Hank er ægilega elskulegur og krúttlegur hundur sem dreymir stóra drauma um að verða stórkostlegur samúræja-hermaður. Hann heldur af stað í leit að frægð og frama en því miður finnur hann ekkert nema bæinn Kakamucho, sem tekur ekkert sérlega vel á móti honum.

Í Kakamucho sker hann sig úr svo um munar vegna þess að hann er hundur og allir aðrir í bænum eru … kettir! Og, eins og við vitum, þá hata kettir hunda.

Hank vill umfram allt gera bæjarbúum til hæfis og óafvitandi verður hann þátttakandi í djöfullegri og sjálfselskulegri áætlun Ika Chu um að losa Kakamucho við alla sína íbúa. Aðeins ein lítil hindrun stendur í vegi fyrir áformum Ika Chus um heimsyfirráð (ókei, Kakamucho-yfirráð) og ófétið ætlar að véla Hank til að hjálpa sér að reka íbúana á brott í eitt skipti fyrir öll.

Kemur þá til sögunnar Jimbo, fyrrum samúræja-hetja sem fallið hefur í ónáð og Emiko, herskár kettlingur sem elur með sér svipaða drauma og Hank. Þessi ólíklega þrenning leggur nú upp í för sem krefst þess að þau hristi af sér fordómana og öðlist skilning á því hvað sönn vinátta er.

Hundurinn Hank er byggð á ódauðlegri gamanmynd eftir Mel Brooks, Blazing Saddles (1974), og það eitt ætti að duga til þess að pabbi og mamma (eða kannski afi og amma?) bjóði sig fram til að fara með ungviðið í bíó. Engum getur leiðst, svo mikið er víst.

Laugarásbíó, Smárabíó, Háskólabíó og Sambíóunum-Akureyri og Keflavík

Fróðleikur

  • Myndin átti upphaflega að heita „Blazing Samurai“ með vísun í að hún er í raun endurgerð á „Blazing Saddles“ eftir Mel Brooks. Brandarar og orðalag var sett í fjölskylduvænni búning.
  • „Jimbo“ er stytting á „yojimbo“ sem þýðir lífvörður á japönsku en tekur líka mið af nafninu á persónunni sem Gene Wilder lék í Blazing Saddles, Jim.
  • Hundurinn Hank er samúræ-endurgerð á vestranum Blazing Saddles en sögulega hafa margar samúræja-myndir verið endurgerðar sem vestrar. Meðal þeirra er Yojimbo (1961) sem var endurgerð sem Fistful of Dollars (1964).

Frumsýnd 10. ágúst 2022

Aðalhlutverk:

Sigurður Þór Óskarsson, Gói Karlsson, Karl Örvarsson, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Júlía Katrín Sigmundsdóttir og Steinn Ármann Magnússon

Handrit:

Ed Stone, Nate Hopper, Mel Brooks, Norman Steinberg, Andrew Bergman og Richard Pryor

Leikstjórn:

Chris Bailey, Mark Koetsier og Rob Minkoff

Leyfð öllum aldurshópum.