Silkisvefn er að hefja sitt annað starfsár, en þau Einar Ágúst Einarsson og Linda Björt Hjaltadóttir reka verslunina, hanna vörurnar og selja þær á netinu á síðunni silkisvefn.is. Einar segir að versluninni hafi verið vel tekið og árið 2020 gengið vel. Á nýju ári er stefnan að auka fjölbreytni í vöruúrvali, en bjóða áfram einungis upp á vörur úr úrvalssilki.

Í versluninni fást eingöngu vörur úr 100% mórberjasilki sem hefur einstök gæði. Allar vörurnar í búðinni eru saumaðar í virtri silkiverksmiðju í Shanghai en Einar segir Kínverja brautryðjendur í framleiðslu á silki og silkivörum.

„Silki er afar mjúkt og auðvelt að hreyfa sig á slíku laki. Silki andar betur en önnur efni og verður því hitastig líkamans jafnara þegar sofið er með silkisængurver. Mýktin hefur yngjandi áhrif og kemur í veg fyrir úfið hár og flóka. Eins og flestir vita er silki allra fínasta efni sem völ er á og er sérstaklega notalegt þegar kemur að rúmfötum og klæðnaði. Silki endist líka lengi ef vel er hugsað um það,“ segir Einar. Á heimasíðu Silkisvefns er hægt að lesa um þvottaleiðbeiningar.

Silkimjúk rúmföt.

Aukið litaúrval

„Við höfum bætt litaúrvalið mikið síðan verslunin opnaði. Nýjustu litirnir eru næturblár, kóngarauður og ferskjubleikur, eða „peach pink“ eins og hann heitir á síðunni,“ segir Einar.

„Hugmyndin á bakvið næturbláan var að finna fallegan og fágaðan lit en á sama tíma að búa til afslappandi andrúmsloft í svefnherberginu. Litirnir í svefnherberginu geta skipt miklu máli upp á að komast í ró og ná góðum svefni.“

Einar segir að rauði liturinn eigi að endurspegla þá konunglegu eiginleika sem silki hefur að bjóða. „Þegar maður er kominn með rúmföt úr fínasta efni sem til er, þá vill maður konunglegan lit til að endurspegla það,“ segir hann.

„En úr því við erum að tala um konunglega liti þá verð ég líka að nefna að koddaverin okkar eru núna fáanleg með pífu í öllum litum. Pífan gerir settið í raun mun tignarlegra en áður.“

Einar bætir við að auk nýju litanna sé auðvitað ennþá boðið upp á litina sem voru í boði í upphafi.

„Vinsælasti liturinn okkar er silfurlitaður en svo hafa svartur og hvítur líka verið vinsælir. Markmiðið við hönnun á silfurlitnum var að búa til silkilitinn. Það er að segja litinn sem endurspeglar dásemdina við spegilslétt silki. Við bjóðum núna upp á sjö liti sem hægt er að skoða á síðunni hjá okkur,“ segir hann.

Silfurliturinn hefur verið vinsælasti liturinn í rúmfötum hjá Silkisvefni.

Náttsloppar og grímur

Auk nýrra lita eru líka komnar nýjar vörur í vefverslunina. Bæði náttsloppar og andlitsgrímur sem má nota vegna COVID.

„Grímurnar eru fjölnota úr þykku silki. Við erum eingöngu með 22 momme silki í öllum okkar nýjustu vörum. Momme er mælieining sem mælir gæði silkisins. Gæði hefðbundinna efna eru oft mæld í fjölda þráða á hvern fersentimetra, en þar sem silki er með hámarksþráðafjölda þá er momme notað til að mæla þykkt og þar með gæði silkisins. 22 momme þýðir að þú ert með hágæðasilki,“ útskýrir Einar.

Einar segir að þau Linda hafi uppskorið mjög mikið þakklæti og góða umsögn frá því verslunin opnaði.

„Þar sem þetta er vefverslun er hún aðgengileg fyrir fólk á landsbyggðinni sem vill sofa í lúxus silkirúmfötum. Við keyrum vörurnar út sjálf á höfuðborgarsvæðinu og sendum með pósti um allt land. Við leggjum okkur fram um að afgreiða allar pantanir eins fljótt og auðið er.“


Fyrir þá sem vilja nálgast vörurnar er hægt að fara inn á heimasíðuna silkisvefn.is eða senda fyrirspurn á netfangið silkisvefn@silkisvefn.‌is. Einnig er hægt að hringja í síma 618 0707.