Skrifstofurýmin sem Skrifstofuleiga býður upp á eru í eigu heildsölufyrirtækisins Parlogis en síðasta sumar var ákveðið að nýta húsnæði sem stóð autt.

„Skrifstofuhúsnæðið var vannýtt svo þeir ákváðu að fara þessa leið, að leigja út einstök rými í stað þess að reyna að finna einn leigjanda sem myndi leigja allt saman,“ útskýrir Svanur Guðmundsson, framkvæmdastjóri Skrifstofuleigu.

Kostirnir við að leigja skrifstofuhúsnæði eru ótalmargir en þjónustunni sem Skrifstofuleiga býður upp á fylgir mikið frelsi og sveigjanleiki.

Allt klappað og klárt

Vel skipulagt vinnuumhverfi er gríðarlega mikilvægt í öllum rekstri en það getur tekið umtalsverðan tíma að koma upp vinnuaðstöðu frá grunni. Þá er mikilvægt að bjóða viðskiptavinum upp á faglegt og þægilegt andrúmsloft. Vinnuaðstaðan sem Skrifstofuleiga býður upp á er fullbúin og einfaldar því verulega alla starfsemi og gerir viðskiptavinum kleift að hámarka afköst og auka skilvirkni.

Svanur segir að rýmin sem þau bjóði upp á séu kjörin fyrir aðila sem vilja spara bæði tíma og peninga. Viðskiptavinir þurfi ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi, pappírsvinnu eða öðru umstangi sem fylgir umsjón fasteigna og geti þannig einblínt á það sem skiptir máli, að koma fyrirtækjum á laggirnar og byggja upp reksturinn, í ró og næði.

Fyrsta flokks þjónusta

Þó að húsnæðið sé staðsett á besta stað er það þó fjarri ringulreiðinni sem fylgir gjarnan eftirsóttum svæðum. Þá þurfa viðskiptavinir ekki að hafa áhyggjur af bílastæðum sem er kærkomið í amstri dagsins.

„Við með mjög gott aðgengi að bílastæðum og það er ekkert öngþveiti, hvorki að komast hingað til eða frá okkur og næg bílastæði og gott næði er hámarkslúxus, það er allt innifalið í þjónustunni,“ segir Svanur.

Þjónustunni fylgi mikið frelsi

„Við bjóðum okkar viðskiptavinum upp á fulla þjónustu, með aðgang að þrifum, neti, kaffiaðstöðu og öllu því sem menn þurfa,“ segir hann. Eina sem þarf er í rauninni bara að mæta á svæðið og draga hendur fram úr ermum. „Þeir geta bara labbað hér inn og sest við tölvuna sína, tengst við netið og byrjað að vinna,“ segir Svanur, léttur í bragði. „Það getur allt verið tilbúið bara innan klukkutíma.“

Kjörið fyrir fumkvöðlastarf

Svanur segir að rými af þessu tagi litlum fyrirtækjum afar vel.

„Það er þörf á svona rýmum fyrir lítil fyrirtæki og einstaklinga sem eru að stíga sín fyrstu skref í frumkvöðlastarfi,“ segir hann.

Viðskiptavinahópurinn er fjölbreyttur

„Við erum með fyrirtæki sem eru í ferðaþjónustu, fyrirtæki í nýsköpun innan raforkugeirans, netþjónustufyrirtæki,“ segir Svanur.

Skrifstofuleiga er í Skútuvogi 3, 3. hæð, gengið inn Barkarvogsmegin.Áhugasamir geta kíkt á heimasíðuna, skrifstofuleiga.is, þar sem hægt er að bóka skoðanir og heimsóknir eða haft samband í síma 893-5055.

Það sparar bæði tíma og pening að leigja skrifstofuhúsnæði. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skrifstofuleiga Skútuvogi 3 - Inngangur Barkarvogsmegin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Skrifstofuleiga er kjörin fyrir lítil fyrirtæki. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kostirnir við að leigja skrifstofurými eru ótalmargir. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Það er allt innifalið í þjónustunni hjá Skrifstofuleigu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI