„Það er ekkert dásamlegra en að vakna í janúar við birtu og fuglasöng inn um gluggann. Hella upp á góðan kaffibolla, setjast út í morgunsólina og renna yfir fréttirnar á netinu og gera sig kláran fyrir daginn. Vinnuna er í auknum mæli hægt að klára á netinu og svo er hægt að fara níu golfholur í eftirmiðdaginn eftir vinnu, jafnvel 18 holur ef vinnan klárast snemma, og góður göngutúr gerir líka sitt gagn.“

Þetta segir Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali og eigandi Spánareigna, um daglegt líf sitt og fleiri Íslendinga á Spáni.

„Matargerðin er einföld og heilsusamleg, gott aðgengi að ódýru, fersku grænmeti, og svo skellir maður stundum góðum fiski eða kjöti á grillið, eða í ofninn, og opnar góða hvítvínsflösku með. José Pariente er í miklu uppáhaldi þessa dagana. Ef maður nennir ekki að elda er hægt að fara út að borða með fjölskyldunni eða vinum. Það kostar ekki nema tíu til fimmtán evrur að fá sér góða þriggja rétta máltíð og vínglas með, þannig að það er vel hægt að leyfa sér það. Heimsendingarþjónustan virkar líka vel, ef maður nennir hvorki að elda né fara út að borða. Og síðan er hægt að horfa á kvöldfréttirnar á Stöð 2, Hringbraut eða RÚV, því afruglarinn að heiman virkar fínt hér á Spáni.“

:Einstök náttúrufegurð er á Las Colinas-golfvellinum.

Aðstoða við allt kaupferlið

Aðalheiður er að lýsa lífsstíl sínum síðastliðna tvo áratugi.

„Beina flugið á milli Alicante og Keflavíkur, allt árið um kring, gerir fólki kleift að fljúga á milli eftir þörfum og þeim Íslendingum fjölgar stöðugt sem uppgötva þessi lífsgæði. Ég veit ekkert skemmtilegra en að aðstoða fólk við að finna réttu eignina og allt kaupferlið, sem er auðveldara en margir halda. Flestir kaupa eignir á Spáni til að dvelja í hluta úr ári, til dæmis yfir svartasta skammdegið, en svo eru alltaf fleiri og fleiri sem flytja alfarið út í sólina,“ segir Aðalheiður, sem verið hefur FKA-kona til margra ára.

Glæsileikinn er allsráðandi hvert sem litið er á Las Colinas-svæðinu.

Las Colinas-golfið

Aðalheiður segir golf og fagurt umhverfi, ásamt vönduðum eignum í hæsta gæðaflokki, vera það sem heillar mest þegar keyrt er inn um hliðið á Las Colinas-golfvellinum.

„Við hönnun svæðisins var markmiðið að skapa „un mundo aparte“ eða heim út af fyrir sig, og það hefur svo sannarlega tekist vel. Það tekur um 50 mínútur að keyra í suður frá Alicante-flugvellinum að þessari paradís. Klúbbhúsið er glæsilegt, með tveimur góðum veitingastöðum, og þar við hliðina er þriðji veitingastaðurinn, Il Palco, sem talinn er einn besti veitingastaðurinn á Costa Blanca-svæðinu. Einnig hafa íbúar Las Colinas aðgang að nýrri og glæsilegri heilsurækt, tennisvöllum, matvöruverslun, fallegum gönguleiðum, strandklúbbi og fleiru.“

Las Colinas-golfvöllurinn er ekki gamall, hann fagnaði nýlega tíu ára afmælinu.

„Strax þegar hann var opnaður þótti hann með bestu golfvöllum Spánar og hefur Las Colinas-svæðið verið nokkrum sinnum valið það besta á Spáni og völlurinn sá besti í landinu. Það segir mikið um gæði hans,“ segir Aðalheiður.

Völlurinn sjálfur er ekki auðveldur en gefur samt góð tækifæri, þrátt fyrir að golfarinn sé ekki í meistaraflokki.

„Flestar holurnar eru sanngjarnar og bjóða upp á ýmsa möguleika til að ná góðu skori. Fjölbreytni vallarins er heillandi; tré, vötn og glompur bíða samt eftir því að stríða golfaranum ef hann hittir boltann ekki vel,“ segir Aðalheiður.

Íbúðir með glæsilegu útsýni yfir golfvöllinn.
Golfkennslan á Las Colinas hjálpar til við að bæta skorið.

Íslendingar vinsælir

Æfingasvæðið á Las Colinas þykir einnig sérlega glæsilegt og þar er hægt að fá golfkennslu.

„Troon Golf sér um allt viðhald á vellinum og æfingasvæðinu, og fólk tekur eftir því að yfir vellinum er annað yfirbragð en almennt gerist. Hugsað er út í hvert smáatriði og mikil vinna og metnaður lagður í að halda vellinum vel grónum og snyrtilegum,“ greinir Aðalheiður frá.

Las Colinas-golfsvæðið er stórt, nálægt 200 þúsund ferkílómetrum, og hefur markmiðið frá upphafi verið að hafa byggð ekki of þétta. Áætlað er að byggja um 1.800 íbúðir og hús, og nú er búið að byggja um helminginn.

„Nokkrir Íslendingar hafa nú þegar eignast heimili á Las Colinas og njóta þess að dvelja þar til lengri eða skemmri tíma. Jon Brook, framkvæmdastjóri golfvallarins, segir mikið ánægjuefni að fá Íslendinga á völlinn; þeir séu skemmtileg viðbót í alþjóðlegt samfélag golfara sem tekið hefur ástfóstri við Las Colinas-golfvöllinn og spila hann reglulega,“ segir Aðalheiður.

Í fyrra skipulögðu Spánareignir þriggja daga boðsmót í golfi í samstarfi við Las Colinas. Það tókst með miklum ágætum og er ráðgert að endurtaka leikinn í haust.

„Það er þó meira en golfið sem heillar. Það er til dæmis örstutt að keyra á ströndina, og nokkura tíma akstur er á falleg skíðasvæði, vínekrur og til spennandi stórborga eins og Madríd, Marbella og Valencia,“ segir Aðalheiður.

Glæsilegt klúbbhúsið á Las Colinas-golfvellinum.
Morning Breeze-villan, hönnuð af Monicu Armani.

Stílhreinn glæsileiki

Það er athyglisvert við Las Colinas hvað uppbyggingin hefur verið hröð, og eignir seljast vel, þrátt fyrri að vera ekki endilega þær ódýrustu á Costa Blanca-svæðinu.

„Fólk er tilbúið að borga aðeins meira fyrir aukin gæði og þau er svo sannarlega að finna á Las Colinas. Húsin eru öll byggð í sama stíl; hvít, stílhrein og glæsileg, og lóðirnar eru stærri en almennt gerist. Framboð á eignum er og verður takmarkað, og fólk er að tryggja sér eignir núna, áður en þær seljast upp og verðin hækka meira. Hægt er að velja um einbýlishús í ýmsum stærðum og auk þess fallegar íbúðir og penthouse-íbúðir,“ upplýsir Aðalheiður.

Hún segir einnig gera svæðið skemmtilegt að þar eru að finna nokkrar glæsivillur sem hannaðar hafa verið af þekktum arkitektum og hönnuðum.

„Í því sambandi má nefna Morning Breeze-villuna sem Monica Armani hannaði og hefur vakið mikla athygli. Sumir hafa hins vegar farið þá leið að kaupa lóð og látið hanna og byggja hús drauma sinna,“ segir Aðalheiður.

Spánareignir hafa frá upphafi verið í góðu samstarfi við alla helstu byggingaraðila á Las Colinas og veita yfirgripsmikla og góða aðstoð við að fara yfir möguleikana og finna réttu eignirnar og allt kaupferlið. Einnig er í boði að skoða eignir í gegnum vídeómyndavél.

„Hægt er að hafa samband við starfsfólk Spánareigna og bóka einkafund til að fara yfir málin áður en haldið er út til Spánar til að skoða eignirnar og prófa golfvöllinn, því hvað er betra en að spila golf í góðu veðri árið um kring á einum besta golfvelli Spánar?“ segir Aðalheiður sem nýtur lífsins til hins ítrasta á fagra Spáníá.

Allar nánari upplýsingar eru á spanareignir.is.

Þessi umfjöllun birtist fyrst í sérblaði Félags kvenna í atvinnurekstri sem fylgdi Fréttablaðinu fimmtudaginn 20. janúar 2022.