Spánarheimili hafa starfað í ellefu ár og eru með skrifstofur bæði á Íslandi og á Spáni en hjá fyrirtækinu starfa átta manns. Allt Íslendingar sem búa meðal annars á Spáni og þekkja til á staðnum.

„Við seljum fasteignir á Spáni og höfum gert í mörg ár. Við erum með skrifstofu á Alicante-svæðinu og erum aðallega að selja fasteignir við suðausturströnd Spánar, um það bil frá Valencia til Almeria. En fólk hefur alveg haft samband við okkur sem er að kaupa annars staðar og við höfum aðstoðað það við pappírsferlið þó það sé ekki alveg á okkar svæði,“ segir Bjarni Sigurðsson framkvæmdastjóri hjá Spánarheimilum.

„Við höfum gengið mun lengra en aðrir við að aðstoða fólk bara við fasteignakaup. Við förum ekki frá borði þegar lyklarnir eru afhentir heldur bjóðum upp á þjónustu í kjölfar kaupanna. Þjónustan sem við höfum boðið upp á er fasteignaumsjón sem felst í eftirlitsferðum í eignirnar. Við sendum eigendum svo stöðupóst um hvort allt sé í lagi. Við mætum líka á húsfélagsfundi og höfum boðið upp á þrifaþjónustu sem hefur nýst fólki vel í Covid þegar ferðatakmarkanir eru á milli landa.“

Bjarni Sigurðsson segir eigendur alltaf geta leitað til skrifstofu Spánarheimila eftir aðstoð.

Heildstæð þjónusta

Bjarni segir að Spánarheimili bjóði líka upp á leiguumsjón ef fólk vill leigja út fasteignir sínar á Spáni.

„Við höfum leigt eignirnar út í gegnum Airbnb eða aðra vefi, bæði erlenda og íslenska. Við bjóðum einnig upp á flugvallarakstur og erum með deilibíla í gegnum síðu sem heitir spanarbilar.is. Svo rekum við upplýsingasíðuna Spann.is. Þar getur fólk fundið alla þjónustu sem við kemur Spáni, eins og lögfræðiþjónustu, til dæmis til að gera erfðaskrá eða þjónustu sem hjálpar fólki með öll mál tengd því að eiga fasteign á Spáni,“ útskýrir hann.

Allir sem kaupa fasteign í gegnum Spánarheimili fara sjálfkrafa í vildarklúbb sem býður meðlimum upp á ýmsa þjónustu á Spáni á hagstæðari kjörum. Það er til dæmis hægt að fá góð kjör á bílaleigubíl, flugi og golfi svo dæmi séu nefnd.

„Við leggjum áherslu á að veita heildstæða þjónustu við allt sem tengist því að eiga fasteign á Spáni. Viðskiptavinir okkar hafa alltaf aðgang að Spánarheimilum bæði á Spáni og á Íslandi ef einhverjar spurningar vakna eða ef eitthvað kemur upp sem fólk þarf aðstoð við varðandi skemmri eða lengri tíma búsetu á Spáni. Við getum sagt að við erum með þjónustu í tengslum við alla snertifleti þess að vera kaupandi eða eigandi fasteignar á Spáni,“ segir Bjarni.

„Við erum bæði fasteignasala og þjónustufyrirtæki. Við seljum fasteignir fyrir alla, bæði byggingar­aðila sem eru að byggja fasteignir á suðurströnd Spánar og fyrir eigendur sem vilja selja sínar eignir. Við markaðsetjum eignir okkar á íslenskum markaði gegnum Spánarheimili en við erum ekki bara að selja fyrir Íslendinga. Við höfum aðgang að gagnagrunni fasteignasala á svæðinu og höfum aðgang þar að öllum eignum fyrir kaupendur okkar.“

Bjarni segir að fólk sé oft ekki tilbúið að kaupa fasteign strax og vilji kannski prófa að byrja á að leigja í nokkra mánuði til að vita hvort svæði henti því.

„Þá bjóðum við upp á að fólk geti leigt eignir í gegnum okkur og fengið tilfinningu fyrir svæðinu. Við köllum þetta að máta sig við svæðið.“

Spánarheimili bjóða kaupendum upp á ókeypis skoðunarferð til Spánar til að skoða fasteignir.

Sérsniðnar skoðunarferðir

Á vefsíðu Spánarheimila, spanarheimili.is, má finna yfirlit yfir fasteignir til sölu, en Bjarni segir að listinn sé ekki tæmandi yfir þær eignir sem eru í boði.

„Við leggjum mikla áherslu á að fólk komi í skoðunarferð ef það hefur áhuga á að kaupa fasteign á Spáni. Við bjóðum upp á skoðunarferðir í fimm til sjö daga, jafnvel lengur. Innifalið í skoðunarferð er flug og gisting. Við reynum að bjóða upp á gistingu í sambærilegri eign og fólk er að spá í að kaupa til að fólk geti upplifað hvernig er að dvelja í slíkri eign,“ segir Bjarni. Hann útskýrir að skoðunarferðirnar séu ekki hópferðir heldur sérsniðnar að væntanlegum kaupanda, hvort sem það er einstaklingur eða par.

„Við förum með fólkið í skoðunarferð svo það fái innsýn í svæðið og sjái hvað það býður upp á. Hvort sem fólk vill vera nálægt strönd, golfvelli eða öðru. Við sýnum viðskiptavininum allar tegundir eigna sem eru í boði miðað við hans leitarskilyrði. Við höfum líka oft samband við aðrar fasteignasölur sem eru með svipaðar eignir og viðskiptavinurinn leitar eftir. Það gerum við til að finna bestu eignina fyrir okkar viðskiptavini.

“Bjarni segir að verðið á einnar viku skoðunarferð sé 89.000 krónur, bæði fyrir flug og gistingu en skoðunarferðargjaldið er svo endurgreitt ef af kaupum verður.

Viðskiptavinir pakkaðir í bómull

Ef af kaupum verður leiðir starfsfólk Spánarheimila viðskiptavinina í gegnum allt ferlið á íslensku.

„Kaupferlið á Spáni er annað en á Íslandi. Það þarf að gera ýmislegt sem við aðstoðum fólk við. Það þarf til dæmis að fá spænska kennitölu til að komast inn í kerfið á Spáni. Einnig þarf að opna bankareikning þar til að geta beintengt alla framtíðarreikninga vegna eignarinnar í greiðsluþjónustu. Ef fólk ætlar að sækja um lán þá höfum við milligöngu um það að fá tilboð í lán í spænskum bönkum,“ útskýrir Bjarni

„Fólk þarf þá að leggja fram helstu gögn sem við þekkjum hér, eins og afrit af skattaskýrslu, launaseðlum, greiðsluseðlum af lánum og svo framvegis. Þetta er svo allt þýtt af okkar hálfu. Innan okkar raða starfar íslenskur löggiltur skjalaþýðandi. Við vinnum málið alveg frá a-ö fyrir okkar kúnna, útskýrum þá lánamöguleika sem eru í boði og sjáum um að þýða og túlka þegar kemur að því að skrifa undir afsal. Ef viðskiptavinurinn fær svo bréf eða tölvupóst á spænsku þá er alltaf hægt að koma á skrifstofuna til okkar og við aðstoðum. Við erum með okkar samlanda pakkaða í bómull í gegnum allt ferlið.“