Rúmföt.is er rúmfatabúð sem sérhæfir sig í vönduðum rúmfötum. Rúmfötin í versluninni koma víða að úr heiminum, en eiga það sameiginlegt að vera úr allra vönduðustu efnum sem til eru. Verslunin er staðsett að Nýbýlavegi í Kópavogi. Síminn er 565-1025. Einnig er starfrækt glæsileg vefverslun: www.rumfot.is.

Hér má sjá fallegt gæða sængurver frá Kína, en Rúmföt.is er með gott úrval af fyrsta flokks barnarúmfötum.

Arftaki Fatabúðarinnar

„Á þessum tveimur árum höfum við fengið frábærar móttökur. Alveg ótrúlega góðar, verð ég að segja. Fólk sem kann að meta gæði og verslaði áður fyrr í Fatabúðinni og Verinu, þakkar mér reglulega fyrir að hafa opnað svona vandaða rúmfatabúð.“ Björn segist ekki hafa áhuga á að græða peninga heldur er drifkraftur hans að selja frábær rúmföt á sanngjörnu verði.

„Auðvitað þarf búðin að leggja smá á vörurnar til að ganga vel, en vörurnar verða að standa fyrir sínu. Ég gæti aldrei selt bara eitthvað til að græða. Það selja margar búðir rúmföt og ef mikið liggur við geturðu jafnvel keypt rúmföt um miðja nótt í völdum stórmörkuðum ásamt snakkpoka og ítalskri rúllupylsu. Sjálfur myndi ég frekar sofa undir snakkpoka en rúmfötunum sem þar fást.“

Þessi guðdómlegu blómamynstruðu rúmföt koma beinustu leið frá Ítalíu og eru sérframleidd fyrir Rúmföt.is úr egypskri bómull.

Góð þjónusta

„Það sem veitir mér ánægju er að gleðja fólk og partur af því er að veita góða þjónustu. Ég man eftir einni konu sem hafði verslað rúmföt hjá okkur. Þegar hún var búin að þvo rúmfötin og máta þau við rúmið fannst henni liturinn ekki passa.

Ég tók þau til baka og hún fann önnur sem henni leist betur á. Ég er ekki viss um að ég gæti labbað inn í dýrustu búðir bæjarins og beðið um að fá að skipta notuðum rúmfötum fyrir mig.“

Búðin stækkar „Það hafa verið töluverðar framkvæmdir hjá okkur í haust, enda erum við að stækka verslunina. Plássið í búðinni verður því næstum þrisvar sinnum meira.

Hún Dísa vinkona mín, sem á húsnæðið, hefur staðið í ströngu við að snúa upp á nokkrar hendur hjá vöskum iðnaðarmönnum. Sem betur fer kunna þeir gott að meta og mér sýnist þetta ætla að hafast fyrir jólin.“ Það er því tilvalið að kíkja við í versluninni og næla sér í gæðarúmföt í jólapakkann, eða á jólasængina í ár og tryggja þannig góðan og óslitinn nætursvefn á næsta ári.

Vönduð sérofin damask-rúmföt úr egypskri bómull frá Ítalíu.

Handsaumaður rúmfatnaður

„Við bjóðum upp á rúmföt frá allra bestu og vönduðustu vefurum Ítalíu. Meðal annars erum við með rúmföt frá ítalska merkinu Quagliotti sem vefur dúka og sængurföt fyrir bresku drottninguna. Fyrir rúmum tólf árum ákvað Hotel Ritz í París að bjóða gestum sínum upp á rúmföt frá Quagliotti eftir ítarlega leit að bestu rúmfötum í heimi.

Öll fremstu hótelin, eins og The Mark í New York, MGM í Macau, The Peninsula í Hong Kong, Armani í Mílanó og 101 Reykjavík bjóða gestum sínum öll upp á Quagliotti-rúmföt,“ segir Björn Þór Heiðdal, eigandi Rúmföt.is.

Hágæða barnarúmföt í miklu úrvali. Nú sofa allir undurvært.

Rúmföt.is býður einnig upp á handsaumaðan rúmfatnað úr gæðaefnum sem þekkt eru fyrir að veita mikil þægindi í svefni. „Sérstaða verslunarinnar liggur ekki einungis í þeim gæðaefnum sem rúmfötin eru saumuð úr. Þau eru líka mörg hver saumuð á staðnum af henni Möggu saumakonu, eða Margréti Guðlaugsdóttur eins og hún heitir fullu nafni,“ segir Björn.

„Ég saumaði meðal annars fyrir Fatabúðina á sínum tíma en einnig fyrir búðirnar Höfnina, Erlu við Snorrabraut og Kristínu, en þær eru allar löngu farnar. Síðust til að fara var Fatabúðin og var mikil eftirsjá að henni,“ segir Magga sem er öllum hnútum kunnug þegar kemur að vönduðum saumaskap. „Sjálfur er ég að þessu vegna þess að ég einfaldlega elska góð rúmföt!“ segir Björn.

Í tilefni tveggja ára afmælis er nú 20% afmælisafsláttur af öllu 300 og 600 þráða satíni hjá Rúmföt.is.

Verslunin á Nýbýlavegi 28 verður opin frá 12-17 virka daga og 11-15 um helgar. Nánari upplýsingar má finna á www.rumfot.is. Sími: 565-1025.