Áratugareynsla starfsmanna fyrirtækisins gerir það að verkum að þjónustan er afar fagleg. Gaukur Pétursson hefur starfað hjá fyrirtækinu frá árinu 1992 en hann er í dag eigandi ásamt Þórði Gunnarssyni. Báðir búa þeir yfir mikilli þekkingu á varahlutum þegar kemur að stærri bílum og tengivögnum. Það var Óskar Alfreðsson sem stofnaði fyrirtækið á sínum tíma og sérhæfði sig fyrst og fremst í tengivögnum til að byrja með. „Á þeim tíma var engin þjónusta fyrir stóra trailera enda voru ekki margir slíkir hér á landi,“ segir Gaukur. Síðan hefur fyrirtækið vaxið og dafnað en það varð 40 ára árið 2018, að sögn Gauks, en þeir Þórður keyptu fyrirtækið árið 2006. Ósal er í rúmgóðu húsnæði á Tangarhöfða.

„Við erum með mikið úrval alls kyns varahluta fyrir vörubifreiðar og stóra vörutengivagna. Áherslan hefur alltaf verið á gæðavöru. Við erum ekki með alla varahluti heldur höfum sérhæft okkur í bremsu- og fjaðrakerfum vörubíla og tengivagna. Ósal sinnir öllum tegundum vörubíla og tengivagna,“ segir Gaukur. „Þetta geta verið margs konar tengivagnar, jafnt innlendir sem erlendir. Helstu vöruflokkar okkar eru loftpúðar, bremsuskálar, -diskar, -borðar og -klossar. Við sérhæfum okkur eingöngu í stórum tengivögnum en erum ekki með vörur fyrir minni fólksbílakerrur eða tjaldvagna. Öxlar sem við bjóðum hafa burðargetu frá níu tonnum og upp úr,“ útskýrir Gaukur. „Við höfum útbúið skrá eftir skráningarnúmeri bíls eða vagns þar sem skráist allt sem keypt er í viðkomandi tæki hjá okkur og hver kaupir. Með því að safna sögunni einföldum við varahlutaþjónustuna.“

Einungis er boðið upp á varahluti frá þekktum framleiðendum og má þar meðal annarra nefna vagnöxla frá BPW sem er þýskt fyrirtæki og einnig franska merkinu SAE. Við höfum boðið dráttarstóla og aðrar vörur frá Jost og dráttarkróka og aðrar vörur frá Rockinger. Sömuleiðis erum við með sturtutjakka frá Edbro og loftpúða frá Continental og Prime Ride. Þá erum við með plastbretti frá Greenflex og Parlock, bremsuhluti frá Frazle og bremsuskálar og -diska frá Winnard. Við bjóðum upp á Loftventla fyrir vörubíla og vagna frá WABCO-KNORR og HALDEX. Það er því úr miklu úrvali að velja,“ segir Gaukur en verslunin er afar sérhæfð á þessu sviði.

Nánar má kynna sér Ósal á heimasíðunni osal.is en verslunin er að Tangarhöfða 4 og síminn er 515-7200.