Magnús Ingi hafði tröllatrú á að þarna myndi byggjast upp áhugaverður veitingarekstur og það reyndist rétt með vaxandi ferðamannastraumi. Hann fagnaði hverjum veitingastað sem var opnaður árin eftir hrunið, enda styrkti það Grandann í heild og gerði hann eftirsóknarverðari fyrir jafnt Íslendinga sem erlenda ferðamenn. Í dag er Grandinn þekktur fyrir fjölbreytta flóru veitingahúsa og gróskumikið mannlíf.

Ríkulegt sjávarréttahlaðborð er aðalsmerki Sjávarbarsins en einnig er boðið upp á fjölbreyttan sérréttaseðil þar sem spriklandi ferskur fiskur er í öndvegi. Frá upphafi hefur vinnandi fólk í nágrenninu fjölmennt á Sjávarbarinn í hádeginu. Í dag er meirihluti gesta þó ferðamenn, sérstaklega á kvöldin, enda hefur staðurinn hlotið afbragðsviðtökur á TripAdvisor og hlotið viðurkenninguna „Certificate of Excellence“.

Magnús Ingi hefur staðið vaktina á Grandanum í tólf ár.

Í tilefni afmælisins er tilboð á hádegishlaðborðinu og býðst það á sama verði og við opnunina fyrir tólf árum, aðeins 1.690 kr. Innifalið í því er sjávarréttasúpa dagsins, heitir og kaldir fiskréttir, kjötréttur, salatbar, smáréttir, kaffi og kökur.

Tveir fyrir einn af af humarveislu. Sjávarréttarsúpa dagsins, salatbar og kaldir réttir á hlaðborði fylgja með. Mánudaga til sunnudaga frá 11.00 til 21.00.

Sjávarbarinn er að Grandagarði 9, sími 517 3131, sjá einnig sjavarbarinn.is.