Í netverslun sofdurott.is fást vinsælustu þyngingarsængurnar og -teppin í Norður-Evrópu, frá sænska framleiðandanum CURA of Sweden.

„Eins og nafnið gefur til kynna er um að ræða sæng eða teppi sem hafa verið þyngd sérstaklega til að bæta slökun og ró, hjálpa fólki að sofa betur og stuðla þannig að meiri vellíðan,“ segir Arnar Þór Jónsson, eigandi Sofðu rótt.

Þyngingarsængur og -teppi eru umvefjandi og veita einstaka vellíðan. Þau örva skynnema undir húð, líkt og gerist þegar manneskjan fær gott og hlýtt faðmlag.

Mögnuð áhrif fyrir flesta

„Mér var bent á þyngingarteppi fyrir tæpum tveimur árum af viðskiptavini og ákvað í kjölfarið að skoða hvað væri í boði. Fyrir valinu voru vörur frá sænska framleiðandanum CURA of Sweden sem nú er vinsælasta merkið í þyngingarvörum í Norður-Evrópu. Líklega eru vinsældirnar tilkomnar vegna þess að um er að ræða mjög góðar og vandaðar vörur sem má þvo í þvottavél, ráði þvottavélin við kílóafjöldann en til eru fjölmörg þyngingarteppi á markaðnum sem ekki má þvo,“ upplýsir Arnar Þór.

Þyngingarsængur hafa verið notaðar um árabil til að hjálpa einstaklingum með ADHD, einhverfu, kvíða, streitu og fleira, en hingað til hafa þær verið mjög dýrar.

„Flestallir iðjuþjálfar, geðlæknar og sálfræðingar sem vinna með einhvers konar raskanir þekkja áhrifin og mæla hiklaust með þeim,“ útskýrir Arnar. „Vörurnar okkar eru notaðar mjög víða sem hluti af meðferðum, svo sem á Reykjalundi, BUGL, Starfsendurhæfingu Vesturlands, mörgum hjúkrunar- og dvalarheimilum, hjá sjúkraþjálfurum, nuddurum og kírópraktorum.“

Fyrir nokkrum árum uppgötvaði almenningur í Bandaríkjunum að þyngingarsængur og -teppi henta fleirum en bara þeim sem glíma við kvilla eða raskanir.

„Í kjölfarið jókst salan umtalsvert og undanfarin tvö ár hefur orðið mikil vitundarvakning í Evrópu. Langflestir geta notið góðra áhrifa þyngingarteppa óháð því hvort þeir glíma við raskanir eða ekki. Það sem er svo magnað við þetta er að fólk finnur áhrifin hvort sem það sefur daglega með sængina eða notar teppið í skamman tíma. Sængurnar og teppin rokseljast í Svíþjóð, þar sem CURA þyngingarsængin er skrásett lækningavara, og þær seljast líka vel í nágrannalöndunum,“ greinir Arnar Þór frá.

Reynsla notenda og rannsóknir sýna fram á að þyngingarsængur hafa raunveruleg áhrif.

„Komið hefur í ljós að þyngingarsængur og -teppi örva skynnema undir húð, líkt og gerist þegar þú færð gott og þétt faðmlag, ferð í nudd eða við kynlíf. Skynnemarnir senda boð til heilans um að auka framleiðslu á gleðihormónunum og taugaboðefnunum dópamíni, oxýtósíni og serótóníni, en talið er að það síðastnefnda hafi áhrif á framleiðslu svefnhormónsins melatóníns. Aukin framleiðsla á gleðihormónunum dregur úr áhyggjum, kvíða, stressi og þunglyndi. Þá er talið að magn stresshormónsins kortisóls minnki,“ upplýsir Arnar.

Í netverslun sofdurott.is fæst allt sem tryggir góðan nætursvefn, svo sem vinsælustu þyngingarsængur og -teppi Evrópu, silkikoddaver, silkisvefngrímur og þýskar gæðasængur frá Kauffmann.

Skyldueign á hverju heimili

Arnar segir þyngingarsængur og -teppi eiga erindi við alla.

„Það er engin spurning að allir hafa gott af því að nota þyngingarteppi. Eftir að hafa kynnst því hversu góð áhrif þyngingarteppin hafa á fólk, liggur við að ég segi að að minnsta kosti eitt slíkt ætti að vera skyldueign á hverju heimili.“

Arnar og starfsfólk Sofðu rótt fá fjöldan allan af jákvæðum umsögnum.

„Bestu og skemmtilegustu meðmælin koma annars vegar frá foreldrum barna sem eiga við svefnvandamál að stríða og svo frá fólki sem kemur aftur og aftur og græjar alla fjölskylduna með sitt eigið þyngingarteppi eða -sæng.“

Margir sofa með þyngingarsæng allar nætur, á meðan aðrir nota sængurnar eða teppin reglulega til að hjálpa til við slökun.

„Þarna skiptir þyngdin miklu máli. Sængurnar koma í mismunandi þyngdum, frá 3 upp í 13 kíló og eru valdar eftir líkamsþyngd notandans. Teppin koma í fimm litum og eru 6 eða 7 kíló,“ segir Arnar.

„Hægt er að kaupa þyngingarsæng- eða teppi hjá Sofðu rótt og nota það í 14 daga til að sjá hvort að það henti. Sé þyngdin röng er ekkert mál að skipta í aðra þyngd. Ef þyngingarsængin eða -teppið hentar alls ekki er velkomið að skipta í aðrar vörur hjá okkur.“

Hjá Sofðu rótt fást vandaðar sængur frá þýska framleiðandanum Kauffmann sem er einn sá virtasti og gamalgrónasti í heiminum.

Þýskar gæðasængur

Sofðu rótt býður einnig upp á sængur frá Kauffmann sem eru framleiddar í Bramsche í Þýskalandi.

„Í sængurbransanum er Kauffmann einn virtasti og gamalgrónasti framleiðandi í heimi, en fyrirtækið var stofnað árið 1823 og er því alveg að verða 200 ára gamalt,“ upplýsir Arnar.

„Þeir sem hafa verið í þessum bransa vita að Kauffmann stendur fyrir gæði. Við leggjum mikla áherslu á að bjóða sanngjarnt verð og eru sængurnar á sama verði og í Þýskalandi; jafnvel ódýrari. Þetta eru gæðasængur á góðu verði en þær fást í mismunandi verðflokkum, frá 25.900 krónum og upp úr.“

Ein af sængunum frá Kauffmann er Climabalance en það er svokölluð hitajöfnunarsæng.

„Sængin hentar öllum og þá sérstaklega þeim sem svitna mikið á næturnar, því hún andar allt að þrisvar sinnum betur en hefðbundin sæng. Svefninn verður jafnari og fólk hvílist betur og það hefur verið staðfest með rannsókn við svefnrannsóknadeild Regensburg-háskólans í Þýskalandi,“ greinir Arnar frá.

Hlýir og notalegir inniskór eru ómissandi þegar kólna fer.

Silkimjúk húð og hár

Í Sofðu rótt fást líka vönduð silkikoddaver frá Nox deLux.

„Þau eru framleidd af einum flottasta silkivöruframleiðanda í heimi, sem framleiðir líka fyrir Blissy og Slip sem eru tvö af vinsælustu silkivörumerkjunum. Vörurnar frá honum hafa meðal annars notið mikilla vinsælda meðal Hollywood-stjarnanna. Koddaverin eru úr eins silki, það er þykktin er 22 momme og gæðin 6A, en helsti munurinn liggur í verðinu og er Nox deLux á mun hagstæðara verði en hin merkin,“ útkýrir Arnar.

Undanfarin ár hefur mikið verið fjallað um jákvæð áhrif silkis á húð og hár.

„Silki hefur afskaplega góð áhrif á húðina þar sem það er ekki rakadrægt eins og til að mynda bómull. Sama gildir um hárið en vegna þess hve silkið er dúnmjúkt verður hárið ekki jafn flókið og því er það sérstaklega gott fyrir konur með sítt eða krullað hár. Við erum líka með silkisvefngrímur sem eru í stíl við koddaverin og tilvaldar fyrir viðkvæmt augnsvæðið.“

Sofðu rótt opnar verslun í Síðumúla 23 í lok október.

„Þar verður hægt að leggjast í rúm undir þyngingarsæng eða -teppi og finna hvernig maður róast og slakar á. Þá er ætlunin að auka talsvert við vöruframboðið á næstu mánuðum og er til dæmis von á þyngingardúnsæng frá CURA of Sweden í nóvember og einnig munum við bæta við vönduðum barnasængum,“ segir Arnar.

Skoðið úrvalið á sofdurott.is og verið velkomin í nýju verslunina í Síðumúla 23 í lok október.

Silkisvefngrímur eru tilvaldar fyrir viðkvæmt augnsvæðið, og hjá Sofðu rótt fást þær í stíl við silkikoddaverin.