Þegar haustar bíður jólahátíðin handan við hornið ásamt dýrmætum samverustundum með þeim sem okkur þykir vænt um.

„Þetta er tími sem gefur okkur hlýtt í hjartað og tengir okkur við það sem virkilega skiptir máli í lífinu. Við hjá A4 leggjum áherslu á gjafir sem bjóða upp á aukna samveru með fjölskyldunni þar sem skapandi upplifun leikur aðalhlutverkið,“ segir Sigrún Ásta Einarsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og þróunarsviðs hjá A4.

„A4 er spennandi valkostur þegar kemur að gjöfum til starfsfólks og viðskiptavina eins og jólagjöfum og öðrum tækifærisgjöfum. Óskalisti starfsmanna er jafn fjölbreyttur og fólkið er margt og þess vegna verður sífellt algengara að fyrirtæki gefi gjafakort eða bjóði starfsfólkinu upp á val um mismunandi gjafir. Lykilatriði er að vera með breitt vöruúrval svo allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi,“ segir Sigrún Ásta.

Í A4 er gott úrval fyrir listamanninn.

Verslanir A4 búa að því að vera með breitt og mikið vöruframboð, allt frá hágæða ferðatöskum frá Samsonite yfir í föndurpakka fyrir börnin. Fyrir gjafakort hjá A4 getur áhugamanneskja um hannyrðir keypt sér garn, þau sem eiga börn geta keypt vörur til að skapa samverustundir, eins og föndurvörur, púsl og spil og listamaðurinn fær líka eitthvað fyrir sig en Sigrún segir A4 státa af góðu úrvali af vörum fyrir skapandi fólk.

„Með gjafakorti frá A4 þarftu ekki að ákveða hvað hverjum þykir best því úrvalið er nánast endalaust. Þú velur þá upphæð sem fyrirtækinu hentar og starfsfólkið velur sem gjöf sem því hentar. Þegar fyrirtæki gefa gjafakort hjá okkur eru þau að gefa samverustundir og frítíma frá skjánum sem vill oft yfirtaka heimilislífið. Gjafakortin geta jafnvel verið afhent nokkrum dögum fyrir jól svo starfsmenn geti nýtt þau í vörur fyrir samverustundir jólanna, eins og spil.“

Að púsla eða spila skapar góðar samverustundir fyrir fjölskylduna.

Samsonite í jólapakkann

Hvern dreymir ekki um heimsreisu, göngu um fjöll eða sælustund í sumarbústað með fallega tösku eða góðan bakpoka?

„Samsonite-töskurnar hafa undanfarin ár verið geysivinsælar jólagjafir til starfsmanna enda Samsonite þekkt fyrir gæði og glæsileika. Má þar nefna Paradiver-línu Samsonite, sem sameinar bæði útlit og hagkvæmni og hentar einstaklega vel fyrir íslenskar aðstæður. Teflonhúðað ytra byrði gerir töskuna einstaklega vatnsvarða og það er leikur einn að þrífa hana. Paradiver-bakpokarnir eru fisléttir með innbyggðu flöskuhólfi, stillanlegum axla- og bringuólum og þægilegum, stífum botni sem gerir notandanum auðveldara að pakka,“ segir Sigrún Ásta, en söluráðgjafar A4 eru tilbúnir til að aðstoða við val á réttu töskunni.

Í A4 fást Samsonite ferðatöskur í fjölbreyttum litum og stærðum.

LEGO fyrir börn og fullorðna

Auk þess að gilda í verslunum A4 gildir gjafakortið líka í Legobúðinni í Smáralind en A4 er dreifingaraðili LEGO á Íslandi.

„Markhópur LEGO er frá 18 mánaða og upp úr. Við erum með mikið af fullorðnum forföllnum LEGO-fíklum sem koma reglulega í búðina. Enda er LEGO alls ekki bara fyrir börn,“ segir Sigrún Ásta.

A4 mun á næstu vikum bjóða upp á þá nýjung að greiða með gjafakortum í netverslun svo kortin henta núna öllum, óháð búsetu.

„Það er gott að þurfa ekki endilega að fara í verslun eða vera háð opnunartíma verslana. Með gjafakorti frá A4 þarf ekki að fara að heiman til að nýta gjöfina. Núna á tímum Covid eru ekki allir tilbúnir að fara í mannmergðina sem er í verslunum í kringum jól og þá er gott að geta skoðað úrvalið í rólegheitum á netinu, heima í hlýrri stofunni,“ segir Sigrún Ásta.

LEGO er vinsælt hjá fólki á öllum aldri.

Umbúðir skipta líka máli

Sigrún Ásta segir að rétt eins og innihaldið skipti umbúðir gjafa líka máli. „Hjá A4 er mikið úrval af fallegum gjafapokum, gjafapappír og öðrum spennandi og skemmtilegum umbúðum sem gera fallega gjöf enn fallegri.“

Fallegar umbúðir skipta líka máli.

Fjölbreytt fyrirtækjaþjónusta

Auk gjafavöru er A4 einnig með gott úrval af skrifstofuvörum fyrir fyrirtæki og stofnanir. A4 þjónustar fyrirtæki og stofnanir af öllum stærðum og gerðum. Hjá A4 starfa reynslumiklir söluráðgjafar sem veita faglega og persónulega ráðgjöf um innkaup á skrifstofuvörum. Mikill metnaður er lagður í að veita góða og sérhæfða þjónustu.

„Viðskiptavinir okkar hafa ólíkar þarfir en við leggjum mikla áherslu á að mæta þeim og finna hagkvæmar lausnir fyrir hvern og einn. Við bjóðum upp á þjónustuheimsóknir frá söluráðgjöfum okkar sem aðstoða við að ná fram hagræðingu í innkaupum á skrifstofuvörum, óski fyrirtæki eftir því. Söluráðgjafar okkar geta líka tekið að sér að passa upp á að alltaf sé til það helsta sem fyrirtæki nota af skrifstofuvöru og prenttækjum. Með því að þekkja viðskiptavini okkar getum við aðlagað vöruframboðið í takti við þeirra þarfir. Þetta samband og traust er svo mikilvægt,“ segir Bylgja Bára Bragadóttir, sölustjóri fyrirtækjaþjónustu A4.

„Þjónustuheimsóknir fara fram á þann hátt að ráðgjafinn greinir þarfir viðskiptavinarins. Hann finnur út hvers konar vörur henta starfseminni og hvað þarf að vera til af skrifstofuvörum á staðnum. Hann tryggir svo að vörurnar séu alltaf til, með því að koma reglulega á staðinn, yfirfara skápinn og fylla á það sem upp á vantar. Með þessu móti geta starfsmenn fyrirtækisins einbeitt sér að kjarnastarfsemi og þurfa ekki að hafa áhyggjur af skrifstofuvörum. Lykillinn að ánægjulegu samstarfi okkar við viðskiptavini sem nýta sér þessa þjónustu eru góð þarfagreining og heiðarleg og góð samskipti,“ segir Bylgja.

Gjafavara frá Umbra passar á flest heimili.

Vöruhýsing og dreifing

A4 býður einnig upp á hýsingu á ýmsum vörum fyrir fyrirtæki og stofnanir sem kjósa að öðlast góða yfirsýn á birgðastöðu, spara pláss og utanumhald.

„Það er hægt að nálgast yfirlit yfir sínar vörur á sínu vefsvæði, sem hefur mjög þægilegt viðmót. Auðvelt er að panta vörur og fá þær afhentar eftir þörfum, ásamt því að panta skrifstofuvörur í leiðinni, ef þarf. Með hýsingu sparast ýmis kostnaður, svo sem lagerhúsnæði, starfsmannahald og fleira. Best er að hafa samband við okkur og kynna sér kosti hýsingar,“ segir Bylgja.

Hlustað á viðskiptavininn

Kraftmikill og samhentur hópur starfsmanna A4 leggur sig ávallt fram um að veita viðskiptavinum góða þjónustu, að sögn Bylgju.

„Við leggjum áherslu á að viðskiptavinir geti nálgast fyrirtækjaþjónustuna með fjölbreyttum hætti, hvort sem er í gegnum sölumenn, verslun, síma eða vef. En okkar metnaður liggur í því að viðskiptavinurinn sé ánægður,“ segir hún.

Söluráðgjafarnir hafa sitt sérsvið en hjá A4 starfar söluráðgjafi menntastofnana sem sinnir alfarið grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum og annar sem sinnir leikskólum og frístundaheimilum, svo dæmi séu nefnd.

„Viðskiptavinir okkar eru bæði stærri og smærri fyrirtæki, bæði opinber fyrirtæki og fyrirtæki í einkageiranum. Þarfir viðskiptavina okkar eru því eðli málsins samkvæmt ólíkar, en við svörum því með breiðu úrvali og góðri þjónustu,“ segir Bylgja og bendir á að allar upplýsingar um þjónustuna megi finna á vefsíðunni a4.is/fyrirtaekjathjonusta.