Whitney Houston skaust upp á stjörnuhimininn um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sjaldan eða aldrei hefur stjarna nokkurs sóló-listamanns skinið jafn skært.

Röddin, glæsileikinn, frábær lög og sjö lög Whitney Houston fóru á toppinn, hvert á fætur öðru, nokkuð sem enginn annar listamaður hefur gert fyrr eða síðar.

Myndin, I Wanna Dance With Somebody, sækir nafnið í stærsta smell Whitney Houston – lag sem hefur hljómað í danshöllum heimsins allar götur frá því það heyrðist fyrst, 1987.

Myndin fjallar hins vegar langt í frá eingöngu um tónlistarferill Whitney þó að honum séu gerð góð skil. Áhorfendur eru leiddir um líf hennar, allt frá því að hún fæðist inn í miðstéttarfjölskyldu í New Jersey 1963.

Hún kemur úr tónlistarfjölskyldu. Móðir hennar var bakraddasöngkona hjá Elvis Presley og Dionne Warwick var frænka hennar. Whitney byrjaði ung að syngja í kirkjukór og ekki leið á löngu áður en hún var farin að syngja einsöng með kórnum.

Um 1980 fór hún á samning sem fyrirsæta og varð fyrsta þeldökka konan til að prýða forsíður sumra helstu tískublaða vestanhafs.

Örlögin ætluðu henni hins vegar alltaf að verða söngkona enda var rödd hennar sannkölluð guðsgjöf.

Í myndinni er komið inn á samband Whitney við föður sinn, sem gat verið stirt, sérstaklega í tengslum við peningamál eftir að henni skaut upp á stjörnuhimininn.

Þá er stormasömu hjónabandi hennar við tónlistarmanninn Bobby Brown gerð skil og baráttu hennar við áfengi og eiturlyf.

Í myndinni I Wanna Dance With Somebody eru endurgerð sum frægustu tónlistaratriði frá ferli Whitney Houston, meðal annars þegar hún söng bandaríska þjóðsönginn við upphaf úrslitaleiks bandaríska ruðningsboltans, Super Bowl XXV, sem leikinn var í Tampa í Flórída í janúar 1991.

Smárabíó, Háskólabíó, Laugarásbíó og Sambíóin Egilshöll, Álfabakka og Kringlunni

Fróðleikur:

  • Anthony McClaren skrifaði líka handritið að Bohemian Rhapsody.
  • Lagið I Wanna Dance With Somebody fyrir besta flutning poppsöngkonu á 30. Grammy-verðlaunahátíðinni.
  • Í Bandaríkjunum varð lagið fjórða lag Whitney í röð til að fara á toppinn og meira en milljón eintök seldust af því.

Frumsýnd 26. desember 2022

Aðalhlutverk:

Stanley Tucci, Naomi Ackie, Tamara Tunie, Clarke Peters, Ashton Sanders og Nafessa Williams.

Handrit:

Anthony McClaren

Leikstjórn:

Kasi Lemmons

Enskt tal með íslenskum texta

Bönnuð innan 12 ára