Arctic Trucks sérhæfir sig í dekkjum frá 29 upp í 44 tommur og einnig í jeppabreytingum. Þau stærstu eru gerð fyrir breytta bíla en félagið er einnig sérhæft í jeppabreytingum. Arctic Trucks er umboðsaðili fyrir hágæða jeppadekk frá ameríska fyrirtækinu Dick Cepek. „Við höfum boðið þessi dekk í hartnær fjörutíu ár á Íslandi. Flest jeppafólk þekkir þau,“ segir Steinar Sigurðsson, sölustjóri hjá Arctic Trucks, og bætir við að Dick Cepek séu frábær jeppadekk til fjallaferða. Einnig býður fyrirtækið víðtækt vöruúrval fyrir alla venjulega jeppa til alhliða notkunar sumar sem vetur.

Dick Cepek-vörulínan er fjölbreytt, hún er vinsælasta vörulínan í dekkjum hjá Arctic Trucks og býður dekk fyrir minnstu jeppana sem og þá allra stærstu. Sú breyting verður nú á framleiðslu Dick Cepek að allra stærsta jeppadekkið frá þeim dettur úr framleiðslu. Þar er um að ræða DC, 44 tommu dekkin sem eigendur mikið breyttra jeppa hafa ekið á um árabil. Í staðinn kemur Arctic Trucks inn með ný dekk sem félagið hefur hannað í samvinnu við Nokian og heitir AT Nokian Hakkapeliitta 44.

„Framleiðandi Dick Cepek hefur í nokkurn tíma látið í það skína að framleiðslu á DC 44 tommu dekkjunum verði hætt. Aðferðin við gerð þeirra er gömul en þau eru handunnin og steypt. Síðustu tíu ár hafa þeir eingöngu framleitt þessi dekk fyrir okkur og hafa framleitt nokkra gáma á ári. Nú liggur fyrir að dekkin hætta í framleiðslu. Það eru margir bílar sem hefur verið breytt fyrir þessi dekk og eigendurnir eiga eftir að sakna þeirra,“ segir Steinar.

„Eins og áður bjóðum við nú AT Nokian Hakkapeliitta 44 tommu dekkin sem eru sérhönnuð til vetrar- og snjóaksturs. Þau eru mjúk og henta einstaklega vel til aksturs við erfiðar aðstæður. Þetta eru radial dekk sem eru merkt okkur og eingöngu seld hjá Arctic Trucks. Dekkin hafa komið frábærlega vel út og endingin framar öllum vonum eftir tveggja ára reynsluakstur. Ferðaþjónustan hefur einnig verið nota þessi dekk með góðum árangri. Dekkin eru hljóðlát og þægileg í akstri. Mynstrið í þeim, sem er margverðlaunað, gerir gripið í snjó einstakt.

Minni eyðsla

„Við höfum prufuekið jeppa á Grænlandsjökli og á Suðurskautinu en bílarnir sem óku á AT Nokian 44 eyddu um 27% minna eldsneyti en þeir sem voru á öðrum dekkjum. Við erum því hæstánægð með nýja AT Nokian 44,“ segir Steinar. „Við bjóðum upp á fjölbreytta vörulínu fyrir flestar tegundir af jeppum. Við hvetjum fólk til að hafa samband við ráðgjafa okkar til að fá leiðsögn með hvaða jeppadekk henta þeim og hvaða eiginleikum leitað er að.“

Arctic Trucks er staðsett á Kletthálsi 3, hægt er að skoða úrval dekkja á vefversluninni, verslun.arctictrucks.is. Boðið er upp á alla almenna hjólbarðaþjónustu hjá Arctic Trucks að Kletthálsi 3.