Ferðaskrifstofan Visitor hefur um 20 ára reynslu af skipulagningu árshátíðarferða erlendis fyrir fyrirtæki og hópa. Guðrún St. Svavarsdóttir, verkefnastjóri hópadeildar Visitor, segir alla hópa á þeirra vegum vera í skýjunum með ferðirnar sem starfsmenn ferðaskrifstofunnar skipuleggja. „Þegar kemur að skipulagningu árshátíðarferðar sjáum við um allan pakkann. Við bókum flug, hótel, rútur til og frá flugvelli, árshátíðarkvöldverð og skemmtiatriði, veislustjóra og plötusnúð til að halda uppi fjörinu, sé þess óskað. Einnig sjáum við um að bóka skemmtilegar skoðunarferðir. Starfsmaður Visitor fer með í allar ferðir þar sem hópurinn er stærri en 50 manns, til að passa að allt sé upp á tíu. Um leið sérsníðum við árshátíðarferðina að þörfum hvers og eins hóps.“

Árshátíð fyrir 250 manns á Alicante á Spáni.

Allar borgir í boði

Guðrún segir Visitor í raun bjóða upp á árshátíðarferðir til allra borga sem flogið er til frá Íslandi. „Vinsælustu áfangastaðirnir fyrir árshátíðir hafa verið Alicante, Lissabon, Berlín, Dublin og Kaupmannahöfn. Stundum þurfa fyrirtæki og hópar að skipta hópnum til helminga á tvær dagsetningar og þá er gott að það sé daglegt flug til þeirrar borgar sem hefur orðið fyrir valinu.“

Berlín er spennandi borg og hentar vel fyrir árshátíðarferðir

Þegar hópurinn kemur á áfangastað bíður rúta hans auk þess sem fararstjóri á vegum Visitor tekur á móti stærri hópum og aðstoðar við innritun á hótelið. „Ef hópurinn hefur bókað skoðunarferðir eru dagarnir nýttir í að skoða borgina með leiðsögumanni. Yfirleitt er eitt sameiginlegt árshátíðarkvöld þar sem allur hópurinn kemur saman og á góða kvöldstund. Þá er oftast boðið upp á þriggja rétta matseðil með víni, bar og ball fram eftir kvöldi með plötusnúði og jafnvel skemmtiatriðum.“

Fótboltaleikur og árshátíðarferð er fínasta blanda. Hér er Siggi Hlö, framkvæmdastjóri Visitor, staddur á Old Trafford, heimavelli Manchester United.

Ekki bíða með að fá tilboð

Í vor hefur Visitor sent stóra hópa til Alicante, Lissabon, Berlínar og Dublin og segir Guðrún alla koma með stórt bros til baka eftir vel heppnaða ferð. „Nú er tíminn til að skipuleggja árshátíðarferðina fyrir haustið eða næsta vor. Það er alltaf vinsælt að nota frídagana á vorin til að fara með fyrirtækið í ferð svo ekki þurfi að loka í marga daga. Dagsetningar kringum sumardaginn fyrsta og uppstigningardag seljast til dæmis fljótt upp. Í júlí koma svo í sölu fótboltaferðirnar okkar vinsælu en það er tilvalið að tvinna saman árshátíðarferð og leik á enska boltann. Einnig erum við með úrval tónleikaferða en það er líka mjög sniðugt að bjóða starfsfólki fyrirtækja í tónleikaferð.“

Nánar á visitor.is.

Þegar Dublin er heimsótt er tilvalið að skella sér á River dance sýningu.