Hitatækni hefur verið starfandi frá árinu 1986, þannig að fyrirtækið hefur langa reynslu af þjónustu á stýringum á hita- og loftræstikerfum hjá fjölda fyrirtækja og stofnana.

Úlfar Óli Sævarsson, ráðgjafi hjá Hitatækni, segir að meðal þess sem fyrirtækið sé þekkt fyrir séu gæða loftræstikerfi. „Það er mjög mikilvægt að hafa góða loftræstingu innanhúss. Fólk er farið að hugsa meira um loftgæði á heimilinu sem stuðla að bættri heilsu. Við bjóðum búnað sem sér um að hafa alltaf hreint og gott loft jafnt í stærra sem smærra húsnæði. Okkar búnaður sér um að stýra loftgæðunum. Honum er hægt að stýra í gegnum síma eða tölvu. Við seljum allan búnaðinn til uppsetningar og hugbúnað sem stýrir honum. Þetta hafa verið mjög vinsælar loftræstingar úti í heimi og eru mikið að ryðja sér til rúms hér á landi, enda vill fólk hafa hreint loft heima hjá sér. Góð loftræsting bætir lífsgæði fólks, en margir eru farnir að huga að slíkum hlutum. Í nýjum húsum er nú algengara að hugsað sé út í þessa hluti,“ segir Úlfar og bendir á nokkra góða punkta fyrir loftræstikerfi:

  • Alltaf ferskt loft inni á heimilinu.
  • Viðheldur jafnara hitastigi.
  • Fullkomið hitastig allan ársins hring.
  • Innblástursloft er síað þannig að ryk, óhreinindi og t.d. lúsmý komist ekki inn í húsnæðið.
  • Fólk losnar við ofnæmisvaldandi eindir og ryk frá útiloftinu.
  • Kemur í veg fyrir þungt loft og hreinsar út koltvísýring.
  • Minnkar verulega líkur á myglu.
  • Það þarf ekki lengur að opna glugga.
  • Sparar orku- og upphitunarkostnað.

Sjálfvirk pottastýring

„Þá bjóðum við pottastýringu fyrir heita potta sem er þróuð hér á landi og er því íslenskt hugvit. Þetta er mjög einföld stýring og aðgengileg fyrir alla. Það er hægt að nota stýringu heima, í eigin sumarbústað eða leigubústað. Kerfið er svo einfalt að það er eiginlega ekki hægt að gera mistök. Það er til dæmis hægt að fylgjast með stöðu heita pottsins á netinu hvar sem er og hvenær sem er. Einnig er hægt að láta renna í hann á leiðinni í bústað með símanum. Síðan er hægt að skella sér í pottinn þegar komið er á staðinn,“ útskýrir Úlfar.

Snjóbræðslustýring

Fyrir utan loftræstikerfin býður Hitatækni snjóbræðslustýringu sem kemur forrituð og tilbúin til uppsetningar. Einungis þarf að tengja rafmagn og jaðarbúnað. „Við bjóðum allan stýribúnað fyrir snjóbræðslukerfi, en allt settið kemur tilbúið til uppsetningar frá okkur. Þetta er jafnt fyrir heimili sem fyrirtæki og í rauninni öll plön þar sem snjóbræðslu er þörf,“ segir Úlfar. „Búnaðurinn kemur frá Noregi og Svíþjóð en hann hefur reynst afar vel hér á landi. Það er komin margra ára reynsla á þessi snjóbræðslukerfi. Við stillum stýringuna sé þess óskað. Uppsetningin er einföld og fljótleg. Píparar sjá um að leggja búnaðinn og rafvirki tengir hann. Þar með er hann kominn í gagnið,“ segir Úlfar.

Þeir sem áhuga hafa á að kynnast þessum kerfum betur geta haft samband við ráðgjafa hjá Hitatækni í síma 588 6070, eða komið á Smiðjuveg 10 (græn gata) í Kópavogi. Sömuleiðis er hægt að senda tölvupóst á hitataekni@hitataekni.is eða fara á heimasíðuna hitataekni.is