Verslunin Pfaff leggur áherslu á vandaðar vörur og góða þjónustu og hefur selt ljós frá árinu 2002, en fyrirtækið hélt upp á 90 ára afmæli sitt á síðasta ári. Pfaff býður upp á lýsingarráðgjöf frá lýsingarfræðingum, sem aðstoða fólk við að samræma þarfir heimilisins fyrir lýsingu og hugmyndir þeirra um útlitið. Það er einfalt að setja upp ljós, en það er kúnst að láta lýsinguna þjóna öllum þörfum og ekki síst að stuðla að vellíðan á heimilinu.

„Það er fagfólk í hverri einustu deild hjá okkur og í ljósadeildinni eru þrír lýsingarhönnuðir, auk sölufólks,“ segir Einar Sveinn Magnússon, lýsingarhönnuður og verslunarstjóri Pfaff. „Þetta skiptir miklu máli, því í dag er mikið framboð en það er mikilvægt að hafa hugmynd um hvað maður vill en leita sér um leið aðstoðar fagfólks.“

Margir nýir möguleikar

„Þess vegna bjóðum við upp á sérstaka lýsingarráðgjöf, en vegna COVID erum við ekki að fara heim til fólks þessa dagana heldur er ráðgjöfin í boði í versluninni og á netinu og hægt að nálgast allar upplýsingar um hana á heimasíðu okkar, pfaff.is,“ segir Einar. „Ljós eru ekki bara til að skapa lýsingu, heldur á lýsingin líka að láta manni líða vel og fegra heimilið. Þetta skiptir allt máli og við búum yfir miklum fróðleik og reynslu sem fólk getur nýtt sér.

Lýsingarráðgjöfin er í boði fyrir öll heimili og höfum við veitt hana í mörg ár og hún hefur notið gríðarlegra vinsælda,“ segir Einar. „Fólk kemur með myndir til okkar og við hjálpum því eftir þörfum þannig að útkoman verði góð.

Einar segir að fólk velji oft ljós út frá útlitinu en þau reyni að fá fólk til að hugsa líka um notagildið. Ljós hafa mismikið notagildi og þurfa að sinna ólíkum hlutverkum á ólíkum stöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI

Það eru miklu meiri möguleikar í boði þegar kemur að lýsingu núna en áður, en fyrir vikið er þetta flóknara. Nú er miklu meira úrval af ljósgjöfum og hægt að fá meira ljósmagn úr hverju ljósi því þau hitna ekki lengur. Það er einnig hægt að stýra ljósi úr símanum og það er hægt að fá dimmanlegar perur, sem er frábær nýjung því þá þarf fólk ekki að koma fyrir sérstökum dimmer sem hefur oft verið vandamál, ekki síst í eldra húsnæði,“ segir Einar. „Það er líka hægt að breyta litum ljósa með því að stilla hvort lýsingin sé heit eða köld og í dag er mikið af ljósum með föstum ljósgjafa, svo það þarf aldrei að skipta um peru.

Það eru í rauninni endalausir möguleikar í boði og við hjálpum fólki að finna lausnir sem þjóna þörfum þeirra og eru um leið þægilegar og fallegar,“ segir Einar. „Fólk þarf bara að hugsa hvernig það vill að rýmið líti út og hver birtuþörfin er og við látum þetta passa saman.“

Lýsing hefur áhrif á líðan

„Það er auðvelt að velja ljós sem manni finnst fallegt og skrúfa í það peru, en við horfum á þetta heildrænt og hugsum um ljósmagnið og líðan íbúa í rýminu,“ segir Einar. „Fólk velur oft ljós eingöngu út frá útlitinu en við reynum að fá fólk til að hugsa líka um notagildið. Ljós hafa mismikið notagildi og þau þurfa að sinna ólíkum hlutverkum á ólíkum stöðum. Þetta skiptir líka máli upp á heilsu og vellíðan. Lýsing er okkur nauðsynleg til að skynja liti og rými og rétt lýsing getur skiptu miklu um hvort okkur líði vel heima hjá okkur.

Það er mikil fjölbreytni í því sem er vinsælt, en mjúk lýsing er í tísku. Það nýjasta hjá Pfaff eru ljós með burstaðri bronsgyllingu og kastarabrautir njóta líka mikilla vinsælda og bjóða upp á skemmtilega möguleika.

Það þarf að hugsa lýsinguna út frá rýminu, það þarf til dæmis öðruvísi lýsingu í barnaherbergi en stofu. Lýsing þarf líka að vera sveigjanleg í stórum sameiginlegum rýmum í íbúðum, því þessi rými þjóna ólíkum hlutverkum og þörfum,“ segir Einar. „Svo þarf að hugsa lýsinguna í heild og vera ekki bara með eina gerð af ljósgjafa. Það þarf oft að hafa góða blöndu af almennri lýsingu, áherslulýsingu og skrautlýsingu og í stórum sameiginlegum rýmum þarf þetta allt að vera til staðar til að ná fram því sem maður vill.“

Auðveldasta leiðin til að breyta rými

„Þannig að það þarf að fara í smá þarfagreiningu og ef maður vill til dæmis stórt og fallegt ljós yfir borðstofuborðinu sem gefur ekki mikla birtu þá þarf að ná lýsingunni upp annars staðar, eða nota réttu peruna. Það er ekki nóg að setja bara upp eitt ljós í miðju herberginu og sætta sig við léleg ljósgæði,“ segir Einar. „Það er smekksatriði hversu mörg ljós innan heimilisins eiga að vera í stíl. Það getur verið skemmtilegt að hafa nánast allt í stíl, en það getur líka verið gaman að hafa eitthvert eitt ljós sem fer út fyrir boxið og vekur athygli og hrifningu, til dæmis yfir borðstofuborði. Það er gaman að brjóta þetta upp með slíkum ljósum eða þá lömpum.

Einar segir að í dag sé mikið framboð af ljósum og möguleikarnir séu næstum endalausir, sem geri valið flóknara. Því er gott að hafa hugmynd um hvað maður vill en leita sér um leið aðstoðar fagfólks.

Þetta getur skipt höfuðmáli í rými og það er ekki til léttari leið til að breyta rými en að hugsa lýsinguna upp á nýtt,“ útskýrir Einar. „Einn lítill borðlampi getur til dæmis breytt miklu.“

Mjúk lýsing í tísku

„Það er mjög mikil fjölbreytni í því sem er vinsælt hjá okkur núna. Það nýjasta hjá okkur eru ljós með burstaðri bronsgyllingu, sem eru ótrúlega flott. Það er líka mikið af gleri að verða reyklitað og mjúk lýsing er í tísku í dag,“ segir Einar. „Kastarabrautir eru gríðarlega vinsælar og það er hægt að gera skemmtilega hluti með þeim, enda kastararnir orðnir nettari en áður. Haustið er búið að vera frábært enda mikið í gangi og mikið af nýjungum að koma á næstu vikum.

Í raun er ekki flókið að setja upp fallega lýsingu heima við, en þar sem þróun í perum og lýsingu hefur verið svo gríðarleg á undanförnum misserum þurfa flestir smá leiðsögn,“ segir Einar. „Við Íslendingar erum í raun heppin að því leyti að það tímabil er langt þar sem myrkrið ræðum ríkjum, sem þýðir að við getum stjórnað lýsingunni og sniðið hana að þörfum okkar stóran hluta ársins.“


Nánari upplýsingar um Pfaff, vöruframboð þess og lýsingarráðgjöfina má finna á pfaff.is