Eva Laufey prófaði Sensai vörurnar fyrst þegar hún var unglingur þegar hún stalst í púðrið hjá systur sinni, en fyrir sjö árum fór hún að kaupa sér snyrtivörur frá merkinu, bæði förðunarvörur og húðumhirðuvörur.

„Ég málaði mig ekki mikið sem unglingur, ég var held ég um 16 ára þegar ég byrjaði að mála mig en þá stalst ég í Kanebo púðrið hjá systur minni, en Kanebo varð seinna Sensai. Það var fyrsta varan sem ég prófaði,“ útskýrir Eva Laufey.

„Ég fór svo að kynna mér vörurnar betur og að kaupa þær sjálf. Ég hef haldið mig við þær og verið sátt og sæl. Ég hef alveg prófað ýmislegt annað, en það hentar bara ekki minni húðgerð. Ég fer alltaf aftur til baka í Sensai.“

Aðspurð hvað henni þyki svona gott við Sensai-vörurnar segir hún að það séu gæðin í merkinu og öllum vörunum.

„Þær fara rosalega vel með húðina. Á kremunum er yfirleitt silkiáferð sem gerir gæfumuninn fyrir mína húð. Þetta eru vandaðar og góðar vörur og ég þarf ekki að nota mikið af þeim í einu. Ég einblíni líka á náttúrulega förðun og þess vegna henta þessar vörur mér mjög vel,“ segir hún.

Í snyrtibuddu Evu Laufeyjar má finna snyrtivörurnar frá Sensai sem hún notar dagsdagslega.

Hversdagsförðunin

Eva Laufey leyfir lesendum að gægjast í snyrtibudduna sína en hún segist þó ekki farða sig mikið dagsdaglega nema hún sé í tökum fyrir sjónvarpið.

„Það fer svolítið eftir því hvað ég er að gera í vinnunni hvort ég máli mig mikið hversdagslega, en alla jafna læt ég á mig Bronzing gel frá Sensai. Það er í uppáhaldi hjá mér. En ég byrja fyrst á að setja á mig góð krem og undirbý húðina þannig. Svo nota ég léttan farða, kinnalit, maskara og eyeliner, allt frá Sensai. Ég nota augnskugga líka mikið hversdagslega og svo er ég alltaf með gloss eða varalit, til dæmis Lipstick 14 Suzuran Nude og Total Lip Gloss litlaust,“ segir hún og bætir hlæjandi við: „Ég segist ekki nota mikið en þyl svo upp helling af vörum.“

Fyrir sérstök tilefni

„Þegar ég vil vera sérstaklega fín þá nota ég Sensai Brightening Make-up base eða Sensai Glowing base. Það er sérstaklega mikilvægt ef ég er að fara í upptökur og þarf að láta farðann endast lengur. Þá nota ég líka fínna meik sem endist lengur og nota bronzing gelið yfir það. Svo nota ég kinnalit, sólarpúður, augnskuggapallettu, blautan eyeliner, hyljara, varablýant, varalit og gloss. Svo nota ég mjög góðan maskara, að sjálfsögðu frá Sensai. Hann heitir 38°C, það er rosalega gott að ná honum af með heitu vatni sem mér finnst mikill plús,“ segir Eva Laufey.

Húðumhirða

Eva Laufey segist hafa verið heppin með húð sína, en hún þakkar hreinsunum frá Sensai fyrir það.

„Þær hjá Sensai kenndu mér fyrir mörgum árum að hreinsa húðina kvölds og morgna. Það hefur hjálpað minni húð mikið. Ég nota tvo hreinsa, Cleansing Oil og Milky Soap, og svo nota ég kornmaska þrisvar til fjórum sinnum i viku. Ég nota líka alltaf rakamaska, sérstaklega á veturna því ég er með svo þurra húð, ég maka honum á mig reglulega,“ segir hún.

„Svo á ég rosalega góða olíu sem heitir Dual Essence, hún hentar minni húðgerð mjög vel, andlitsvatn, andlitskrem og svo gott augnkrem. Allt saman frá Sensai, ég held mig bara við það.“

En ef þú mættir bara velja fjórar förðunarvörur og fjórar húðhreinsivörur til að hafa með í ferðalag. Hvaða vörur væru það?

„Ég myndi alltaf taka með mér hreinsiolíuna og Milky soap. Það er skref eitt og tvö hjá mér í húðhreinsun. Svo myndi ég taka kornmaskann og gott rakakrem. Af förðunarvörum myndi ég taka með mér bronzing gelið, maskarann og gott púður, þá væri ég bara góð.“

Eva Laufey segist oftast kaupa snyrtivörurnar sínar í Hagkaupi en þar fást Sensai vörurnar.

„Ég er ekki orðin það tæknivædd að kaupa á netinu svo ég fer bara í búðina,“ bætir hún við hlæjandi. ■

Uppáhaldsvörur Evu Laufeyjar.