana er best að senda tölvupóst á info@oskaskrin.is