„Það eru fáar jólagjafir jafn praktískar og rúmföt úr vönduðu damaski eða himnesku satíni. Margir gleyma nefnilega að kaupa rúmföt handa sér og láta gamla settið duga ár eftir ár. Það er því alveg tilvalið ef þú vilt gleðja ástvin að kaupa handa viðkomandi alvöru gæðarúmföt,“ segir Hildur Þórðardóttir verslunarstjóri hjá Rúmföt.is.

Seljum um allt land

„Vinsælustu rúmfötin hjá okkur eru úr áprentuðu bómullarsatíni og erum við með yfir 100 tegundir fyrir börn og fullorðna. Í fyrra kom til okkar amma á besta aldri sem hafði leyft barnabarninu að sofa upp í hjá sér. Stuttu seinna fékk hún að vita að barnið neitaði að fara að sofa nema fá eins rúmföt og núna er öll fjölskyldan komin með rúmföt frá okkur. Verðið er líka sanngjarnt eða frá 10.900 til 17.800 krónur,“ segir hún.

„Í desember snýst allt um verslunina. Ég man fyrir fyrstu jólin mín hérna í búðinni, þá voru rúmföt það fyrsta sem ég hugsaði um þegar ég vaknaði og það síðasta sem ég hugsaði áður en ég sofnaði. Stundum erum við langt fram eftir að fylla á hillurnar eða ganga frá netpöntunum og helgin í kringum Svarta föstudaginn var sérlega annasöm. Það kom okkur á óvart hvað fólk var duglegt að kaupa silkikoddaver. Þau eru greinilega alltaf að verða vinsælli til jólagjafa og kosta ekki nema 6.900 krónur hjá okkur fyrir 22 momme silki sem er talsvert betra en 19 momme silkið sem margar búðir selja.“

Hildur segir að þau hjá Rúmföt.is séu dugleg að sinna fólki úti á landi í gegnum netverslunina.

„En fólk getur líka hringt og við tökum niður pantanir eins og í gamla daga. Stundum lendir fólk í vandræðum með að panta í gegnum netið eða vill fá aðstoð við að velja eitthvað fallegt sem við veitum með glöðu geði. Ég mæli samt alltaf með að fólk kíki á okkur þegar það kemur í bæinn til að finna muninn á 300, 600 og 900 þráða efnunum eða til að klappa 1.400 þráða rúmfötunum sem eru saumuð fyrir okkur á Ítalíu,“ segir Hildur.

Dökkblá Magnolia-rúmföt. 600 þráða silkimjúk rúmföt úr áprentuðu satíni.
Himnesk dam­askrúmföt frá Curt Bauer.8myndir/aðsendar

Sængur og koddar

Hjá Rúmföt.is er nýkomin í hús stór sending af Black Forest-sængunum.

„Það eru þessar flottu frá Þýskalandi. Það sem mér líkar svo vel við þær, fyrir utan að dúnninn er fyrsta flokks, er ytra byrðið. Nú um daginn kom fólk að skoða sængur en keypti ekki, heldur fór hringinn að skoða hvað aðrar verslanir væru með. Nokkrum tímum seinna komu þau aftur og keyptu sængurnar okkar því þær voru með langmýksta ytra byrðið af öllum. Það er líka sérlega fíngert og mjúkt og framleiðendurnir setja meira að segja aloe vera í það sem gerir þær enn mýkri og minnkar skrjáfið. Við vitum hvað viðskiptavinir okkar vilja og veljum alltaf það besta handa þeim. Ódýrasta sængin kostar 55.800 krónur sem er bara djók miðað við gæðin,“ upplýsir Hildur.

„Við eigum enn þá þriggja laga koddana góðu sem ég get hiklaust mælt með. Ytra byrðið er einmitt úr sama fínlega og mjúka efninu. Þriggja laga þýðir að ofan og neðan á koddanum er þykkt dúnlag og á milli er lag af smáfiðri til að veita stuðning. Þess vegna er koddinn svo þægilegur, auðvelt að móta hann en gefur samt góðan stuðning. Verðið er líka mjög sanngjarnt eða 14.900 krónur sem er sennilega lægsta verðið á landinu fyrir sambærilega vöru.“

Gjafakort og góð orka

Það er góð orka í búðinni á Nýbýlavegi og starfsfólkið leggur sig fram við að veita persónulega og góða þjónustu.

„Vissulega er stundum mikið að gera og margir í búðinni í einu, en allir fá aðstoð við að velja góð rúmföt. Við erum farin að þekkja marga viðskiptavini sem koma aftur og aftur og ekki endilega alltaf til að versla. Stundum bara til að skoða nýju vörurnar sem voru að koma í hús,“ segir Hildur.

„Einu sinni vann ég í Harrods og fór alltaf í hádeginu upp í deildina með bollastellunum, bara til að dást að herlegheitunum og kannski velja mér eitt í huganum. Sum stellin voru gulli slegin og dásamlega skreytt. Svo ég skil fólk mætavel sem kemur bara til að skoða og láta sig dreyma um eitthvað fallegt í jólagjöf. Ef fólk verður síðan alveg ruglað á öllu úrvalinu þá erum við með gjafakort í öskjum sem hægt er að kaupa fyrir hvaða upphæð sem er.“

Falleg koddaver úr 300 þráða þýsku damaski.
300 þráða damaskið heldur sér vel eftir marga þvotta.
Venezia, 600 þráða damask­rúmföt.