• Fyrsta myndin sem sýndi sturtað niður úr klósetti var Psycho eftir Alfred Hitchcock sem gerð var 1960. Fram að því þótti það klúrt.
  • Toto, hundur Dóróteu í Galdrakarlinum í Oz, fékk hærra kaup en leikararnir sem léku litla fólkið í myndinni. Toto fékk 125 dollara á viku en litla fólkið 50 dollara.
  • Sean Bean, sem lék Boromir í Hringadróttinssögu: Föruneyti hringsins, var svo flughræddur að á hverjum morgni kleif hann í tvo klukkutíma til að komast á tökustað á fjallstoppi frekar en að fara í þyrlu.
  • Við gerð myndarinnar Dallas Buyers Club, sem fékk Óskarinn 2014 fyrir bestu förðun og hárgreiðslu, var einungis 250 dollurum varið í kaup á andlitsfarða.
  • Við æfingar fyrir tökur á myndinni Into the Woods féll Meryl Streep aftur fyrir sig á steinsteyptu gólfi. James Corden og leikstjórinn Rob Marshall horfðu aðgerðalausir á en leikkonan Emily Blunt, kasólett, stökk til og greip Meryl áður en hún skall á gólfinu.
  • Búningurinn sem Emma Thompson klæddist í myndinni Cruella var svo flókinn að hún þurfti hóp aðstoðarfólks til að komast á klósettið.
  • Þegar Kate Winslett komst að því að hún ætti að leika í nektarsenum með Leonardo DiCaprio í Titanic ákvað hún að flassa hann á fyrsta fundi þeirra, svona til að brjóta ísinn.
  • Upphaflega átti myndin Butch Cassidy and the Sundance Kid að heita The Sundance Kid and Butch Cassidy. Nöfnunum var víxlað þegar Paul Newman tók að sér hlutverk Butch.
  • Ronald Reagan var upphaflega kynntur til leiks sem aðalleikarinn í myndinni Casablanca. Í ljós kom að tilkynningin var PR-leikur til að halda nafni framtíðarforsetans á lofti.
  • Sean Connery hafnaði hlutverkum meðal annars í myndunum The Matrix, Hringadróttinssögu, Jurassic Park, Indy lV og Blade Runner.
  • James Woods rak umboðsmanninn sinn Þegar hann komst að því – eftir að tökum lauk – að Quentin Tarantino hefði viljað fá hann í hlutverk í Reservoir Dogs.
Toto fékk vel borgað í galdrakarlinum.
Paul Newman þótti stærra nafn en Robert Redford og því var myndin nefnd Butch Cassidy and the Sundance Kid, en ekki öfugt.