Lúsmýsnetin eru vönduð, létt og einföld í uppsetningu. Hægt er að fá netið í metratali, sem gerir fólki kleift að sérsníða þannig að það henti ýmsum gluggastærðum. Netin eru send kaupanda samdægurs. Á heimasíðu postverslun.is eru leiðbeiningar og myndir sem sýna uppsetningu, en einnig er hægt að fá ýmsa aukahluti.

Póstverslun.is hefur ýmsar lausnir á boðstólum til að forðast lúsmýið.

Heiðar Dagur, starfsmaður fyrirtækisins, segir að best sé að smíða einfalda ramma úr trélistum og strengja efnið á rammann eins og sýnt er á heimasíðunni. „Ramminn er látinn falla þétt í gluggann og festur, til dæmis með litlum nöglum. Þegar lúsmýið er farið er hægt að setja rammann í geymslu þar til mýið vaknar aftur að ári. Mjög einfalt er að sauma eða líma rennilás á netið til að hægt sé að opna eða loka glugganum án þess að ramminn sé fjarlægður,“ segir Heiðar Dagur. „Sumir festa netið hins vegar á gluggann með frönskum rennilás í stað þess að hafa það á ramma,“ bætir hann við.

„Það er mikil ánægja hjá fólki að geta loksins sofið með galopinn glugga án þess að taka áhættuna á því að vakna með mörg hundruð lúsmýbit eins og margir hafa lent í að undanförnu," segir Heiðar Dagur og bætir við: „Öllu máli skiptir hins vegar að netin sem notuð eru séu alvöru lúsmýsnet frá vönduðum framleiðanda. Við heyrum alltof oft af fólki sem setur upp venjuleg flugnanet sem hægt er að kaupa ódýrt á ýmsum stöðum og duga ágætlega gegn húsflugum og hefðbundnum mýflugum en gagnast engan veginn við lúsmýi,“ upplýsir hann

Hér er barnið líka varið gegn bitvarginum.

„Netin okkar eru með um 160 göt á hvern fersentímeter sem er margfalt þéttara en í hefðbundnum flugnanetum. Þau eru einnig dökk á lit þannig að þau verða næstum ósýnileg þegar þau eru komin fyrir gluggana."

Verslunin leggur metnað í að koma vörum til póstsins á hverjum degi þannig að biðtíminn er skammur hjá kaupanda. ■

Nánar á postverslun.is

xxx