Normx er íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir og selur heita potta og allt sem þeim tilheyrir. Normx er 40 ára gamalt dótturfyrirtæki vélsmiðjunnar Norma, en bæði fyrirtækin hafa verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi. Fyrirtækið framleiðir sjálft pottana, sem eru heilsteyptir og sérhannaðir fyrir íslenskar aðstæður og það er stærst á markaðnum hérlendis. Fyrir tveimur árum síðan byrjaði fyrirtækið svo líka að selja forsmíðaðar burðargrindur fyrir pottana, sem hafa slegið í gegn.

„Við fjöldaframleiðum þær á sama stað og við steypum pottana og þetta léttir mikið undir hjá fólki því það getur vafist fyrir fólki að ganga frá svona potti,“ segir Atli Hermannsson, sölustjóri Normx. „Smiðir sem sérhæfa sig í pallasmíði hafa líka kosið að nýta þessa þjónustu til að nýta tímann frekar í aðra hluti. Þetta sparar mikinn tíma og fyrirhöfn. Fólk getur svo klætt grindina í stíl við annað timbur sem það hefur og sniðið hana frekar að sínum þörfum.

Pottarnir frá Normx hafa sígilda, úthugsaða og einfalda hönnun. „Þeir hafa aldrei verið í tísku og þar af leiðandi fara þeir aldrei úr tísku,“ segir Atli. „Margir vilja elta þetta Las Vegas-útlit, með marmara og hvaðeina, en við gerum það ekki og ég ráðlegg fólki að fá sér bara frekar sumarblóm til að skreyta í kringum pottinn.“

Kaldavatnspottur væntanlegur

„Kaldavatnspottar hafa notið aukinna vinsælda nýverið og við höfum fengið margar fyrirspurnir varðandi þá,“ segir Atli. „Fyrir vikið erum við að undirbúa smíði þeirra og stefnum að því að vera komnir með sérsmíðaðan kaldan pott í sumar sem verður með sama útlit og okkar mest seldu pottar. Þeir verða átthyrndir og ef fólk er með pott frá okkur getur það fengið kaldan pott sem hefur sama útlit og lit og lok í stíl.“

Mest seldi potturinn í ferðaþjónustunni

„Við erum með pott sem heitir Snorralaug sem er örugglega mest seldi potturinn í ferðaþjónustunni,“ segir Atli. „Þetta er pottur sem flestir kannast við sem hafa verið í sumarhúsum á vegum félagasamtaka, en það eru líka svona pottar fyrir framan öll sumarhúsin á Hótel Grímsborgum í Grímsnesi. Það eru líka nokkur íþróttafélög sem nota þá, þar á meðal Mjölnir.“

Nuddpottar fyrir íslenskar aðstæður

Þegar til stendur að fá sér heitan pott þarf að huga að fjölmörgum atriðum sem fólk áttar sig misvel á fyrirfram. Það er því mikils virði að geta leitað til sérfræðiþekkingar starfsmanna Normx. „Margir endurhugsa hugmyndir sínar eftir að hafa komið til okkar og fengið góðar upplýsingar,“ segir Atli. „Með réttum aðferðum og góðri hönnun er hægt að minnka viðhald og hættu á skemmdum verulega.

Normx býður upp á úrval af pottum af ýmsum stærðum og gerðum.

Margir sem koma til okkar hafa til dæmis átt innflutta potta sem hafa það sem við köllum rassaskálar. Okkar pottar hafa ekki slíkar skálar og því tæmast þeir algjörlega þegar vatnið er tekið úr þeim, ólíkt hinum,“ segir Ati. „Þetta auðveldar þrif mjög mikið og það er líka auðveldara að hreyfa sig um í pottunum okkar en mörgum öðrum. Þetta er meðal þess sem gefur pottunum okkar sérstöðu.

Flestallir nuddpottar á Íslandi eru innfluttir rafmagnspottar, þar sem þú ert með sama vatnið í hringrás. Við setjum hins vegar nuddkerfi í okkar hitaveitupotta, þar sem þú hendir alltaf út vatninu jafnóðum, en skynjarar í pottunum sjá til þess að það sé bætt í þá svo hitinn og vatnsmagnið viðhaldist,“ segir Atli. „Þetta minnkar þrif mjög mikið og eyðir þörfinni fyrir klórtöflur, sem þarf í hina pottana.

Nuddpottarnir okkar hafa líka miklu færri stúta, sem hafa fyrir vikið meiri þrýsting, þannig að nuddið verður einbeittara og kraftmeira,“ segir Atli. „Lagnaleiðirnar eru líka mjög stuttar. Í heild eru þetta sirka tveir metrar af slöngum í staðinn fyrir milli 15 og 20, sem þýðir að þegar þú tæmir pottinn tæmist alveg úr lögnunum. Það kemur í veg fyrir að það komi skítugt vatn fyrst þegar á að fylla pottinn að nýju og eyðir hættunni á frostskemmdum sem geta orðið á lögnunum ef vatn situr í þeim. Nuddkerfið okkar er enda framleitt fyrir íslenskar aðstæður.“

Fyrir tveimur árum byrjaði Normx að selja forsmíðaðar burðargrindur fyrir pottana sem hafa slegið í gegn.