Sleggjan býður meðal annars upp á smurþjónustu fyrir vöru- og hópbifreiðar, stórar sem smáar, vélaviðgerðir, viðgerð á bremsu-, stýris- og hjólabúnaði, rafmagns- og ljósaviðgerðir svo eitthvað sé nefnt. Sleggjan er vel tækjum búin og er þekkt fyrir stuttan biðtíma.

„Við bjóðum einnig upp á bilanagreiningu og tölvulestur fyrir allar helstu tegundir vörubifreiða sem og bilanagreiningu og tölvulestur fyrir ABS/EBS-bremsukerfi í aftanívögnum. Við erum með mjög gott og samkeppnishæft tölvukerfi til bilanagreininga og getum með þeim tengst öllum helstu bíltegundum,“ segir Guðmundur Björnsson framkvæmdastjóri Sleggjunnar.

Guðmundur segir markmið Sleggjunnar vera að bjóða viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu hvenær sem þörf er á.

Á starfsstöð Sleggjunnar í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ er tekið vel á móti öllum. MYND/AÐSEND

Sleggjan er með starfsstöðvar á tveimur stöðum, í Desjamýri 10 í Mosfellsbæ og þann 1. september var ný starfsstöð opnuð í Klettagörðum 4 í Reykjavík.

„Það er liður í að auka þjónustuna til viðskiptavina okkar að vera á tveimur stöðum,“ segir Guðmundur.

„Það eru allir velkomnir á báða staðina okkar. Við tökum vel á móti öllum og viðskiptavinahópurinn er fjölbreyttur; allt frá stórum landflutningafyrirtækjum og hópferða- og verktakafyrirtækjum til einstaklinga með jafnvel bara einn bíl eða tæki sem þarf að þjónusta. Við veitum sömu þjónustu á báðum stöðum fyrir utan smurþjónustu sem eingöngu fer fram í Desjamýri 10.“

Sleggjan er nú á tveimur stöðum en í september var ný starfsstöð opnuð í Klettagörðum 4 með góðri aðstöðu. MYND/AÐSEND

Guðmundur segir að viðtökurnar við opnun verkstæðisins í Klettagörðum hafi verið mjög góðar.

„Sú aðstaða er mjög góð. Hún er um 600 fermetrar og fimm innkeyrslubil. Þar taka strákarnir okkar vel á móti viðskiptavinum okkar. Það má nefna það að við getum boðið upp á dekkjaskipti fyrir vörubíla og vagna, þó við gerum ekki beint mikið út á það. Þetta er bara einn liður í bættri þjónustu til viðskiptavina okkar. Þó við séum ekki með almenna smurþjónustu í Klettagörðum getum við bætt á rúðuvökva, glussa og höfum einnig til staðar ýmsar olíur til að bæta á vélar og gírkassa.“


Tímapantanir eru í síma 588 4970. Nánari upplýsingar á sleggjan.is.