Vörunum er pakkað í undurfagurt og mjög vandað box og sett í fallegan TARAMAR poka þannig að pakkinn er tilbúinn undir tréð. Báðar TARAMAR vörurnar hafa fengið fjölda alþjóðlegra verðlauna fyrir virkni, hreinleika og nýsköpun.
Gua Sha ævintýri fyrir andlitið
Gua Sha er nafn á fornri kínverskri aðferð við að nudda húðina. Það er gert með slípuðum steini til að örva blóðrásina og koma endurnýjandi ferlum af stað í húðinni. Gua þýðir að nudda eða skrapa og sha þýðir sandur.
„Þessi aðferð hefur farið sem eldur í sinu yfir hinn vestræna heim og okkur finnst hún passa einstaklega vel með TARAMAR hreinsiolíunni og næturkreminu,“ segir Guðrún, stofnandi TARAMAR.
„Saman mynda steinninn og tvennan mjög skemmtilega gjöf sem getur gefið mörgum tækifæri til að nota vörurnar á nýjan og áhugaverðan hátt.“
Guðrún segir að þegar Gua Sha-steinninn er notaður til að nudda andlitið sé gott að fylgja leiðbeiningum. Þær segja til um í hvaða átt er best að renna steininum á hverju svæði um leið og hann er lagður upp að húðinni, með jöfnum þrýstingi en þó ekki of fast.


„Tilgangurinn með Gua Sha-andlitsnuddi er að auka blóðstreymið og orkuflæði til húðarinnar, auka losun úrgangsefna og losa um spennu. Ekki má heldur vanmeta áhrif af dekrinu, en umhyggja og vellíðan sem við upplifum, hvort sem við erum sjálf að dekra við okkur eða fáum hjálp frá öðrum, kallar fram serótónín ánægjuhormón í líkamanum sem hafa einnig áhrif á útlit og starfsemi húðarinnar,“ útskýrir hún.
Rannsóknir hafa sýnt að nudd með Gua Sha-steinum getur aukið blóðflæðið til húðarinnar allt að fjórfalt á 7-20 mínútum. Áhrifin geta líka komið fram í minni verkjum tengdum vöðvabólgu og niðurstöður rannsókna staðfesta að bólgusvörun minnkar með notkun Gua Sha.

Gua Sha styður við og eflir virkni TARAMAR húðvaranna
„TARAMAR vörurnar sem við höfum valið með Gua Sha-steininum eru mjög sérstakar. Annars vegar er það Næturkremið. Það hefur unnið til fimm alþjóðlegra verðlauna fyrir gæði, virkni og hreinleika. Hins vegar er það Hreinsiolían en hún hefur líka unnið til alþjóðlegra verðlauna og verið prófuð af óháðri franskri rannsóknastofu,“ segir Guðrún.
„Þessar prófanir, sem voru framkvæmdar á 38 konum, sýndu að olían djúphreinsar húðina, stuðlar að afeitrun, þéttir húðina og endurlífgar hana þannig að hún fer að ljóma og verður fallegri á litinn. Næturkremið er sérhannað til að aðstoða húðina við hina miklu vinnu sem hún fer í gegnum á nóttinni. En nóttin er einn mikilvægasti tími sólarhringsins fyrir húðina. Þegar við höllum höfði í lok dags og kyrrum hugann þá vaknar húðin og setur af stað mikilvæga ferla sem standa yfir í marga klukkutíma. Oft er talað um hina gullnu stund húðarinnar sem stendur frá 1-4 um nóttina,“ útskýrir hún.
„Á þessum tíma losar húðin sig við úrgangsefnin. Blóðflæðið til hennar eykst og framleiðsla kollagenþráða og annarra byggingarefna eins og elastín eykst einnig. Öll þessi framleiðsla og aukin efnaskipti í húðinni geta þó valdið rakatapi og hjá sumum er það svo mikið að fólk vaknar með þurrari húð að morgni en þegar það fór að sofa. Næturkremið er þróað til að mæta þessu og draga úr rakatapi og aðstoða húðina við að losna við úrgangsefnin og byggja upp nýja vefi og kollagenþræði.“

Umsagnir ánægðra viðskiptavina
Margir notendur TARAMAR hafa náð undraverðum árangri með notkun þessara vara og umsagnir frá bæði íslenskum viðskiptavinum og erlendum dómurum sýna mikla ánægju með vörunar.
„Áferðin á næturkreminu er létt en gefur um leið lúxustilfinningu. Ég er mjög ánægð með ilminn, hann er náttúrulegur og mér finnst bæði áferðin og ilmurinn eiga mjög vel við þessa vöru: Mjög flott! Eftir að hafa notað kremið í dálítinn tíma þá verð ég að lýsa ánægju minni með hvað það er nærandi og fellur fullkomlega að húðinni. Ég finn greinilega hvað húðinni líður vel og hversu vel nærð hún er og hvað hún verður mjúk og slétt. Kremið hverfur hratt inn í húðina og skilur ekki eftir sig neina klístraða tilfinningu. Í raun upplifi ég þetta krem sem kraftaverk! Það passar auðveldlega inn í mína daglegu rútínu og er eins og yndislegur draumur.“
Dómari í Free From Skincare 2021-samkeppninni
„Taramar-vörurnar eru þær einu sem ég get notað. Það er greinilega góð ástæða fyrir því!“
Rúrí Fannberg
„Ég er virkilega sátt við vörurnar ykkar. Hef notað dagkremið og serum í tvo mánuði og svo verið að bæta næturkreminu og hreinsiolíunni við. Ég sé mikinn mun á húðinni. Hún er sléttari og fyllri einhvern veginn.“
Inga Helgadóttir
„Það er yndislegt að vakna eftir að hafa notað næturkremið. Húðin er svo full af raka og mjúk: engin skán eða klístur. Elska þetta krem, kláraði það allt of fljótt.“
Dómari í Natural Nordic Beauty-samkeppninni 2021
„Ég er mjög ánægð með vörurnar ykkar, hef notað augnkremið, dagkremið, næringarkremið og varagelið, allt toppvara, finn mikinn mun á húðinni, sléttari, mýkri og fyllri viðkomu.“
Þórdís Hauksdóttir
