Við erum alltaf á tánum og pössum að vera dugleg að fylgja þróuninni í samfélaginu. Rafreiðhjólin eru eitt af því sem hefur verið að koma sterkt inn upp á síðkastið og er gífurleg aukning í sölu á þeim. Þessi hjól koma virkilega á óvart enda sérlega skemmtilegur og fjölbreyttur ferðamáti sem hentar nær öllum. Það fíla þetta allir sem prófa,“ segir Gunnar Gunnarsson, verslunarstjóri hjá GÁP.

Cannondale-reiðhjól fyrir alla fjölskylduna

Hjá GÁP er hægt að fá reiðhjól af öllum stærðum og gerðum fyrir alla fjölskylduna. „Við erum með rafhjól, rafmagnsfjallahjól og hefðbundin götu- og fjallahjól. Þá erum við einnig með svokölluð hybrid-reiðhjól sem er eins konar blendingur á milli götuhjóls og fjallahjóls. Við seldum fyrstu rafreiðhjólin sumarið 2018 og síðan þá hefur verið gífurlega hröð en stöðug þróun í þessum ferðamáta. Í dag seljum við hjól frá Cannondale, en þeir framleiða allan skalann og eru meðal annars orðnir afar sterkir á rafhjólamarkaðnum. Cannondale býður upp á lífstíðarábyrgð á reiðhjólum og svo fylgir tveggja ára ábyrgð á Bosch-rafmagnsmótornum. Hjá GÁP starfrækjum við afar öflugt hjólaverkstæði fyrir allar gerðir hjóla. Að auki erum við með alla aukahluti fyrir götu- eða fjallahjólamennskuna, hvort heldur er fatnað, hjálma eða varahluti. Þetta fæst allt hjá okkur.“

Einnig rekur GÁP öfluga netverslun, gap.is. „Netverslunin er einn af okkar sterkustu sölumönnum, enda eru fáir í dag sem kaupa nokkuð án þess að hafa skoðað það á netinu.“

Cannondale er með allan skalann af götuhjólum, fjallahjólum, barnahjólum, rafreiðhjólum og rafmagnsfjallahjólum. Fréttablaðið/Valli

Rafmagnsbylting í hjólamennskunni

Efasemdamenn segja stundum að rafhjólin séu aðallega fyrir eldra fólkið og þá sem þurfa á aðstoðinni að halda frá rafalnum. „Staðreyndin er hins vegar sú að þessi hjól eru alger bylting þegar kemur að hjólamennsku. Mótorinn hjálpar þér á leiðinni upp sem gerir það að verkum að þú kemst svo miklu hraðar, svo mikið lengra og meira en á hefðbundnu götu- eða fjallahjóli. Svo má slökkva og kveikja á mótornum eftir því hvort maður vill aðstoð eða ekki.“

Reiðhjólin frá Cannondale koma með lífstíðarábyrgð.

Upp á hálendi á hjólinu

Rafmagnsfjallahjólin eru að sama skapi framtíðin í fjallahjólamennskunni að sögn Gunnars. „Hjólin stökkbreyta íþróttinni gersamlega enda ertu kominn með drægi upp í allt að 120 kílómetra, sem kemur þér mun lengra upp á fjöll og um firnindi. Þú kemst töluvert lengra á mun styttri tíma og þú ert samt löglegur á hefðbundnum hjólastígum enda er umhverfisraskið í lágmarki miðað við til dæmis mótorkrossara eða fjórhjól. Rafmagnsfjallahjólin eru líka stórsniðug fyrir fólk sem er að ferðast um landið. Margir fara hringinn á fólksbíl með tjald eða fellihýsi í eftirdragi. Þegar þú hefur bætt við rafmagnsfjallahjóli er ekkert því til fyrirstöðu að skella sér upp á hálendið í æðislega hjólatúra. Það þarf því ekki að fjárfesta í fjallajeppa til að komast upp á hálendið.“

GÁP er með umboð fyrir Cannondale-reiðhjólin og selur þar að auki alla aukahluti og varahluti í hjólasportið.

Það jafnast ekkert á við það

Sjálfur segist Gunnar nota sitt rafreiðhjól mikið í sumarbústaðnum. „Ég skelli mér í 3-4 tíma hjólatúra um hina ýmsu hjólastíga sem finna má í nágrenni við bústaðinn. En um land allt má finna fjöldann allan af viðurkenndum og skemmtilegum hjólastígum. Það jafnast ekkert á við það að skoða náttúruna á þennan hátt og njóta þess að vera til í henni á skemmtilegan og umhverfisvænan máta.

Margir tala um að rafmagnshjólin séu dýr, og jú, þau eru vissulega dýrari en hefðbundin hjól enda er mótorinn dýr í framleiðslu. En á móti kemur að það þarf ekki að borga nein bifreiðagjöld eins og þarf af aukajeppa, ef fólk vill til dæmis komast upp á hálendi. Í mörgum tilfellum koma rafhjólin líka í staðinn fyrir einkabílinn og spara þannig mikinn eldsneytiskostnað. Og hugsaðu þér, þú þarft aldrei að sitja fastur í umferð! Rafreiðhjólin eru allt í senn, skemmtilegt sport, frábær ferðamáti og þrælgóð líkamsrækt.“

GÁP er staðsett í Faxafeni 7, 108 Reykjavík. Sími: 520-0200. Skoðaðu úrvalið á gap.is.